Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 08:00 Russell Westbrook skrifaði NBA-söguna í nótt. getty/Casey Sykes Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Westbrook náði sinni 182. þrennu á ferlinum þegar hann tók frákast þegar átta og hálf mínúta voru eftir af leik Atlanta Hawks og Washington Wizards. Hann bætti þar með met Robertsons sem hafði staðið í 47 ár. Russell Westbrook's 10th rebound tonight gives him 182 career triple-doubles, the MOST in @NBAHistory! pic.twitter.com/n99l8SVrqS— NBA (@NBA) May 11, 2021 Congrats to @russwest44 of the @WashWizards for setting the ALL-TIME RECORD for TRIPLE-DOUBLES! pic.twitter.com/pTuaUaEr1i— NBA (@NBA) May 11, 2021 Westbrook skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í naumu tapi Washington, 125-124. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Galdramönnunum sigurinn en þriggja stiga skot hans þegar tvær sekúndur voru eftir geigaði. Washington lék án Bradleys Beal, næststigahæsta leikmanns NBA, í nótt. Russell Westbrook (28 PTS, 13 REB, 21 AST) passes Oscar Robertson for the MOST TRIPLE-DOUBLES in NBA history!@russwest44 x @WashWizards pic.twitter.com/60hCVLKUtR— NBA (@NBA) May 11, 2021 The Big O, Magic, and more congratulate Russ!#WES182OOK | @russswest44 pic.twitter.com/eObUZ3Pmv2— Washington Wizards (@WashWizards) May 11, 2021 Trae Young skoraði 36 stig fyrir Atlanta og John Collins 28. Bogdan Bogdanovic heldur áfram að spila vel fyrir Haukana og skoraði 25 stig. 36 points, 9 dimes for @TheTraeYoung in the @ATLHawks win. pic.twitter.com/fAm7JPm5MI— NBA (@NBA) May 11, 2021 Stephen Curry skoraði 36 stig þegar Golden State Warriors sigraði Utah Jazz, topplið Vesturdeildarinnar, 119-116. Með sigrinum tryggði Golden State sér sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Curry er stigahæstur í deildinni með 31,9 stig að meðaltali í leik. Hann skoraði ellefu stig af vítalínunni í nótt og setti niður stórt þriggja stiga skot undir lokin. Curry hefur þó oft hitt betur úr þristum en í nótt. 36 points for @StephenCurry30 7th straight game with 30+ points Game-winning triple with 13.4 leftSteph keeps the @warriors in the #8 spot out West! pic.twitter.com/IA3EfzWvxs— NBA (@NBA) May 11, 2021 Jordan Clarkson skoraði 41 stig fyrir Utah og Bojan Bogdanovic 27 stig. Donovan Mitchell og Mike Conley léku ekki með liðinu í nótt. Memphis Grizzlies tryggði sér einnig sæti í umspilinu með sigri á New Orleans Pelicans, 115-110. Dillon Brooks skoraði 23 stig fyrir Memphis og Jonas Valanciunas var með tuttugu stig og ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Atlanta 125-124 Washington Golden State 119-116 Utah Memphis 115-110 New Orleans Cleveland 102-111 Indiana San Antonio 146-125 Milwaukee Portland 140-129 Houston NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Westbrook náði sinni 182. þrennu á ferlinum þegar hann tók frákast þegar átta og hálf mínúta voru eftir af leik Atlanta Hawks og Washington Wizards. Hann bætti þar með met Robertsons sem hafði staðið í 47 ár. Russell Westbrook's 10th rebound tonight gives him 182 career triple-doubles, the MOST in @NBAHistory! pic.twitter.com/n99l8SVrqS— NBA (@NBA) May 11, 2021 Congrats to @russwest44 of the @WashWizards for setting the ALL-TIME RECORD for TRIPLE-DOUBLES! pic.twitter.com/pTuaUaEr1i— NBA (@NBA) May 11, 2021 Westbrook skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í naumu tapi Washington, 125-124. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Galdramönnunum sigurinn en þriggja stiga skot hans þegar tvær sekúndur voru eftir geigaði. Washington lék án Bradleys Beal, næststigahæsta leikmanns NBA, í nótt. Russell Westbrook (28 PTS, 13 REB, 21 AST) passes Oscar Robertson for the MOST TRIPLE-DOUBLES in NBA history!@russwest44 x @WashWizards pic.twitter.com/60hCVLKUtR— NBA (@NBA) May 11, 2021 The Big O, Magic, and more congratulate Russ!#WES182OOK | @russswest44 pic.twitter.com/eObUZ3Pmv2— Washington Wizards (@WashWizards) May 11, 2021 Trae Young skoraði 36 stig fyrir Atlanta og John Collins 28. Bogdan Bogdanovic heldur áfram að spila vel fyrir Haukana og skoraði 25 stig. 36 points, 9 dimes for @TheTraeYoung in the @ATLHawks win. pic.twitter.com/fAm7JPm5MI— NBA (@NBA) May 11, 2021 Stephen Curry skoraði 36 stig þegar Golden State Warriors sigraði Utah Jazz, topplið Vesturdeildarinnar, 119-116. Með sigrinum tryggði Golden State sér sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Curry er stigahæstur í deildinni með 31,9 stig að meðaltali í leik. Hann skoraði ellefu stig af vítalínunni í nótt og setti niður stórt þriggja stiga skot undir lokin. Curry hefur þó oft hitt betur úr þristum en í nótt. 36 points for @StephenCurry30 7th straight game with 30+ points Game-winning triple with 13.4 leftSteph keeps the @warriors in the #8 spot out West! pic.twitter.com/IA3EfzWvxs— NBA (@NBA) May 11, 2021 Jordan Clarkson skoraði 41 stig fyrir Utah og Bojan Bogdanovic 27 stig. Donovan Mitchell og Mike Conley léku ekki með liðinu í nótt. Memphis Grizzlies tryggði sér einnig sæti í umspilinu með sigri á New Orleans Pelicans, 115-110. Dillon Brooks skoraði 23 stig fyrir Memphis og Jonas Valanciunas var með tuttugu stig og ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Atlanta 125-124 Washington Golden State 119-116 Utah Memphis 115-110 New Orleans Cleveland 102-111 Indiana San Antonio 146-125 Milwaukee Portland 140-129 Houston NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Atlanta 125-124 Washington Golden State 119-116 Utah Memphis 115-110 New Orleans Cleveland 102-111 Indiana San Antonio 146-125 Milwaukee Portland 140-129 Houston
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira