Að veðja á einstaklinginn Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 9. maí 2021 17:32 Það besta við vorið er að með hlýjum vorvindum fylgir bylgja af jákvæðni og bjartsýni. Það lýsir því fullkomlega hversu bjartsýnir tímar eru fram undan að sjá fjöldann allan af atvinnuauglýsingum í blöðunum þessa dagana. Jafnvel staðarmiðlarnir eru fullir af atvinnutækifærum. Að veðja á fyrirtækin í landinu í Covid-viðspyrnunni hefur sýnilega borgað sig. Að velja að standa með þeim einstaklingum sem mynda verðmætin í landinu var gríðarlega mikilvægt. Það er ósanngjarnt að halda því fram að þannig hafi ekki verið staðið með einstaklingum í landinu. Heldur fólk að einstaklingar í atvinnurekstri reki ekki heimili? Að starfsmenn á hinum almenna markaði eigi ekki sjálfir heimili? Jöfn tækifæri Ég trúi á einstaklinginn. Að hér þurfi að skapa frjálst og opið umhverfi fyrir einstaklinginn til að blómstra. Í kjölfar heimsfaraldurs þurfum við enn frekar að halda uppi frjálslyndum sjónarmiðum. Umhverfið sem við sköpum utan um einstaklinginn þarf að vera þess eðlis að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta krafta sína samfélaginu til góða. Í ljósi þeirrar uppbyggingar sem þarf að vera á samfélaginu í kjölfar mikilla takmarkana er enn mikilvægara að við stöndum með þeim sem hafa frumkvæðið og skapa verðmætin í landinu. Að við stöndum með tækifærum til nýsköpunar og framfara í atvinnulífinu. Við megum ekki vera of feimin við að ræða um mikilvægi einkaframtaksins í verðmætasköpuninni og covid-viðspyrnunni. Þensla ríkisins Þegar í harðbakkann slær þarf að huga að nýjum lausnum. Það þarf að koma hjólunum aftur af stað og til þess kann að þurfa að huga að opinberum fjárfestingum og uppbyggingu á innviðum í landinu. En það þarf líka að huga að því að einfalda umhverfi atvinnulífsins, til dæmis með einföldun á regluverki, skilvirkara samkeppniseftirliti og lægri skattbyrði. Í mínum augum er það rautt flagg að ætla að keyra á aukna þenslu ríkisins og ekkert á að gera fyrir atvinnulífið. Hver borgar brúsann? Það er akkúrat þessi spurning sem skiptir máli þegar taka á ákvarðanir um framtíð Íslands. Ég er nokkuð viss um að unga fólkið og komandi kynslóðir séu ekkert alveg tilbúnar að borga fyrir þær skammsýnu aðgerðir sem sumir flokkar kynna í kosningaherferðum sínum. Margar þessara hugmynda byggja á einhverskonar hugmyndafræði um að ríkissjóður sé einhverskonar opinn tékki. Verkefnin eru kynnt sem skyndilausn á tímabundnum vanda þegar ljóst er að þau munu binda hendur ríkissjóðs til lengri tíma. Einnig væri það hollt og gott ef stjórnmálamenn væru reglulega minntir á þá staðreynd að það er fólkið í landinu sem borgar fyrir þenslu ríkisins. En menn gleyma því að ábyrgð þeirra er mikil og að hlutverk þeirra er ekki að seilast dýpra í vasa almennings eftir hverri góðu hugmyndinni eftir annarri. Það gleymist oft að peningarnir koma ekki af himnum ofan. Þetta eru peningar fólksins í landinu. Aðgerðir ríkisins í uppbyggingu samfélagsins eiga ekki að miða að því að auka umsvif ríkisins. Til að standa sterkari handan heimsfaraldurs þarf að veðja á einstaklinginn. Byggjum opnara samfélag með jafnrétti og frelsi að leiðarljósi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það besta við vorið er að með hlýjum vorvindum fylgir bylgja af jákvæðni og bjartsýni. Það lýsir því fullkomlega hversu bjartsýnir tímar eru fram undan að sjá fjöldann allan af atvinnuauglýsingum í blöðunum þessa dagana. Jafnvel staðarmiðlarnir eru fullir af atvinnutækifærum. Að veðja á fyrirtækin í landinu í Covid-viðspyrnunni hefur sýnilega borgað sig. Að velja að standa með þeim einstaklingum sem mynda verðmætin í landinu var gríðarlega mikilvægt. Það er ósanngjarnt að halda því fram að þannig hafi ekki verið staðið með einstaklingum í landinu. Heldur fólk að einstaklingar í atvinnurekstri reki ekki heimili? Að starfsmenn á hinum almenna markaði eigi ekki sjálfir heimili? Jöfn tækifæri Ég trúi á einstaklinginn. Að hér þurfi að skapa frjálst og opið umhverfi fyrir einstaklinginn til að blómstra. Í kjölfar heimsfaraldurs þurfum við enn frekar að halda uppi frjálslyndum sjónarmiðum. Umhverfið sem við sköpum utan um einstaklinginn þarf að vera þess eðlis að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta krafta sína samfélaginu til góða. Í ljósi þeirrar uppbyggingar sem þarf að vera á samfélaginu í kjölfar mikilla takmarkana er enn mikilvægara að við stöndum með þeim sem hafa frumkvæðið og skapa verðmætin í landinu. Að við stöndum með tækifærum til nýsköpunar og framfara í atvinnulífinu. Við megum ekki vera of feimin við að ræða um mikilvægi einkaframtaksins í verðmætasköpuninni og covid-viðspyrnunni. Þensla ríkisins Þegar í harðbakkann slær þarf að huga að nýjum lausnum. Það þarf að koma hjólunum aftur af stað og til þess kann að þurfa að huga að opinberum fjárfestingum og uppbyggingu á innviðum í landinu. En það þarf líka að huga að því að einfalda umhverfi atvinnulífsins, til dæmis með einföldun á regluverki, skilvirkara samkeppniseftirliti og lægri skattbyrði. Í mínum augum er það rautt flagg að ætla að keyra á aukna þenslu ríkisins og ekkert á að gera fyrir atvinnulífið. Hver borgar brúsann? Það er akkúrat þessi spurning sem skiptir máli þegar taka á ákvarðanir um framtíð Íslands. Ég er nokkuð viss um að unga fólkið og komandi kynslóðir séu ekkert alveg tilbúnar að borga fyrir þær skammsýnu aðgerðir sem sumir flokkar kynna í kosningaherferðum sínum. Margar þessara hugmynda byggja á einhverskonar hugmyndafræði um að ríkissjóður sé einhverskonar opinn tékki. Verkefnin eru kynnt sem skyndilausn á tímabundnum vanda þegar ljóst er að þau munu binda hendur ríkissjóðs til lengri tíma. Einnig væri það hollt og gott ef stjórnmálamenn væru reglulega minntir á þá staðreynd að það er fólkið í landinu sem borgar fyrir þenslu ríkisins. En menn gleyma því að ábyrgð þeirra er mikil og að hlutverk þeirra er ekki að seilast dýpra í vasa almennings eftir hverri góðu hugmyndinni eftir annarri. Það gleymist oft að peningarnir koma ekki af himnum ofan. Þetta eru peningar fólksins í landinu. Aðgerðir ríkisins í uppbyggingu samfélagsins eiga ekki að miða að því að auka umsvif ríkisins. Til að standa sterkari handan heimsfaraldurs þarf að veðja á einstaklinginn. Byggjum opnara samfélag með jafnrétti og frelsi að leiðarljósi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun