Opið bréf til dómsmálaráðherra vegna starfshóps um happdrætti Alma Hafsteinsdóttir skrifar 30. apríl 2021 09:31 Spilafíkn á sér margar hliðar og telja Samtök áhugafólks um spilafíkn mikilvægt að koma sínum sjónarmiðum að í allri umræðu sem fram fer um þennan vanda eða málefni sem honum tengjast. Af þeim sökum var tekið jákvætt í ósk dómsmálaráðherra um að tilnefna fulltrúa í starfshóp sem ætlað er „að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála.” Samtökin sjá engu að síður ástæðu til að gera athugasemdir við þessa nefndarskipan ásamt hlutverki starfshópsins. Í fyrsta lagi er nefndinni ekki ætlað að fjalla um þá kröfu að spilakössum verði lokað til frambúðar eins og fram hefur komið í ítarlegri skoðanakönnun á vegum Gallup að er vilji 86% þjóðarinnar. Í öðru lagi vekur athygli að yfirgnæfandi meirihluti nefndarmanna er frá stofnunum og samtökum sem hafa beina fjárhagslega hagsmuni af rekstri spilakassa og happdrætta. Í þriðja lagi er starfsvið nefndarinnar um margt óljóst og hefði mátt ætla að markvissara væri að afmarka tiltekin álitamál svo sem hvað varðar netspilun, samvinnu rekstraraðila, spilakort, eftirlit, rannsóknir og meðferðarúrræði á spilafíkn í stað þess að ætla starfsnefnd að komast að niðurstöðu um alla þessa þætti. Í erindisbréfinu ægir öllu saman en athygli vekur að efst á blaði segir að kannaðir skuli „möguleikar núverandi sérleyfishafa á happdrættismarkaði hér á landi til að bjóða upp á spil á netinu.” Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna allri umræðu um málefnið en að sjálfsögðu að því tilskyldu að verið sé af alvöru að takast á við þann vágest sem fjárhættuspil eru í lífi margra einstaklinga og fjölskyldna. Erindisbréf dómsmálaráðherra og nefndarskipun ber þess því miður ekki vott að vilji sé til að nálgast spilavandann úr þessari átt. SÁS ítreka að samtökin munu framvegis sem hingað til kappkosta að leggja gott til málanna hvar sem færi gefst. Virðingarfyllst, Alma Hafsteins, f.h Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Spilafíkn á sér margar hliðar og telja Samtök áhugafólks um spilafíkn mikilvægt að koma sínum sjónarmiðum að í allri umræðu sem fram fer um þennan vanda eða málefni sem honum tengjast. Af þeim sökum var tekið jákvætt í ósk dómsmálaráðherra um að tilnefna fulltrúa í starfshóp sem ætlað er „að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála.” Samtökin sjá engu að síður ástæðu til að gera athugasemdir við þessa nefndarskipan ásamt hlutverki starfshópsins. Í fyrsta lagi er nefndinni ekki ætlað að fjalla um þá kröfu að spilakössum verði lokað til frambúðar eins og fram hefur komið í ítarlegri skoðanakönnun á vegum Gallup að er vilji 86% þjóðarinnar. Í öðru lagi vekur athygli að yfirgnæfandi meirihluti nefndarmanna er frá stofnunum og samtökum sem hafa beina fjárhagslega hagsmuni af rekstri spilakassa og happdrætta. Í þriðja lagi er starfsvið nefndarinnar um margt óljóst og hefði mátt ætla að markvissara væri að afmarka tiltekin álitamál svo sem hvað varðar netspilun, samvinnu rekstraraðila, spilakort, eftirlit, rannsóknir og meðferðarúrræði á spilafíkn í stað þess að ætla starfsnefnd að komast að niðurstöðu um alla þessa þætti. Í erindisbréfinu ægir öllu saman en athygli vekur að efst á blaði segir að kannaðir skuli „möguleikar núverandi sérleyfishafa á happdrættismarkaði hér á landi til að bjóða upp á spil á netinu.” Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna allri umræðu um málefnið en að sjálfsögðu að því tilskyldu að verið sé af alvöru að takast á við þann vágest sem fjárhættuspil eru í lífi margra einstaklinga og fjölskyldna. Erindisbréf dómsmálaráðherra og nefndarskipun ber þess því miður ekki vott að vilji sé til að nálgast spilavandann úr þessari átt. SÁS ítreka að samtökin munu framvegis sem hingað til kappkosta að leggja gott til málanna hvar sem færi gefst. Virðingarfyllst, Alma Hafsteins, f.h Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar