FH vann risasigur þegar ÍR kom í heimsókn í dag. Selma Dögg Björgvinsdóttir skoraði fernu fyrir FH þegar liðið valtaði yfir ÍR 10-1.
KR mætti HK og Afturelding tók á móti Haukum í tveim Lengjudeildarslögum. KR sigraði HK 2-0 og Jade Gentile skoraði þrennu þegar Afturelding lagði Hauka 3-1.
Víkingur Reykjavík vann 1-2 sigur gegn Fjölni eftir að hafa lent 1-0 undir og Augnablik lagði ÍA 4-2 á Kópavogsvelli.
Þá vann Sindri öruggan 5-0 sigur gegn Einherja á heimavelli.
Úrslit dagsins
KR 2-0 HK
Afturelding 3-1 Haukar
Augnablik 4-2 ÍA
Fjölnir 1-2 Víkingur R.
FH 10-1 ÍR
Sindri 5-0 Einherji