Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 18:18 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision. Vísir/kolbeinn tumi Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva greindi fyrst frá smitinu í yfirlýsingu í dag. Íslenski hópurinn var þannig fjarri góðu gamni á opnunarathöfn keppninnar í Rotterdam nú síðdegis. Fjarverandi voru einnig pólski hópurinn, þar sem smit kom upp í gær, auk fulltrúa Rúmeníu og Möltu, sem eru á sama hóteli og Ísland og Pólland. „Það er náttúrulega öllum dálítið brugðið að sjálfsögðu, þetta er eitthvað sem við höfðum séð sem möguleika. Við erum á hárauðu svæði í Hollandi, hér hittast þjóðir sem margar hverjar eru að eiga við Covid þessa dagana þannig að það var alveg vitað að það væri möguleiki,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, í samtali við fréttastofu - úr sóttkví á hótelherbergi sínu í Rotterdam. Algjörlega í opna skjöldu Hópurinn var bólusettur með bóluefni Janssen fyrir brottför og Felix telur að í því ætti að vera fólgin ágæt vörn. Sá sem greindist er ekki í Eurovision-atriðinu sjálfu en Felix segir viðkomandi ekki finna fyrir neinum einkennum. „Og þetta kom viðkomandi algjörlega í opna skjöldu þegar þetta gerðist í dag. Viðkomandi ætlaði bara út að hlaupa og taka daginn rólega, það er fallegt veður og svona, á meðan við hin færum á „teppið“ [opnunarhátíð Eurovision] en það varð ekki, því miður,“ segir Felix. „En það kom upp smit í pólska hópnum og þá fékk maður strax svona vonda tilfinningu, að það væri Covid á hótelinu.“ Íslenski hópurinn var sendur í sýnatöku í dag en niðurstöðu er að vænta á morgun. Þá tekur við nokkurra daga sóttkví. Ísland verður þó með í keppninni sama hvað, þó að sóttkvíin teygi sig fram yfir seinna undankvöld Eurovision á fimmtudag. „Til að bæta þetta enn meira var æfingin okkar mjög góð á fimmtudaginn og ef allt um þrýtur verður hún notuð,“ segir Felix. Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva greindi fyrst frá smitinu í yfirlýsingu í dag. Íslenski hópurinn var þannig fjarri góðu gamni á opnunarathöfn keppninnar í Rotterdam nú síðdegis. Fjarverandi voru einnig pólski hópurinn, þar sem smit kom upp í gær, auk fulltrúa Rúmeníu og Möltu, sem eru á sama hóteli og Ísland og Pólland. „Það er náttúrulega öllum dálítið brugðið að sjálfsögðu, þetta er eitthvað sem við höfðum séð sem möguleika. Við erum á hárauðu svæði í Hollandi, hér hittast þjóðir sem margar hverjar eru að eiga við Covid þessa dagana þannig að það var alveg vitað að það væri möguleiki,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, í samtali við fréttastofu - úr sóttkví á hótelherbergi sínu í Rotterdam. Algjörlega í opna skjöldu Hópurinn var bólusettur með bóluefni Janssen fyrir brottför og Felix telur að í því ætti að vera fólgin ágæt vörn. Sá sem greindist er ekki í Eurovision-atriðinu sjálfu en Felix segir viðkomandi ekki finna fyrir neinum einkennum. „Og þetta kom viðkomandi algjörlega í opna skjöldu þegar þetta gerðist í dag. Viðkomandi ætlaði bara út að hlaupa og taka daginn rólega, það er fallegt veður og svona, á meðan við hin færum á „teppið“ [opnunarhátíð Eurovision] en það varð ekki, því miður,“ segir Felix. „En það kom upp smit í pólska hópnum og þá fékk maður strax svona vonda tilfinningu, að það væri Covid á hótelinu.“ Íslenski hópurinn var sendur í sýnatöku í dag en niðurstöðu er að vænta á morgun. Þá tekur við nokkurra daga sóttkví. Ísland verður þó með í keppninni sama hvað, þó að sóttkvíin teygi sig fram yfir seinna undankvöld Eurovision á fimmtudag. „Til að bæta þetta enn meira var æfingin okkar mjög góð á fimmtudaginn og ef allt um þrýtur verður hún notuð,“ segir Felix.
Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41
Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45
Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24