Hugi biður Stojanovic afsökunar Anton Ingi Leifsson skrifar 3. maí 2021 19:34 Stradan Stojanovic er hér lengst til vinstri í mynd. vísir/hulda Hugi Halldórsson, þáttarstjórnandi hlaðvarsþáttarins The Mike Show, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í þættinum í gærkvöldi. Í þættinum The Mike Show greindi Hugi frá því að hann hefði heyrt sögusagnir af því að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. Í yfirlýsingunni frá Þór fyrr í dag er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér. Síðar í kvöld sendi Hugi sjálfur svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á ummælunum og ítrekar orð sín frá því í þættinum, að hann vonist til að orðrómurinn „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Alla yfirlýsingu Huga má sjá lesa hér að neðan. Til þeirra er málið varðar. Vegna fréttar karfan.is vil ég ítreka orð mín í þættinum The Mike Show að það er mín einlæga ósk sé einhver grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í leik Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri verði það rannsakað af réttum aðilum. Orð mín í umræddum þætti á ekki að skilja á þann veg að verið væri að saka leikman Þórs um veðmálasvindl heldur var átt við að fundur hefði verið tekinn með leikmanni Þórs Akureyri og ekkert hafi verið við hans frammistöðu að athuga. Einnig ítreka ég orð mín, sem féllu síðar í þættinum, að það er von mín að þessi orðrómur „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Ég harma og biðst afsökunar á að hafa gefið í skyn að umræddur leikmaður hafi eitthvað saknæmt unnið og þannig verið dreginn inní þessa umræðu. Af þessum sökum bið ég Stradan Stojanovic, kkd. Þórs og þá sem að honum og liðinu standa afsökunar. Því miður kemur reglulega upp hávær orðrómur um veðmálasvindl sem á ekkert skylt við íþróttir en sem betur fer hefur slíkur orðrómur ekki verið sannreyndur. Hins vegar ber að hafa augu og eyru opin við þessu meini sem er því miður stærri partur af íþróttum en fólk grunar. Virðingafyllst, Hugi Halldórsson Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Í þættinum The Mike Show greindi Hugi frá því að hann hefði heyrt sögusagnir af því að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. Í yfirlýsingunni frá Þór fyrr í dag er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér. Síðar í kvöld sendi Hugi sjálfur svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á ummælunum og ítrekar orð sín frá því í þættinum, að hann vonist til að orðrómurinn „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Alla yfirlýsingu Huga má sjá lesa hér að neðan. Til þeirra er málið varðar. Vegna fréttar karfan.is vil ég ítreka orð mín í þættinum The Mike Show að það er mín einlæga ósk sé einhver grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í leik Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri verði það rannsakað af réttum aðilum. Orð mín í umræddum þætti á ekki að skilja á þann veg að verið væri að saka leikman Þórs um veðmálasvindl heldur var átt við að fundur hefði verið tekinn með leikmanni Þórs Akureyri og ekkert hafi verið við hans frammistöðu að athuga. Einnig ítreka ég orð mín, sem féllu síðar í þættinum, að það er von mín að þessi orðrómur „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Ég harma og biðst afsökunar á að hafa gefið í skyn að umræddur leikmaður hafi eitthvað saknæmt unnið og þannig verið dreginn inní þessa umræðu. Af þessum sökum bið ég Stradan Stojanovic, kkd. Þórs og þá sem að honum og liðinu standa afsökunar. Því miður kemur reglulega upp hávær orðrómur um veðmálasvindl sem á ekkert skylt við íþróttir en sem betur fer hefur slíkur orðrómur ekki verið sannreyndur. Hins vegar ber að hafa augu og eyru opin við þessu meini sem er því miður stærri partur af íþróttum en fólk grunar. Virðingafyllst, Hugi Halldórsson
Til þeirra er málið varðar. Vegna fréttar karfan.is vil ég ítreka orð mín í þættinum The Mike Show að það er mín einlæga ósk sé einhver grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í leik Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri verði það rannsakað af réttum aðilum. Orð mín í umræddum þætti á ekki að skilja á þann veg að verið væri að saka leikman Þórs um veðmálasvindl heldur var átt við að fundur hefði verið tekinn með leikmanni Þórs Akureyri og ekkert hafi verið við hans frammistöðu að athuga. Einnig ítreka ég orð mín, sem féllu síðar í þættinum, að það er von mín að þessi orðrómur „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Ég harma og biðst afsökunar á að hafa gefið í skyn að umræddur leikmaður hafi eitthvað saknæmt unnið og þannig verið dreginn inní þessa umræðu. Af þessum sökum bið ég Stradan Stojanovic, kkd. Þórs og þá sem að honum og liðinu standa afsökunar. Því miður kemur reglulega upp hávær orðrómur um veðmálasvindl sem á ekkert skylt við íþróttir en sem betur fer hefur slíkur orðrómur ekki verið sannreyndur. Hins vegar ber að hafa augu og eyru opin við þessu meini sem er því miður stærri partur af íþróttum en fólk grunar. Virðingafyllst, Hugi Halldórsson
Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira