Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2021 14:43 Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld. Gísli Berg Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun. Hvernig líður hópnum? „Ég held það séu fyrst og fremst vonbrigði og fyrst og fremst umhyggja með þeim sem eru smituð í hópnum okkar. Þetta er alveg ótrúleg óheppni að þetta séum við sem lendum í þessu. En ég hef gjarnan sagt að það hefði verið ótrúlegt að fara í gegnum þessa keppni án þess að neitt kæmi upp, en mikið afskaplega vildi ég að þetta hefðum ekki verið við, en það er því miður svona,“ segir Felix. Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Jóhann Sigurður segir frá því að hann sé smitaður í tilfinningaþrungnu „story“ á Instagram-síðu Gagnamagnsins. Einn fyrir alla og allir fyrir einn Felix segir það ekki koma til greina að hópurinn flytji atriðið á morgun án Jóhanns. „Það gengur ekki fyrir Gagnamagnið. Þar er einn fyrir alla og allir fyrir einn og atriðið hefði ekki gengið upp án þess að allir væru á sviði og það verður því notast við æfinguna. Daði er mjög ákveðinn í því. Gagnamagnið var sett saman til að taka þátt í Eurovision og ef einn vantar þá stíga þau ekki á svið, það er bara mjög virðingarverð afstaða og í raun hefði það ekki gengið. Þetta er búið að vera í æfingu í marga mánuði með þessa sex aðila og það hefði enginn geta stigið inn í þetta. Þau eru þrjú sem spila á gítar og ef að einn vantar þá er hringurinn ekki fullkomnaður og þetta gekk bara ekki upp svona,“ segir Felix. Felix segir að sem betur fer finni Jóhann og hinn smitaði einstaklingurinn, sem tilheyrir hópnum, lítið fyrir veikindunum. Þá segir hann smitin hafi komið öllum í opna skjöldu enda hafi hópurinn farið einstaklega varlega í Rotterdam. Ekki hefur verið gefið upp hver sá fyrsti sem smitaðist í hópnum er en Felix segir að um sé að ræða starfsmann í hópnum. „Eitthvað sem hefur gert á hótelinu“ „Einn af þeim sem er að vinna að atriðinu og öðru slíku. Þetta er fjórtán manna hópur sem hefur verið að vinna að þessu verkefni og það hefur engin utanaðkomandi komið inn í þennan hóp. Við höfum afþakkað allar heimsóknir. Hér hafa fjölmargir vilja koma hitta okkur, sendiherrar og aðrir og stuðningsmenn, en við höfum hafnað öllum heimsóknum. Við tókum ekki maka með að þessu sinni og það eru engir foreldrar í heimsókn. Það er engin hér nema við. Þetta er eitthvað sem hefur gerst hér inni á hótelinu og við höfum ekki hugmynd um hvernig þetta hefur gerst,“ segir Felix. Telur að Íslendingar verði stoltir Felix segir æfingu Gagnamagnsins, sem verður notuð í dómararennslinu í kvöld og sömuleiðis annað kvöld, hafa gengið mjög vel. „Ég held að Íslendingar verði mjög stoltir þegar þetta birtist á skjánum annað kvöld. Lagið og atriðið stendur algjörlega fyrir sínu og þetta er auðvitað fyrst og fremst sjónvarpsþáttur,“ segir Felix Bergsson. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Hvernig líður hópnum? „Ég held það séu fyrst og fremst vonbrigði og fyrst og fremst umhyggja með þeim sem eru smituð í hópnum okkar. Þetta er alveg ótrúleg óheppni að þetta séum við sem lendum í þessu. En ég hef gjarnan sagt að það hefði verið ótrúlegt að fara í gegnum þessa keppni án þess að neitt kæmi upp, en mikið afskaplega vildi ég að þetta hefðum ekki verið við, en það er því miður svona,“ segir Felix. Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Jóhann Sigurður segir frá því að hann sé smitaður í tilfinningaþrungnu „story“ á Instagram-síðu Gagnamagnsins. Einn fyrir alla og allir fyrir einn Felix segir það ekki koma til greina að hópurinn flytji atriðið á morgun án Jóhanns. „Það gengur ekki fyrir Gagnamagnið. Þar er einn fyrir alla og allir fyrir einn og atriðið hefði ekki gengið upp án þess að allir væru á sviði og það verður því notast við æfinguna. Daði er mjög ákveðinn í því. Gagnamagnið var sett saman til að taka þátt í Eurovision og ef einn vantar þá stíga þau ekki á svið, það er bara mjög virðingarverð afstaða og í raun hefði það ekki gengið. Þetta er búið að vera í æfingu í marga mánuði með þessa sex aðila og það hefði enginn geta stigið inn í þetta. Þau eru þrjú sem spila á gítar og ef að einn vantar þá er hringurinn ekki fullkomnaður og þetta gekk bara ekki upp svona,“ segir Felix. Felix segir að sem betur fer finni Jóhann og hinn smitaði einstaklingurinn, sem tilheyrir hópnum, lítið fyrir veikindunum. Þá segir hann smitin hafi komið öllum í opna skjöldu enda hafi hópurinn farið einstaklega varlega í Rotterdam. Ekki hefur verið gefið upp hver sá fyrsti sem smitaðist í hópnum er en Felix segir að um sé að ræða starfsmann í hópnum. „Eitthvað sem hefur gert á hótelinu“ „Einn af þeim sem er að vinna að atriðinu og öðru slíku. Þetta er fjórtán manna hópur sem hefur verið að vinna að þessu verkefni og það hefur engin utanaðkomandi komið inn í þennan hóp. Við höfum afþakkað allar heimsóknir. Hér hafa fjölmargir vilja koma hitta okkur, sendiherrar og aðrir og stuðningsmenn, en við höfum hafnað öllum heimsóknum. Við tókum ekki maka með að þessu sinni og það eru engir foreldrar í heimsókn. Það er engin hér nema við. Þetta er eitthvað sem hefur gerst hér inni á hótelinu og við höfum ekki hugmynd um hvernig þetta hefur gerst,“ segir Felix. Telur að Íslendingar verði stoltir Felix segir æfingu Gagnamagnsins, sem verður notuð í dómararennslinu í kvöld og sömuleiðis annað kvöld, hafa gengið mjög vel. „Ég held að Íslendingar verði mjög stoltir þegar þetta birtist á skjánum annað kvöld. Lagið og atriðið stendur algjörlega fyrir sínu og þetta er auðvitað fyrst og fremst sjónvarpsþáttur,“ segir Felix Bergsson.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira