„Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Snorri Másson skrifar 17. maí 2021 22:00 Allir fara í kynjafræði í Borgó, nema listnemar. Kynjafræðikennari telur þó að pressan á brautina að gera fagið að skyldu sé að verða sífellt meiri. Vísir/Vilhelm Kynjafræði varð skylduáfangi fyrir iðnnema í Borgarholtsskóla um áramótin. Héðan af er alveg sama hvort nemi er á félagsfræðibraut, í vélvirkjanámi eða stálsmíði: Hann tekur heilan kynjafræðiáfanga ef hann ætlar að útskrifast úr Borgó. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur haft veg og vanda af kynjafræði í skólanum frá 2007, þegar skólinn varð fyrstur framhaldsskóla til að bjóða upp á greinina sem valáfanga. Nú, fjórtán árum síðar, fara hátt í 80% allra nemenda Borgó í gegnum kynjafræði. Þeir eru um 1.100 eins og stendur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynja- og félagsfræðikennari við Borgarholtsskóla. „Þetta er orðið svo mikið að við erum tvær að kenna þetta,“ segir Hanna Björg, sem tók þó við fyrsta skylduhópnum úr iðnnámi í vetur. Áhugaverðast þar er auðvitað að hópurinn samanstendur næstum því alfarið af strákum. „Þeir voru sumir svolítið skrýtnir í framan,“ segir Hanna og hefur eftir einum efasemdarmanninum: „Ég ætla að vera bifvélavirki. Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Það var þannig töluverð áskorun að lempa drengina en þar kom að þeir sáu margir ljósið, eins og Hanna orðar það. „Þeir skrifa skýrslu og gera upp áfangann í lok annar og veistu, gullmolarnir sem ég er að lesa eftir þessar elskur.“ Þannig segjast drengirnir hafa verið neikvæðir gagnvart þessu framan af en eru nú mjög sáttir og segjast hafa lært helling. „Það er líka mamma búin að hafa samband við mig og þakka fyrir þetta. Drengurinn er þá búinn að vera við matarborðið að ræða málin við móður sína og systur.“ Hanna er síður en svo á því að kynjafræði verði óþörf eftir því sem fleiri vakna til vitundar um málefni kynjanna og segir að umræða á samfélagsmiðlum sé enn í skotgröfunum. „Umræðan er samhengislaus og sundurlaus oft á tíðum og þá er betra að setjast niður í öruggu rými kennslustofunnar og tala saman,“ segir Hanna. Hanna gerir ekki ráð fyrir öðru en að góður árangur í Borgó verði til þess að rúlla af stað snjóbolta inn í aðra framhaldsskóla, sem margir eru þegar farnir að innleiða kynjafræði. Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 Hreyfiaflið er í skólastofunni Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. 22. mars 2021 14:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur haft veg og vanda af kynjafræði í skólanum frá 2007, þegar skólinn varð fyrstur framhaldsskóla til að bjóða upp á greinina sem valáfanga. Nú, fjórtán árum síðar, fara hátt í 80% allra nemenda Borgó í gegnum kynjafræði. Þeir eru um 1.100 eins og stendur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynja- og félagsfræðikennari við Borgarholtsskóla. „Þetta er orðið svo mikið að við erum tvær að kenna þetta,“ segir Hanna Björg, sem tók þó við fyrsta skylduhópnum úr iðnnámi í vetur. Áhugaverðast þar er auðvitað að hópurinn samanstendur næstum því alfarið af strákum. „Þeir voru sumir svolítið skrýtnir í framan,“ segir Hanna og hefur eftir einum efasemdarmanninum: „Ég ætla að vera bifvélavirki. Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Það var þannig töluverð áskorun að lempa drengina en þar kom að þeir sáu margir ljósið, eins og Hanna orðar það. „Þeir skrifa skýrslu og gera upp áfangann í lok annar og veistu, gullmolarnir sem ég er að lesa eftir þessar elskur.“ Þannig segjast drengirnir hafa verið neikvæðir gagnvart þessu framan af en eru nú mjög sáttir og segjast hafa lært helling. „Það er líka mamma búin að hafa samband við mig og þakka fyrir þetta. Drengurinn er þá búinn að vera við matarborðið að ræða málin við móður sína og systur.“ Hanna er síður en svo á því að kynjafræði verði óþörf eftir því sem fleiri vakna til vitundar um málefni kynjanna og segir að umræða á samfélagsmiðlum sé enn í skotgröfunum. „Umræðan er samhengislaus og sundurlaus oft á tíðum og þá er betra að setjast niður í öruggu rými kennslustofunnar og tala saman,“ segir Hanna. Hanna gerir ekki ráð fyrir öðru en að góður árangur í Borgó verði til þess að rúlla af stað snjóbolta inn í aðra framhaldsskóla, sem margir eru þegar farnir að innleiða kynjafræði.
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 Hreyfiaflið er í skólastofunni Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. 22. mars 2021 14:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15
Hreyfiaflið er í skólastofunni Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. 22. mars 2021 14:30