„Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 11:00 Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson sjást hér í Domino's Körfuboltakvöldi í DHL-höllinni í kvöld. Skjámynd/S2 Sport Það hafa komið upp mörg mál að undanförnu þar sem leikmenn Domino's deildarinnar í körfubolta hafa verið dæmdir í leikbann. Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þetta í þættinum sínum í DHL-höllinni í gær. „Hér áður fyrr var það mjög stórt að fá tæknivillu og það var mjög stórt að fá, sem hét þá ásetningsvilla. Það var sjaldan dæmt en nú eru þetta fjórar, fimm, sex, sjö í leik. Stjarnan fékk einhverjar fimm eða sex tæknivillur í leik tvö. Að fara að henda Dedrick Deon í bann fyrir eitthvað sem gerðist í sjöttu umferð. Ég er sammála þeim punkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um gagnrýnina á það að Þórsarar hafi verið án leikstjórnanda síns í fyrsta leik í úrslitakeppninni. Dedrick Deon Basile missti af fyrsta leik Þór Akureyrar á móti Þór Þorlákshöfn en kom til baka úr leikbanninu sínu í gær og hjálpaði sínu liði að jafna einvígið í 1-1. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, hefur ákveðnar skoðanir á þessu. „Þetta er orðið svolítið þannig að fólk, sem hefur kannski ekki spilað neitt rosalega mikið af leikjum eða tekið þátt í tilfinningunum og öllu því sem snýr að leiknum, er farið að stjórna aðeins of miklu. Þau eru farin að kalla eftir einhverjum breytingum sem enginn leikmaður, þjálfari eða þeir em horfa á leikinn eru að kalla eftir. Samræmið í því hvaða brot fara fyrir Aga og úrskurðarnefnd og hvaða brot fara ekki fyrir Aga og úrskurðarnefnd,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Umræða um leikbönn hjá KKÍ „Það er ekkert óeðlilegt við það að Hlynur var dæmdur í bann eða þetta atvik var kært ef litið er til allra atvikanna sem er búið að kæra í undanfaranum. Ef maður horfir á þetta heildstætt þá er þetta farið að vera aðeins of mikið,“ sagði Sævar. „Nú eru menn farnir að tala um einhvern olnboga Abif og eitthvað svona. Ég legg bara til að allir slíðri pínu sverðin í allri þessari umræðu. Það er alltaf verið að reyna að fá leikmenn í leikbann hér og þar. Ég hugsa að leikmennirnir sjálfir, ég veit að þið voruð þannig og ég vona að ég hafi verið þannig. Maður vill alltaf vinna en maður vill vinna bestu leikmennina í hinum liðunum,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að það séu allir sammála og það séu öll lið sammála um að við getum gert betur í þessu. Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
„Hér áður fyrr var það mjög stórt að fá tæknivillu og það var mjög stórt að fá, sem hét þá ásetningsvilla. Það var sjaldan dæmt en nú eru þetta fjórar, fimm, sex, sjö í leik. Stjarnan fékk einhverjar fimm eða sex tæknivillur í leik tvö. Að fara að henda Dedrick Deon í bann fyrir eitthvað sem gerðist í sjöttu umferð. Ég er sammála þeim punkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um gagnrýnina á það að Þórsarar hafi verið án leikstjórnanda síns í fyrsta leik í úrslitakeppninni. Dedrick Deon Basile missti af fyrsta leik Þór Akureyrar á móti Þór Þorlákshöfn en kom til baka úr leikbanninu sínu í gær og hjálpaði sínu liði að jafna einvígið í 1-1. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, hefur ákveðnar skoðanir á þessu. „Þetta er orðið svolítið þannig að fólk, sem hefur kannski ekki spilað neitt rosalega mikið af leikjum eða tekið þátt í tilfinningunum og öllu því sem snýr að leiknum, er farið að stjórna aðeins of miklu. Þau eru farin að kalla eftir einhverjum breytingum sem enginn leikmaður, þjálfari eða þeir em horfa á leikinn eru að kalla eftir. Samræmið í því hvaða brot fara fyrir Aga og úrskurðarnefnd og hvaða brot fara ekki fyrir Aga og úrskurðarnefnd,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Umræða um leikbönn hjá KKÍ „Það er ekkert óeðlilegt við það að Hlynur var dæmdur í bann eða þetta atvik var kært ef litið er til allra atvikanna sem er búið að kæra í undanfaranum. Ef maður horfir á þetta heildstætt þá er þetta farið að vera aðeins of mikið,“ sagði Sævar. „Nú eru menn farnir að tala um einhvern olnboga Abif og eitthvað svona. Ég legg bara til að allir slíðri pínu sverðin í allri þessari umræðu. Það er alltaf verið að reyna að fá leikmenn í leikbann hér og þar. Ég hugsa að leikmennirnir sjálfir, ég veit að þið voruð þannig og ég vona að ég hafi verið þannig. Maður vill alltaf vinna en maður vill vinna bestu leikmennina í hinum liðunum,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að það séu allir sammála og það séu öll lið sammála um að við getum gert betur í þessu. Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira