Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 15:08 Sex af níu dómurum við Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg eru íhaldsmenn. Þeir gætu ákveðið að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs í máli MIssisippi-ríkis. AP/Patrick Semansky Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum vonast til þess að mál sem Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti að taka fyrir í dag geti þrengt að rétti kvenna til þess. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Málið sem Hæstiréttur Bandaríkjanna tilkynnti að hann tæki til meðferðar á næsta starfsári sínu varðar lög sem voru samþykkt í Mississippi árið 2018 og myndu banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu. Alríkisáfrýjunardómstóll taldi að lögin stríddu gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs og felldi þau úr gildi. AP-fréttastofan segir líklegt að rétturinn taki málið til meðferðar í haust. Í grunninn snúist það um hvort að einstök ríki Bandaríkjanna geti bannað þungunarrof áður en fóstur er talið geta lifað af utan móðurkviðs. Íhaldssamur meirihluti við réttinn gæti nú ákveðið að takmarka verulega þennan rétt kvenna. Íhaldssamir repúblikanar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna hafa samþykkt fjölda laga sem þrengir að rétti til þungunarrofs undanfarin misseri. Dómstólar hafa ógilt þau í mörgum tilfellum. Markmið andstæðinga þungunarrofs er þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki eitt þeirra mála upp og nýr meirihluti íhaldssamra dómara sem eru andsnúnir þungunarrofi breyti fordæminu sem var sett í svonefndu Roe gegn Wade máli frá 1973. Málið sem Hæstiréttur hefur nú tekið upp á sína arma er ekki það eina sem varðar lög um þungunarrof í Mississippi. Önnur lög sem ríkisþingið þar samþykkti og bönnuðu þungunarrof allt niður að sjöttu viku meðgöngu velkjast einnig um fyrir dómstólum. Fleiri ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum hafa samþykkt sambærilega löggjöf um að bann þungunarrof þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri. Bandaríkin Þungunarrof Trúmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Málið sem Hæstiréttur Bandaríkjanna tilkynnti að hann tæki til meðferðar á næsta starfsári sínu varðar lög sem voru samþykkt í Mississippi árið 2018 og myndu banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu. Alríkisáfrýjunardómstóll taldi að lögin stríddu gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs og felldi þau úr gildi. AP-fréttastofan segir líklegt að rétturinn taki málið til meðferðar í haust. Í grunninn snúist það um hvort að einstök ríki Bandaríkjanna geti bannað þungunarrof áður en fóstur er talið geta lifað af utan móðurkviðs. Íhaldssamur meirihluti við réttinn gæti nú ákveðið að takmarka verulega þennan rétt kvenna. Íhaldssamir repúblikanar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna hafa samþykkt fjölda laga sem þrengir að rétti til þungunarrofs undanfarin misseri. Dómstólar hafa ógilt þau í mörgum tilfellum. Markmið andstæðinga þungunarrofs er þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki eitt þeirra mála upp og nýr meirihluti íhaldssamra dómara sem eru andsnúnir þungunarrofi breyti fordæminu sem var sett í svonefndu Roe gegn Wade máli frá 1973. Málið sem Hæstiréttur hefur nú tekið upp á sína arma er ekki það eina sem varðar lög um þungunarrof í Mississippi. Önnur lög sem ríkisþingið þar samþykkti og bönnuðu þungunarrof allt niður að sjöttu viku meðgöngu velkjast einnig um fyrir dómstólum. Fleiri ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum hafa samþykkt sambærilega löggjöf um að bann þungunarrof þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri.
Bandaríkin Þungunarrof Trúmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06