Fyrrverandi aðstoðarkona kærir Manson fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. maí 2021 12:54 Walters hefur sakað Manson um kynferðisofbeldi. Getty/Toni Anne Barson Ashley Walters, fyrrverandi aðstoðarkona söngvarans Marilyn Manson, hefur kært hann fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar. Walters sakaði söngvarann opinberlega um ofbeldi í febrúar síðastliðnum en hefur nú kært það til lögreglu. Í kærunni kemur fram að Manson hafi verið hræðilegur og ofbeldisfullur yfirmaður. Hann hafi hvatt vini sína til þess að káfa á Walters og kyssa hana og að hann hafi látið hana vinna í allt að 48 klukkutíma í einu. Manson hefur neitað öllum ásökunum, að sögn lögmanna hans. Lögmenn Walters halda því fram að Manson hafi nýtt sér stöðu sína og völd til þess að notfæra sér og níðast á fyrrverandi starfsmanni sínum, sem hafi á sínum tíma verið ljósmyndari á uppleið. Þeir segja Manson hafa lokkað Walters til starfa með því loforði að hann myndi nýta sér völd sín og sambönd í listakreðsum vestanhafs til þess að koma Walters á framfæri. Að sögn Walters kynntust þau Manson árið 2010, þegar hún var 26 ára gömul og hann 41 árs, í gegn um MySpace. Hún segir Manson hafa sent sér skilaboð á síðunni, þar sem hann dáðist að ljósmyndunum hennar. Í kjölfarið hafi hann boðið henni á heimili sitt í Hollywood til að ræða mögulegt samstarf og skoða listaverk sem hann átti. Hún segir þá að hún hafi reynt að yfirgefa heimili hans um klukkan tvö um nóttina en hann hafi sagt henni að bíll hennar væri fastur í bílastæðahúsinu til klukkan 7 um morguninn. Þá hafi Manson beðið Walters um að taka ljósmyndir af sér, og að á einum tímapunkti hafi hann beðið hana um að fara úr að ofan. Seinna um nóttina hafi hann svo nauðgað henni. Manson bauð Walters síðar stöðu aðstoðarmanns og bauðst hann til þess að tvöfalda laun hennar. Þá segir í kærunni að hann hafi lofað henni ljósmyndaverkefnum og ferðalögum. Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Í kærunni kemur fram að Manson hafi verið hræðilegur og ofbeldisfullur yfirmaður. Hann hafi hvatt vini sína til þess að káfa á Walters og kyssa hana og að hann hafi látið hana vinna í allt að 48 klukkutíma í einu. Manson hefur neitað öllum ásökunum, að sögn lögmanna hans. Lögmenn Walters halda því fram að Manson hafi nýtt sér stöðu sína og völd til þess að notfæra sér og níðast á fyrrverandi starfsmanni sínum, sem hafi á sínum tíma verið ljósmyndari á uppleið. Þeir segja Manson hafa lokkað Walters til starfa með því loforði að hann myndi nýta sér völd sín og sambönd í listakreðsum vestanhafs til þess að koma Walters á framfæri. Að sögn Walters kynntust þau Manson árið 2010, þegar hún var 26 ára gömul og hann 41 árs, í gegn um MySpace. Hún segir Manson hafa sent sér skilaboð á síðunni, þar sem hann dáðist að ljósmyndunum hennar. Í kjölfarið hafi hann boðið henni á heimili sitt í Hollywood til að ræða mögulegt samstarf og skoða listaverk sem hann átti. Hún segir þá að hún hafi reynt að yfirgefa heimili hans um klukkan tvö um nóttina en hann hafi sagt henni að bíll hennar væri fastur í bílastæðahúsinu til klukkan 7 um morguninn. Þá hafi Manson beðið Walters um að taka ljósmyndir af sér, og að á einum tímapunkti hafi hann beðið hana um að fara úr að ofan. Seinna um nóttina hafi hann svo nauðgað henni. Manson bauð Walters síðar stöðu aðstoðarmanns og bauðst hann til þess að tvöfalda laun hennar. Þá segir í kærunni að hann hafi lofað henni ljósmyndaverkefnum og ferðalögum.
Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira