Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 15:28 Lögreglumennirnir fjórir sem eru ákærðir vegna dauða Georges Floyd. Frá vinstri: Derek Chauvin, J. Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao. AP/lögreglustjórinn í Hennepin-sýslu Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. Myndband af því þegar fjórir lögreglumenn handtóku Floyd, óvopnaðan blökkumann, fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla í fyrra. Á því sást hvítur lögreglumaður hvíla hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur þrátt fyrir að Floyd segðist ítrekað ekki ná andanum og vegfarendur reyndu að mótmæla aðförunum. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælabylgju gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk um Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Lögreglumaðurinn sem olli dauða Floyd, Derek Chauvin, var sakfelldur fyrir morð og manndráp fyrir ríkisdómstól í Minnesota í síðasta mánuði. Hann bíður nú ákvörðunar refsingar í því máli. Í alríkismálinu sem nú hefur verið höfðað er Chauvin ákærður fyrir að að brjóta gegn frelsi Floyd til að vera laus við ósanngjarna handtöku og valdbeitingu lögreglumanns. Þrír félagar hans eru einnig ákærðir vegna ósanngjarnrar handtöku þar sem þeir stöðvuðu Chauvin ekki þegar hann kraup á hálsi Floyd. Allir fjórir eru ákærðir fyrir að útvega Floyd ekki læknisaðstoð, að sögn AP-fréttastofunnar. Til viðbótar er Chauvin ákærður vegna handtöku sem átti sér stað árið 2017. Þar er hann sakaður um að hafa tekið fjórtán ára dreng hálstaki, borið hann í höfuðið með vasaljósi og síðan hvílt hné sitt á hálsi hans og herðum þar sem hann lá á jörðinni handjárnaður. Þung refsing getur legið við borgararéttindabrotum sem þessum, allt að dauðadómur eða lífstíðarfangelsi. AP segir að slíkt sé þó afar fátítt. Í tilfelli Chauvin gæti hann átt allt frá fjórtán til rúmlega tuttugu og fjögurra ára fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Refsinguna afplánaði hann þá samhliða þeirri refsingu sem hann hlýtur í sjálfu morðmálinu. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33 Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00 Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Myndband af því þegar fjórir lögreglumenn handtóku Floyd, óvopnaðan blökkumann, fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla í fyrra. Á því sást hvítur lögreglumaður hvíla hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur þrátt fyrir að Floyd segðist ítrekað ekki ná andanum og vegfarendur reyndu að mótmæla aðförunum. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælabylgju gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk um Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Lögreglumaðurinn sem olli dauða Floyd, Derek Chauvin, var sakfelldur fyrir morð og manndráp fyrir ríkisdómstól í Minnesota í síðasta mánuði. Hann bíður nú ákvörðunar refsingar í því máli. Í alríkismálinu sem nú hefur verið höfðað er Chauvin ákærður fyrir að að brjóta gegn frelsi Floyd til að vera laus við ósanngjarna handtöku og valdbeitingu lögreglumanns. Þrír félagar hans eru einnig ákærðir vegna ósanngjarnrar handtöku þar sem þeir stöðvuðu Chauvin ekki þegar hann kraup á hálsi Floyd. Allir fjórir eru ákærðir fyrir að útvega Floyd ekki læknisaðstoð, að sögn AP-fréttastofunnar. Til viðbótar er Chauvin ákærður vegna handtöku sem átti sér stað árið 2017. Þar er hann sakaður um að hafa tekið fjórtán ára dreng hálstaki, borið hann í höfuðið með vasaljósi og síðan hvílt hné sitt á hálsi hans og herðum þar sem hann lá á jörðinni handjárnaður. Þung refsing getur legið við borgararéttindabrotum sem þessum, allt að dauðadómur eða lífstíðarfangelsi. AP segir að slíkt sé þó afar fátítt. Í tilfelli Chauvin gæti hann átt allt frá fjórtán til rúmlega tuttugu og fjögurra ára fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Refsinguna afplánaði hann þá samhliða þeirri refsingu sem hann hlýtur í sjálfu morðmálinu.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33 Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00 Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33
Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00
Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08