Barist á mörgum stöðum í æsispennandi lokaumferðum Domino´s deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 12:02 ÍR og Þór Akureyri geta bæði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en þau geta líka fallið úr deildinni. Ivan Aurrecoechea og Everage Lee Richardson teygja sig hér í boltann í leik liðanna í vetur. Vísir/Vilhelm Á næstu fimm dögum munu fara fram síðustu tvær umferðirnar í Domino´s deild karla í körfubolta og það er óhætt að segja að það sé spenna í loftinu. Keflvíkingar hafa fyrir löngu tryggt sér deildarmeistaratitilinn en það er samt nóg eftir á öðrum vígvöllum í deildinni. Baráttan um heimavallarréttinn, sæti í úrslitakeppninni og að bjarga sér frá falli. Spennan er það mikil að það má búast við því að stærðfræðin verði í aðalhlutverki. Liðin eru því á sama tíma að forðast fall og að reyna að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Þá gæti það haft mikil áhrif á röð liða hvaða lið enda með jafnmörg stig þar sem innbyrðis leikir ráða röð lið ef þau eru með jafnmörg stig. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir vígvellina í æsispennandi lokaumferðum Domino´s deildar karla Deildarmeistarartitillinn: Búið. Keflavík tryggði sér titilinn þegar þrjár umferðir voru eftir. 1. Keflavík 36 stig 2. Þór Þorlákshöfn 28 stig 3. Stjarnan 26 stig Baráttan um annað sætið: Þór Þorlákshöfn og Stjarnan eiga möguleika á öðru sætinu en Þórsarar eru með tveggja stiga forskot og betri innbyrðis stöðu og Stjarnan þarf því að vinna báða sína leiki á meðan Þórsliðið tapar báðum sínum. Þór tryggir sér annað sætið með einum sigri í viðbót eða ef Stjarnan tapar einum leik. 4. Valur 22 stig 5. KR 20 stig 6. Grindavík 20 stig 7. Tindastóll 18 stig Baráttan um heimavallarréttinn: Valur er með tveggja stiga forskot á KR og Grindavík. Valsmenn eru með betri innbyrðis stöðu á móti KR en mæta síðan Grindavík í lokaumferðinni. Það gæti orðið úrslitaleikur um heimavallarréttinn. Grindavík býr að því að liðið vann fyrri leikinn á móti Val. KR er aftur á móti betri innbyrðis á móti Grindavík. Baráttan um sæti í úrslitakeppninni: KR og Grindavík ættu að vera nokkuð örugg í úrslitakeppnina en tölfræðilega geta þau samt setið eftir. Tindastólsliðið er líka í ágætri stöðu en á eftir tvo mjög erfiða leiki á móti Stjörnunni og Grindavík á útivelli. Það eiga hins vegar mörg önnur lið möguleika á sæti í úrslitakeppninni falli úrslitin með þeim og hér lítur út fyrir að staðan gæti orðið mjög flókin þar ef innbyrðis árangur milli margra liða í einu þurfi að ráða sæti liðanna. 8. Þór Akureyri 16 stig 9. ÍR 16 stig 10. Njarðvík 14 stig 11. Höttur 12 stig 12. Haukar 12 stig Fallbaráttan: Liðin sem eru í baráttunni um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina eins og Þór Akureyri og ÍR þurfa líka passa sig á því að þau geta fallið ef allt fer á versta veg. Njarðvíkingar mega ekki vera jafnir Hetti eða Haukum því þeir töpuðu öllum fjórum leikjunum á móti þeim í vetur. Njarðvík er aftur á móti með betri innbyrðis stöðu á móti Þór Ak. og á síðan eftir að spila við ÍR sem liðið vann með sextán stigum í fyrri leik liðanna. Eitt lið gæti fallið strax í kvöld því liðið sem tapar í leik Hauka og Hattar fellur úr deildinni ef Njarðvík vinnur ÍR seinna um kvöldið. Báðir þessir leikir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 18.15 og leikur ÍR og Njarðvíkur hefst klukkan 20.15. Þeir er í beinni á Stöð 2 Sport og Domino´s Tilþrifin eru síðan strax á eftir. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Keflvíkingar hafa fyrir löngu tryggt sér deildarmeistaratitilinn en það er samt nóg eftir á öðrum vígvöllum í deildinni. Baráttan um heimavallarréttinn, sæti í úrslitakeppninni og að bjarga sér frá falli. Spennan er það mikil að það má búast við því að stærðfræðin verði í aðalhlutverki. Liðin eru því á sama tíma að forðast fall og að reyna að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Þá gæti það haft mikil áhrif á röð liða hvaða lið enda með jafnmörg stig þar sem innbyrðis leikir ráða röð lið ef þau eru með jafnmörg stig. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir vígvellina í æsispennandi lokaumferðum Domino´s deildar karla Deildarmeistarartitillinn: Búið. Keflavík tryggði sér titilinn þegar þrjár umferðir voru eftir. 1. Keflavík 36 stig 2. Þór Þorlákshöfn 28 stig 3. Stjarnan 26 stig Baráttan um annað sætið: Þór Þorlákshöfn og Stjarnan eiga möguleika á öðru sætinu en Þórsarar eru með tveggja stiga forskot og betri innbyrðis stöðu og Stjarnan þarf því að vinna báða sína leiki á meðan Þórsliðið tapar báðum sínum. Þór tryggir sér annað sætið með einum sigri í viðbót eða ef Stjarnan tapar einum leik. 4. Valur 22 stig 5. KR 20 stig 6. Grindavík 20 stig 7. Tindastóll 18 stig Baráttan um heimavallarréttinn: Valur er með tveggja stiga forskot á KR og Grindavík. Valsmenn eru með betri innbyrðis stöðu á móti KR en mæta síðan Grindavík í lokaumferðinni. Það gæti orðið úrslitaleikur um heimavallarréttinn. Grindavík býr að því að liðið vann fyrri leikinn á móti Val. KR er aftur á móti betri innbyrðis á móti Grindavík. Baráttan um sæti í úrslitakeppninni: KR og Grindavík ættu að vera nokkuð örugg í úrslitakeppnina en tölfræðilega geta þau samt setið eftir. Tindastólsliðið er líka í ágætri stöðu en á eftir tvo mjög erfiða leiki á móti Stjörnunni og Grindavík á útivelli. Það eiga hins vegar mörg önnur lið möguleika á sæti í úrslitakeppninni falli úrslitin með þeim og hér lítur út fyrir að staðan gæti orðið mjög flókin þar ef innbyrðis árangur milli margra liða í einu þurfi að ráða sæti liðanna. 8. Þór Akureyri 16 stig 9. ÍR 16 stig 10. Njarðvík 14 stig 11. Höttur 12 stig 12. Haukar 12 stig Fallbaráttan: Liðin sem eru í baráttunni um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina eins og Þór Akureyri og ÍR þurfa líka passa sig á því að þau geta fallið ef allt fer á versta veg. Njarðvíkingar mega ekki vera jafnir Hetti eða Haukum því þeir töpuðu öllum fjórum leikjunum á móti þeim í vetur. Njarðvík er aftur á móti með betri innbyrðis stöðu á móti Þór Ak. og á síðan eftir að spila við ÍR sem liðið vann með sextán stigum í fyrri leik liðanna. Eitt lið gæti fallið strax í kvöld því liðið sem tapar í leik Hauka og Hattar fellur úr deildinni ef Njarðvík vinnur ÍR seinna um kvöldið. Báðir þessir leikir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 18.15 og leikur ÍR og Njarðvíkur hefst klukkan 20.15. Þeir er í beinni á Stöð 2 Sport og Domino´s Tilþrifin eru síðan strax á eftir. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira