NBA dagsins: Segir að hin liðin í deildinni séu skíthrædd við Stephen Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 15:00 Stephen Curry var frábær í sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans í nótt. 41 stig, átta þristar og átta stoðsendingar. AP/Gerald Herbert Stephen Curry hefur boðið upp á skotsýningu á endurkomutímabilinu sínu eftir að hann missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Curry skoraði 41 stig í nótt þegar Golden State Warriors vann mikilvægan 123-104 sigur á New Orleans Pelicans en liðin eru að keppa á svipuðum slóðum um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Þetta var níundi leikur Curry á leiktíðinni þar sem hann skorað fjörutíu stig eða meira þar af í sjötta sinn í síðustu fimmtán leikjum. Stórskyttan skoraði átta þrista í leiknum en hann átti einnig átta stoðsendingar á félaga sína. Draymond Green, liðsfélagi Stephen Curry, bauð sjálfur upp á þrennu í leiknum en talaði vel um skotbakvörðinn sinn eftir leik. „Í hvert skipti sem þú ferð inn á völlinn með Steph Curry þá hefur þú ákveðið forskot,“ sagði Draymond Green eftir leikinn. „Hin liðin eru skíthrædd við hann og þá skiptir ekki máli hvar hann er á vellinum eða hvert hann fer. Maður sem þannig aðdráttarafl færir liði sínu mikinn þunga,“ sagði Green. „Ég vildi ekki vilja mæta liði með Steph Curry innanborðs. Við vitum öll hvað hann getur gert. Gæinn getur tekið yfir leik og gert öllum liðum í NBA deildinni erfitt fyrir,“ sagði Draymond Green sem var með 15 stoðsendingar, 13 fráköst og 10 stig í nótt. Curry, sem er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar á tímabilinu, var með 37,3 stig að meðaltali í apríl þar sem hann setti nýtt met með því að skora 96 þriggja stiga körfur. Hann hefur síðan skorað 71 stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í maí. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigurleik Golden State Warriors en eins má sjá þegar Los Angeles Lakers vann Denver Nuggets, þegar Russel Westbrook bauð upp á tröllaþrennu í sigri Washington Wizards á Indiana Pavcers (14 stig, 21 frákast og 24 stoðsendingar) sem og reynsluboltann Derrick Rose fara á kostum í tólfta sigri New York Knicks í síðustu þrettán leikjum. Þá fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar úr allri NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 3. maí 2021) NBA Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Curry skoraði 41 stig í nótt þegar Golden State Warriors vann mikilvægan 123-104 sigur á New Orleans Pelicans en liðin eru að keppa á svipuðum slóðum um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Þetta var níundi leikur Curry á leiktíðinni þar sem hann skorað fjörutíu stig eða meira þar af í sjötta sinn í síðustu fimmtán leikjum. Stórskyttan skoraði átta þrista í leiknum en hann átti einnig átta stoðsendingar á félaga sína. Draymond Green, liðsfélagi Stephen Curry, bauð sjálfur upp á þrennu í leiknum en talaði vel um skotbakvörðinn sinn eftir leik. „Í hvert skipti sem þú ferð inn á völlinn með Steph Curry þá hefur þú ákveðið forskot,“ sagði Draymond Green eftir leikinn. „Hin liðin eru skíthrædd við hann og þá skiptir ekki máli hvar hann er á vellinum eða hvert hann fer. Maður sem þannig aðdráttarafl færir liði sínu mikinn þunga,“ sagði Green. „Ég vildi ekki vilja mæta liði með Steph Curry innanborðs. Við vitum öll hvað hann getur gert. Gæinn getur tekið yfir leik og gert öllum liðum í NBA deildinni erfitt fyrir,“ sagði Draymond Green sem var með 15 stoðsendingar, 13 fráköst og 10 stig í nótt. Curry, sem er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar á tímabilinu, var með 37,3 stig að meðaltali í apríl þar sem hann setti nýtt met með því að skora 96 þriggja stiga körfur. Hann hefur síðan skorað 71 stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í maí. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigurleik Golden State Warriors en eins má sjá þegar Los Angeles Lakers vann Denver Nuggets, þegar Russel Westbrook bauð upp á tröllaþrennu í sigri Washington Wizards á Indiana Pavcers (14 stig, 21 frákast og 24 stoðsendingar) sem og reynsluboltann Derrick Rose fara á kostum í tólfta sigri New York Knicks í síðustu þrettán leikjum. Þá fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar úr allri NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 3. maí 2021)
NBA Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira