Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 08:30 Samherjar Devins Booker fagna með honum eftir að hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers. getty/Christian Petersen Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. Úrslit leiksins réðust á vítalínunni. Robert Covington hefði getað tryggt Portland sigurinn en klikkaði á tveimur vítaskotum þegar 4,4 sekúndur voru eftir. Í lokasókn Phoenix var brotið á Booker þegar 2,4 sekúndur voru eftir. Hann var ískaldur á vítalínunni, setti bæði vítin niður og kláraði dæmið fyrir Portland. Booker átti annars ekkert sérstakan leik, skoraði átján stig og klikkaði á tólf af sautján skotum sínum utan af velli. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar og á enn möguleika á að ná efsta sætinu af Utah Jazz. Chris Paul var stigahæstur í liði Phoenix með 26 stig. 11 in the 4Q for @campayne 8 in the 4Q for @CP3Payne & Paul go 8-9 in the final quarter to bring the @Suns to within 1 game of 1st place out West! pic.twitter.com/nGfUiOPLBQ— NBA (@NBA) May 14, 2021 Damian Lillard skoraði 41 stig fyrir Portland sem hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Fyrir leikinn í nótt hafði Portland unnið fimm leiki í röð. Miami Heat er eitt heitasta lið NBA um þessar mundir og vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sigraði Philadelphia 76ers, topplið Austurdeildarinnar, 106-94. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami gegn sínu gamla liði. Bam Adebayo var með átján stig, tólf fráköst og átta stoðsendingar. Tyler Herro skoraði einnig átján stig. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Bam Adebayo keeps the @MiamiHEAT just a half game behind ATL for #4 in the East!@Bam1of1: 18 PTS, 12 REB, 8 AST pic.twitter.com/LRdxdc9q04— NBA (@NBA) May 14, 2021 New York Knicks komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann San Antonio Spurs, 102-98. Knicks á enn möguleika á að ná 4. sætinu í Austurdeildinni sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Alec Burks skoraði þrjátíu stig fyrir Knicks og tók tíu fráköst. Julius Randle var með 25 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar og RJ Barrett skilaði 24 stigum og níu fráköstum. @AlecBurks10 keeps the #6 seed @nyknicks within 0.5 games of #4 in the East!30 points (season high)10 rebounds pic.twitter.com/5itNkowphz— NBA (@NBA) May 14, 2021 Þrátt fyrir tapið er San Antonio öruggt með sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni þar sem Sacramento Kings tapaði fyrir Memphis Grizzlies, 116-110. Úrslitin í nótt Phoenix 118-117 Portland Miami 106-94 Philadelphia NY Knicks 102-98 San Antonio Charlotte 90-113 LA Clippers Indiana 133-142 Milwaukee Atlanta 116-93 Orlando Chicago 114-102 Toronto Memphis 116-110 Sacramento Minnesota 103-114 Denver NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” Sjá meira
Úrslit leiksins réðust á vítalínunni. Robert Covington hefði getað tryggt Portland sigurinn en klikkaði á tveimur vítaskotum þegar 4,4 sekúndur voru eftir. Í lokasókn Phoenix var brotið á Booker þegar 2,4 sekúndur voru eftir. Hann var ískaldur á vítalínunni, setti bæði vítin niður og kláraði dæmið fyrir Portland. Booker átti annars ekkert sérstakan leik, skoraði átján stig og klikkaði á tólf af sautján skotum sínum utan af velli. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar og á enn möguleika á að ná efsta sætinu af Utah Jazz. Chris Paul var stigahæstur í liði Phoenix með 26 stig. 11 in the 4Q for @campayne 8 in the 4Q for @CP3Payne & Paul go 8-9 in the final quarter to bring the @Suns to within 1 game of 1st place out West! pic.twitter.com/nGfUiOPLBQ— NBA (@NBA) May 14, 2021 Damian Lillard skoraði 41 stig fyrir Portland sem hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Fyrir leikinn í nótt hafði Portland unnið fimm leiki í röð. Miami Heat er eitt heitasta lið NBA um þessar mundir og vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sigraði Philadelphia 76ers, topplið Austurdeildarinnar, 106-94. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami gegn sínu gamla liði. Bam Adebayo var með átján stig, tólf fráköst og átta stoðsendingar. Tyler Herro skoraði einnig átján stig. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Bam Adebayo keeps the @MiamiHEAT just a half game behind ATL for #4 in the East!@Bam1of1: 18 PTS, 12 REB, 8 AST pic.twitter.com/LRdxdc9q04— NBA (@NBA) May 14, 2021 New York Knicks komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann San Antonio Spurs, 102-98. Knicks á enn möguleika á að ná 4. sætinu í Austurdeildinni sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Alec Burks skoraði þrjátíu stig fyrir Knicks og tók tíu fráköst. Julius Randle var með 25 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar og RJ Barrett skilaði 24 stigum og níu fráköstum. @AlecBurks10 keeps the #6 seed @nyknicks within 0.5 games of #4 in the East!30 points (season high)10 rebounds pic.twitter.com/5itNkowphz— NBA (@NBA) May 14, 2021 Þrátt fyrir tapið er San Antonio öruggt með sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni þar sem Sacramento Kings tapaði fyrir Memphis Grizzlies, 116-110. Úrslitin í nótt Phoenix 118-117 Portland Miami 106-94 Philadelphia NY Knicks 102-98 San Antonio Charlotte 90-113 LA Clippers Indiana 133-142 Milwaukee Atlanta 116-93 Orlando Chicago 114-102 Toronto Memphis 116-110 Sacramento Minnesota 103-114 Denver NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Phoenix 118-117 Portland Miami 106-94 Philadelphia NY Knicks 102-98 San Antonio Charlotte 90-113 LA Clippers Indiana 133-142 Milwaukee Atlanta 116-93 Orlando Chicago 114-102 Toronto Memphis 116-110 Sacramento Minnesota 103-114 Denver
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” Sjá meira