NBA dagsins: LeBron James og Luka Doncic pirraðir en Giannis í miklu stuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 15:00 LeBron James í leiknum á móti Toronto Raptors í nótt en hann fór á heimavelli Los Angeles Lakers í Staples Center. AP/Mark J. Terrill Pressan er að magnaðast á lið þeirra LeBrons James og Luka Doncic á lokakafla deildarkeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Eftir tapleiki hjá Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í nótt þá eru liðin nú jöfn Portland Trail Blazers í fimmta til sjöunda sæti í Vesturdeildinni. Liðin í fimmta og sjötta sæti fara beint inn í úrslitakeppnina en liðið í sjöunda sæti þarf að vinna einn umspilsleik til að tryggja sér sitt sæti. Það þýðir að liðið sem endar í sjöunda sæti sem hefði alltaf skilað sæti í úrslitakeppninni gæti því misst af úrslitakeppninni tapi liðið tveimur leikjum í umspilinu. Liðið í 7. sæti spilar við liðið í 8. sæti þar sem sigurvegarinn fer inn í úrslitakeppnina en liðið sem tapar mætir liðinu sem vinnur leik á milli 9. og 10. sætis. LeBron James spilaði sinn annan leik eftir að komið til baka eftir slæm ökklameiðsli og náði ekki að klára þennan. Lakers liðið hefur tapað þeim báðum og alls þremur leikjum í röð. LeBron James drullaði yfir nýja fyrirkomulagið eftir leikinn. „Það á að reka þann sem fann upp á þessu,“ sagði LeBron James pirraður eftir leikinn spurður út í umspilsleikina. Lakers liðið var í toppbaráttunni þegar LeBron James meiddist, vann 21 af fyrstu 27 leikjum sínum, en staðan versnaði mikið í fjarveru hans. LeBron spilaði ekki síðustu sex mínúturnar og 42 sekúndurnar í 114-121 tapi á móti Toronto Raptors í nótt. „Ég vil ná heilsu, ekki bara mín vegna heldur fyrir liðið. Ég verð samt að vera skynsamur með ökklann,“ sagði LeBron James. Önnur pirruð stórstjarna var Slóveninn Luka Doncic sem var rekinn út úr húsi í 99-111 tapi Dallas Mavericks á móti Sacramento Kings. Doncic fékk tvær tæknivillur og fer í leikbann þegar hann fær þá næstu. Luka Doncic var búinn að skora 30 stig áður en hann var rekinn út úr húsi. Doncic skildi ekki af hverju hann fékk seinni tæknivilluna í nótt. „Ég veit ekki hvað ég að segja þegar þú færð tæknivillu fyrir þetta,“ sagði Luka Doncic. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir Dallas Mavericks að missa Luka Doncic í bann á lokasprettinum þar sem liðið er í harðri baráttu við Lakers og svo lið Portland Trail Blazers sem vann sinn fjórða leik í röð í nótt. Giannis Antetokounmpo var aftur á móti í miklu stuði og skoraði 49 stig fyrir Milwaukee Bucks í sigri á Brooklyn Nets þar sem að Kevin Durant var með 42 stig fyrir Brooklyn liðið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leikjum sem og flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 2. maí 2021) NBA Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Eftir tapleiki hjá Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í nótt þá eru liðin nú jöfn Portland Trail Blazers í fimmta til sjöunda sæti í Vesturdeildinni. Liðin í fimmta og sjötta sæti fara beint inn í úrslitakeppnina en liðið í sjöunda sæti þarf að vinna einn umspilsleik til að tryggja sér sitt sæti. Það þýðir að liðið sem endar í sjöunda sæti sem hefði alltaf skilað sæti í úrslitakeppninni gæti því misst af úrslitakeppninni tapi liðið tveimur leikjum í umspilinu. Liðið í 7. sæti spilar við liðið í 8. sæti þar sem sigurvegarinn fer inn í úrslitakeppnina en liðið sem tapar mætir liðinu sem vinnur leik á milli 9. og 10. sætis. LeBron James spilaði sinn annan leik eftir að komið til baka eftir slæm ökklameiðsli og náði ekki að klára þennan. Lakers liðið hefur tapað þeim báðum og alls þremur leikjum í röð. LeBron James drullaði yfir nýja fyrirkomulagið eftir leikinn. „Það á að reka þann sem fann upp á þessu,“ sagði LeBron James pirraður eftir leikinn spurður út í umspilsleikina. Lakers liðið var í toppbaráttunni þegar LeBron James meiddist, vann 21 af fyrstu 27 leikjum sínum, en staðan versnaði mikið í fjarveru hans. LeBron spilaði ekki síðustu sex mínúturnar og 42 sekúndurnar í 114-121 tapi á móti Toronto Raptors í nótt. „Ég vil ná heilsu, ekki bara mín vegna heldur fyrir liðið. Ég verð samt að vera skynsamur með ökklann,“ sagði LeBron James. Önnur pirruð stórstjarna var Slóveninn Luka Doncic sem var rekinn út úr húsi í 99-111 tapi Dallas Mavericks á móti Sacramento Kings. Doncic fékk tvær tæknivillur og fer í leikbann þegar hann fær þá næstu. Luka Doncic var búinn að skora 30 stig áður en hann var rekinn út úr húsi. Doncic skildi ekki af hverju hann fékk seinni tæknivilluna í nótt. „Ég veit ekki hvað ég að segja þegar þú færð tæknivillu fyrir þetta,“ sagði Luka Doncic. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir Dallas Mavericks að missa Luka Doncic í bann á lokasprettinum þar sem liðið er í harðri baráttu við Lakers og svo lið Portland Trail Blazers sem vann sinn fjórða leik í röð í nótt. Giannis Antetokounmpo var aftur á móti í miklu stuði og skoraði 49 stig fyrir Milwaukee Bucks í sigri á Brooklyn Nets þar sem að Kevin Durant var með 42 stig fyrir Brooklyn liðið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leikjum sem og flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 2. maí 2021)
NBA Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira