Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 16:01 Á okkar heimili spilum við öll tölvuleiki, foreldrar og börn, 40 ára, 38 ára, 18 ára, 15 ára og tæplega 7 ára. Við foreldrarnir ólumst upp með internetinu í hraðri þróun og höfum spilað tölvuleiki frá því við vorum krakkar á tíunda áratugnum. Þeir hafa fylgt okkur alla tíð síðan og skemmt okkur gríðarlega. Alla þá tíð sem við höfum spilað hafa gengið sögur um hættur tölvuleikja (og internetsins), bæði hvað varðar andlega og líkamlega heilsu, og svokallaða stranger danger, eða hættu af ókunnugum. Á sama tíma hefur oft lítil virðing verið borin fyrir því að tölvuleikir eru áhugamál barna og fullorðinna sem veita langflestum sem þá spila mikla ánægju og gleði. Við höfum spilað með börnunum okkar frá því þau voru pínulítil, hvort sem það hefur verið að taka einn hring í Mario Kart á Nintendo, spila World of Warcraft á PC, taka leik í Among Us, spila Fortnite, byggja og dunda okkur í Minecraft og spila allskyns leiki í Roblox svo fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst höfum við fylgt börnunum í gegnum byltingu samfélagsmiðla – sem við höfum heldur ekki bannað, ekki frekar en að okkur hafi verið bannað að fara á internetið á sínum tíma – og kennt þeim góðar og gildar umgengnisreglur þar. Í stað þess að banna og takmarka aðgang að nýrri tækni og miðlum höfum við frekar kynnt okkur þá og hvað börnin hafa áhuga á, kynnt þau fyrir því sem við höfum áhuga á, spilað með þeim og útskýrt hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í heimi tölvuleikjanna, samfélagsmiðlanna og internetsins. Þessi nálgun hefur reynst okkur öllum afar vel og skapað vettvang fyrir traust og góð tengsl okkar á milli. Hræðsluáróður og kreddur eru ekkert nýmæli í umfjöllun um tölvuleiki og skjátíma. Og ekki er laust við að fjölmiðlaumfjöllun og pistlaskrif um þessi fyrirbæri undanfarið hafi einkennst af þessu, hræðsluáróðri og kreddum sem oft eru sprottnar af ákveðinni vanþekkingu á miðlunum sem um ræðir. Flökkusögur hafa farið á flug, stundum stórfurðulegar. Við höfum til dæmis ítrekað orðið vör við að börn hafi það eftir foreldrum sínum að þeim verði rænt ef þau spili Roblox, eða þau véluð inn í eitthvað vafasamt, sögur sem hafa hrætt yngsta drenginn okkar mikið. Tæplega 7 ára drengurinn okkar spilar nefnilega Roblox af miklum móð! Með fullri vitund, leyfi og stuðningi okkar foreldranna. Líkt og Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Netöryggismiðstöð Íslands, sagði í viðtali við RÚV á dögunum er Roblox ekki einn leikur heldur leikjatorg með mörgum leikjum með svipuðu útliti og þar er allskonar misgott í boði. Það er hins vegar ekki svo að sonur okkar sé á eigin vegum, eftirlitslaus að spila hættulega leiki. Það væri óskandi að í stað hræðsluáróðurs væri fólki hreinlega kennt að halda utan um netöryggi barna sinna. Ég ætla því að renna yfir það í fljótu bragði hvernig við höldum utan um drenginn okkar í Roblox ævintýrum hans. Sonur okkar er með sinn eigin reikning á Roblox sem er tengdur við parent accounts sem þýðir að reikningar okkar foreldranna eru tengdir reikningnum hans. Þar getum við stýrt svokölluðum maturity stillingum svo hann rambi ekki óvart inn í leiki með óviðeigandi efni fyrir hans aldur og þroska. Við getum stýrt vinalistanum hans og slökkt á spjalli, bæði almennu spjalli inni í leikjunum og beinum skilaboðum, svo nei, það er enginn ókunnugur að fara að ræða við barnið, og þaðan af síður mæta heim til þess og ræna því! En ef svo færi að opið væri fyrir skilaboð inni í leikjunum þá veit hann að hann þarf að fara eftir þeim grundvallarreglum sem við setjum, annars fær hann ekki að spila. Regla nr. 1 er að gefa aldrei upp raunverulegt nafn í leikjum, heimilisfang eða símanúmer. Regla nr. 2 er að koma fram við aðra spilara af kurteisi og virðingu. Regla nr. 3 er að við þurfum að samþykkja allar vinabeiðnir og við samþykkjum aðeins þá sem við þekkjum og treystum. Sonur okkar er aðeins með okkur fjölskylduna og einn frænda á vinalistanum. Hann hefur stöku sinnum beðið um að fá að samþykkja fleiri á listann en þá höfum við útskýrt að það sé ekki í boði fyrir börn því maður veit ekki hver er á bak við þennan notanda. Meira þarf ekki að segja því hér gildir mottóið okkar: Fræðsla, ekki hræðsla. Kæru foreldrar. Við myndum ekki rétta barni tálgunarhníf og spýtu án þess að kenna því góðar öryggisreglur og umgengni við hnífinn. Við bönnum ekki börnum að hjóla af því að sum börn hafa lent í slysi. Við bönnum ekki börnum að fara út að leika af því þau gætu rekist á ókunnuga. Við setjum á þau hjálm, kennum þeim á umferðina og setjum þeim reglur í samskiptum við ókunnuga. Svo kynnum við okkur hvað þau voru að sýsla, hvert þau fóru og sýnum ferðum þeirra áhuga. Best væri ef við skelltum okkur með þeim í næstu ferð til að kynnast þeirra heimi með okkar eigin augum. Það er nefnilega góður möguleiki á að þið eigið eftir að skemmta ykkur konunglega! Höfundur er þriggja barna móðir, með BA í heimspeki, sem elskar nútímatækni og tölvuleiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Á okkar heimili spilum við öll tölvuleiki, foreldrar og börn, 40 ára, 38 ára, 18 ára, 15 ára og tæplega 7 ára. Við foreldrarnir ólumst upp með internetinu í hraðri þróun og höfum spilað tölvuleiki frá því við vorum krakkar á tíunda áratugnum. Þeir hafa fylgt okkur alla tíð síðan og skemmt okkur gríðarlega. Alla þá tíð sem við höfum spilað hafa gengið sögur um hættur tölvuleikja (og internetsins), bæði hvað varðar andlega og líkamlega heilsu, og svokallaða stranger danger, eða hættu af ókunnugum. Á sama tíma hefur oft lítil virðing verið borin fyrir því að tölvuleikir eru áhugamál barna og fullorðinna sem veita langflestum sem þá spila mikla ánægju og gleði. Við höfum spilað með börnunum okkar frá því þau voru pínulítil, hvort sem það hefur verið að taka einn hring í Mario Kart á Nintendo, spila World of Warcraft á PC, taka leik í Among Us, spila Fortnite, byggja og dunda okkur í Minecraft og spila allskyns leiki í Roblox svo fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst höfum við fylgt börnunum í gegnum byltingu samfélagsmiðla – sem við höfum heldur ekki bannað, ekki frekar en að okkur hafi verið bannað að fara á internetið á sínum tíma – og kennt þeim góðar og gildar umgengnisreglur þar. Í stað þess að banna og takmarka aðgang að nýrri tækni og miðlum höfum við frekar kynnt okkur þá og hvað börnin hafa áhuga á, kynnt þau fyrir því sem við höfum áhuga á, spilað með þeim og útskýrt hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í heimi tölvuleikjanna, samfélagsmiðlanna og internetsins. Þessi nálgun hefur reynst okkur öllum afar vel og skapað vettvang fyrir traust og góð tengsl okkar á milli. Hræðsluáróður og kreddur eru ekkert nýmæli í umfjöllun um tölvuleiki og skjátíma. Og ekki er laust við að fjölmiðlaumfjöllun og pistlaskrif um þessi fyrirbæri undanfarið hafi einkennst af þessu, hræðsluáróðri og kreddum sem oft eru sprottnar af ákveðinni vanþekkingu á miðlunum sem um ræðir. Flökkusögur hafa farið á flug, stundum stórfurðulegar. Við höfum til dæmis ítrekað orðið vör við að börn hafi það eftir foreldrum sínum að þeim verði rænt ef þau spili Roblox, eða þau véluð inn í eitthvað vafasamt, sögur sem hafa hrætt yngsta drenginn okkar mikið. Tæplega 7 ára drengurinn okkar spilar nefnilega Roblox af miklum móð! Með fullri vitund, leyfi og stuðningi okkar foreldranna. Líkt og Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Netöryggismiðstöð Íslands, sagði í viðtali við RÚV á dögunum er Roblox ekki einn leikur heldur leikjatorg með mörgum leikjum með svipuðu útliti og þar er allskonar misgott í boði. Það er hins vegar ekki svo að sonur okkar sé á eigin vegum, eftirlitslaus að spila hættulega leiki. Það væri óskandi að í stað hræðsluáróðurs væri fólki hreinlega kennt að halda utan um netöryggi barna sinna. Ég ætla því að renna yfir það í fljótu bragði hvernig við höldum utan um drenginn okkar í Roblox ævintýrum hans. Sonur okkar er með sinn eigin reikning á Roblox sem er tengdur við parent accounts sem þýðir að reikningar okkar foreldranna eru tengdir reikningnum hans. Þar getum við stýrt svokölluðum maturity stillingum svo hann rambi ekki óvart inn í leiki með óviðeigandi efni fyrir hans aldur og þroska. Við getum stýrt vinalistanum hans og slökkt á spjalli, bæði almennu spjalli inni í leikjunum og beinum skilaboðum, svo nei, það er enginn ókunnugur að fara að ræða við barnið, og þaðan af síður mæta heim til þess og ræna því! En ef svo færi að opið væri fyrir skilaboð inni í leikjunum þá veit hann að hann þarf að fara eftir þeim grundvallarreglum sem við setjum, annars fær hann ekki að spila. Regla nr. 1 er að gefa aldrei upp raunverulegt nafn í leikjum, heimilisfang eða símanúmer. Regla nr. 2 er að koma fram við aðra spilara af kurteisi og virðingu. Regla nr. 3 er að við þurfum að samþykkja allar vinabeiðnir og við samþykkjum aðeins þá sem við þekkjum og treystum. Sonur okkar er aðeins með okkur fjölskylduna og einn frænda á vinalistanum. Hann hefur stöku sinnum beðið um að fá að samþykkja fleiri á listann en þá höfum við útskýrt að það sé ekki í boði fyrir börn því maður veit ekki hver er á bak við þennan notanda. Meira þarf ekki að segja því hér gildir mottóið okkar: Fræðsla, ekki hræðsla. Kæru foreldrar. Við myndum ekki rétta barni tálgunarhníf og spýtu án þess að kenna því góðar öryggisreglur og umgengni við hnífinn. Við bönnum ekki börnum að hjóla af því að sum börn hafa lent í slysi. Við bönnum ekki börnum að fara út að leika af því þau gætu rekist á ókunnuga. Við setjum á þau hjálm, kennum þeim á umferðina og setjum þeim reglur í samskiptum við ókunnuga. Svo kynnum við okkur hvað þau voru að sýsla, hvert þau fóru og sýnum ferðum þeirra áhuga. Best væri ef við skelltum okkur með þeim í næstu ferð til að kynnast þeirra heimi með okkar eigin augum. Það er nefnilega góður möguleiki á að þið eigið eftir að skemmta ykkur konunglega! Höfundur er þriggja barna móðir, með BA í heimspeki, sem elskar nútímatækni og tölvuleiki.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar