Breiðholtið vex Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. maí 2021 16:30 Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. Vonir stóðu til að fyrirkomulagið væri tímabundið og skólastjórnendur, kennarar og nemendur horfðu löngunaraugum til byggingalóðar sem þótti henta vel undir nýtt kennsluhúsnæði. Í dag – 46 árum síðar – er lóðin enn óbyggð og hluti af kennslu í verklegum greinum fer enn fram undir berum himni! Nú sér hins vegar fyrir endann á áratugabið Breiðhyltinga og annarra velunnara skólans, því í síðustu viku undirritaði ég ásamt borgarstjóra samningur um nýbyggingu fyrir verk- og listnám við FB. Undirritunin markaði tímamót og það vottaði fyrir tárum á hvarmi sumra sem voru viðstaddir. Uppbygging verk- og listnámsaðstöðu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er engin tilviljun, heldur er hún hluti af skýrri stefnu yfirvalda. Við upphaf kjörtímabilsins einsetti ég mér að koma verkmenntun á þann stall sem hún á skilið. Ryðja úr vegi kerfislægum hindrunum sem hafa beint ungu fólki frekar í bóknám en verknám, tryggja iðnmenntuðum sömu tækifærin til háskólanáms og auðvelda iðnnemum að komast á vinnustaðasamning, eða ella fá sambærilega þjálfun með öðrum leiðum. Allt ofangreint er að ganga eftir. Grundvallarbreyting hefur orðið á viðhorfum til starfsmenntunar og áhuginn á starfsnámi hefur snaraukist. Verk- og tæknimenntaskólar eru meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins og laða í stórauknum mæli til sín hæfileikafólk á öllum aldri. Aðsóknartölur undanfarinna ára sýna sterka leitni upp á við og fyrstu vísbendingar um innritun í framhaldsskólanna fyrir næsta skólaár gefa til kynna aðsóknarmet í verknám. Mannlíf í Breiðholti og menntun í landinu mun njóta góðs af uppbyggingunni sem er framundan við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún rímar vel við hugmyndir um nýjan og nútímalegan Tækniskóla og auknar fjárveitingar til tækjakaupa í öðrum verkmenntaskólum um allt land. Í lok kjörtímabils vænti ég þess að geta horft stolt um öxl, enda er vöxtur og viðgangur góðrar verkmenntunar ein af forsendum þess að samfélagið okkar blómstri. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. Vonir stóðu til að fyrirkomulagið væri tímabundið og skólastjórnendur, kennarar og nemendur horfðu löngunaraugum til byggingalóðar sem þótti henta vel undir nýtt kennsluhúsnæði. Í dag – 46 árum síðar – er lóðin enn óbyggð og hluti af kennslu í verklegum greinum fer enn fram undir berum himni! Nú sér hins vegar fyrir endann á áratugabið Breiðhyltinga og annarra velunnara skólans, því í síðustu viku undirritaði ég ásamt borgarstjóra samningur um nýbyggingu fyrir verk- og listnám við FB. Undirritunin markaði tímamót og það vottaði fyrir tárum á hvarmi sumra sem voru viðstaddir. Uppbygging verk- og listnámsaðstöðu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er engin tilviljun, heldur er hún hluti af skýrri stefnu yfirvalda. Við upphaf kjörtímabilsins einsetti ég mér að koma verkmenntun á þann stall sem hún á skilið. Ryðja úr vegi kerfislægum hindrunum sem hafa beint ungu fólki frekar í bóknám en verknám, tryggja iðnmenntuðum sömu tækifærin til háskólanáms og auðvelda iðnnemum að komast á vinnustaðasamning, eða ella fá sambærilega þjálfun með öðrum leiðum. Allt ofangreint er að ganga eftir. Grundvallarbreyting hefur orðið á viðhorfum til starfsmenntunar og áhuginn á starfsnámi hefur snaraukist. Verk- og tæknimenntaskólar eru meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins og laða í stórauknum mæli til sín hæfileikafólk á öllum aldri. Aðsóknartölur undanfarinna ára sýna sterka leitni upp á við og fyrstu vísbendingar um innritun í framhaldsskólanna fyrir næsta skólaár gefa til kynna aðsóknarmet í verknám. Mannlíf í Breiðholti og menntun í landinu mun njóta góðs af uppbyggingunni sem er framundan við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún rímar vel við hugmyndir um nýjan og nútímalegan Tækniskóla og auknar fjárveitingar til tækjakaupa í öðrum verkmenntaskólum um allt land. Í lok kjörtímabils vænti ég þess að geta horft stolt um öxl, enda er vöxtur og viðgangur góðrar verkmenntunar ein af forsendum þess að samfélagið okkar blómstri. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar