Hvetja vinnustaði til að lengja fæðingarorlofið í 15 til 18 mánuði Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. maí 2021 07:01 Stjórn hagsmunasamtakanna Fimm fyrstu, fv.: Ólafur Grétar Gunnarsson, Árni Kristjánsson sem er varaformaður, Anna Mjöll Guðmundsdóttir, Matthías Ólafsson og Alda Pálsdóttir sem er formaður. Á myndina vantar stjórnarkonuna Bjarney Rún Haraldsdóttir. Vísir/Vilhelm „Við viljum kynna fyrir framsæknum fyrirtækjum ávinninginn á að skoða að koma á móts við starfsfólkið sitt með fimmtán til átján mánaða fæðingarorlofi og 80-90% vinnuframlagi á 100% launum þar til barnið er tveggja ára,“ segir Alda Pálsdóttir formaður hagsmunasamtakanna Fimm fyrstu, en samtökin vilja beita sér fyrir því að byggja upp fjölskyldu- og barnvænna Ísland, meðal annars í samstarfi við vinnuveitendur. Í stjórn Fimm fyrstu sitja Alda Pálsdóttir, Árni Kristjánsson, Ólafur Grétar Gunnarsson, Anna Mjöll Guðmundsdóttir, Matthías Ólafsson og Bjarney Rún Haraldsdóttir. Samstarf við vinnustaði Alda, Árni og Ólafur segja óásættanlegt að í skýrslu UNICEf frá árinu 2020, mælist íslensk börn í verri stöðu en börn flestra annarra Evrópuþjóða hvað snertir andlega líðan, líkamlega heilsu og náms- og félagsfærni. Þar hafi Ísland lent í 24.sæti af 38. Að þeirra mati, geti vinnustaðir hins vegar gert mikið til að byggja upp fjölskyldu- og barnvænna Ísland og því er markmið samtakanna að koma á samstarfi á milli Fimm fyrstu og vinnustaða. Við viljum komast í samband við fyrirtæki sem eru að gera vel í mannauðsmálum og vilja hámarka ávinninginn af lengingu fæðingarorlofs og styttingar vinnuviku í rekstri,“ segir Alda og bætir við: „Stytting vinnuviku þarf að koma fram í styttri vinnuviku hjá leikskólabörnum. Annars þarf að fjölga leikskólastarfsfólki sem þýðir enn lakari þroskaskilyrði barna með enn hærra hlutfalli ófagmenntaðra og enn hærri starfsmannaveltu. Leikskólakerfið hefur ekki forsendur til að taka við öllum börnum við tólf mánaða aldur.“ Samtökin horfa meðal annars til Norðurlandanna. „Í Svíþjóð þar sem börnum vegnar mun betur en börnum á Íslandi samkvæmt mælistikum UNICEF er átján mánaða fæðingarorlof og styttri vinnudagur feðra og mæðra,“ segir Árni Kristjánsson, varaformaður samtakanna. Þá segja samtökin ungt fólk gegni veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu. Þar séu fyrstu starfsárin að jafnaði talin gjöfulust. „Ítrekað hefur þó verið sýnt fram á að ungu fólki reynist um megn að takast á við bæði hlutverkin samtímis, foreldrahlutverkið og starfsferil,“ segir Árni. Að mati samtakanna, ætti foreldrafræðsla að vera hlutur af verkefnum VIRK starfsendurhæfingar. „Það er ótvírætt hlutverk þeirrar stofnunnar að halda utan um fólk og koma í veg fyrir að starfsorka þess skerðist. Stofnunin er fjármögnuð frá lífeyrissjóðum og fyrirtækjum og þar er fyrirliggjandi farvegur til að mæta þörfum þessa mikilvæga hóps. Þar með einnig að með því að fólk kynnist starfi VIRK á jákvæðum nótum er líklegra að fólk leiti fyrr þangað þegar í nauðir rekur, en bíði ekki þar til tilvera þess er komin í rúst,“ segir Ólafur. Loks segja þau mikilvægt að atvinnulífið meti starfsfólk og getu þeirra til starfa, alltaf út frá hæfni og hæfileikum en ekki því hvort viðkomandi eigi lítil börn eða sé enn á barneignaraldri. Margt sem vinnustaðir geta gert Nú þegar hafa samtökin átt fund með Umboðsmanni barna og formanni leikskólakennara. Þá stóð félagið fyrir umræðufundi á dögunum, undir yfirskriftinni „Segðu okkur sögu af þínum fyrirmyndar vinnustað.“ Að sögn Öldu, Árna og Ólafs eru margir vinnustaðir nú þegar að gera marga góða hluti. Hins vegar geti fleiri gert meira. Eitt af því sem getur gert vinnustaði fjölskyldu- og barnvænna er að auka sveigjanleika starfsfólks sem á lítil börn. Sveigjanleikinn getur þá verið leið til að draga úr streituvaldandi þáttum, til dæmis þegar að starfsfólk þarf að bregðast við ófyrirséðum aðstæðum. Þá geti það hjálpað starfsfólki sem á lítil börn, ef vinnustaðurinn er með aðstöðu til að geta stundum komið með börnin í vinnuna. Á skrifstofum Samskipa er svonefnt „barnaherbergi“ þar sem starfsmenn geta haft börn sín ef brúa þarf bil. Mörg þessara barna eru orðin kunnug vinnustaðnum og aðrir starfsmenn gleðjast við að sjá þau,“ nefnir Alda sem dæmi. Samtökin hvetja vinnustaði til að tryggja að mæður geti farið í hvíldarleyfi frá 36.viku meðgöngu, án skerðingar á fæðingarorlofi. „Dæmi eru um sveitarfélög, eins og Hveragerði, þar sem konur fá hvíldarleyfi frá 36. viku meðgöngu sem er til fyrirmyndar,“ segir Árni. Fræðsla til starfsfólks er líka mikilvæg. „Meðal annars með jafnréttisfræðslu sem hjálpar starfsmönnum, af öllum kynjum, að nýta fæðingarorlofið eins og unnt og æskilegt er,“ segir Ólafur. „Að sama skapi er nauðsynlegt að feður fái svonefndan „tengsla- og umönnunartíma“ fyrsta mánuðinn í föðurhlutverkinu, án þess að það dragist frá fæðingarorlofsréttindum,“ segir Árni. Fræðsla og miðlun upplýsinga og hugmynda á milli vinnustaða er eitt þeirra verkefna sem samtökin sjá fyrir sér að standa að. „Við hefðum áhuga á að stofna lokaða Facebook síðu þar sem fyrirtæki geta deilt reynslu og aðferðum við að koma til móts við börn á leið í heiminn. Fimm fyrstu geta séð um umsjón og safnað inn aðilum, uppfært hugmyndalista eða aðgerðalista út frá því sem inn kemur,“ segir Alda. Þá hvetja samtökin vinnustaði til að byggja markvisst upp fjölskylduvæna vinnustaðamenningu. Ein leiðin getur til dæmis falist í því að standa reglulega að viðburðum fyrir starfsfólk þar sem börnin eru velkomin og hluti af því sem verið er að bjóða upp á. Börn og uppeldi Fæðingarorlof Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Við viljum kynna fyrir framsæknum fyrirtækjum ávinninginn á að skoða að koma á móts við starfsfólkið sitt með fimmtán til átján mánaða fæðingarorlofi og 80-90% vinnuframlagi á 100% launum þar til barnið er tveggja ára,“ segir Alda Pálsdóttir formaður hagsmunasamtakanna Fimm fyrstu, en samtökin vilja beita sér fyrir því að byggja upp fjölskyldu- og barnvænna Ísland, meðal annars í samstarfi við vinnuveitendur. Í stjórn Fimm fyrstu sitja Alda Pálsdóttir, Árni Kristjánsson, Ólafur Grétar Gunnarsson, Anna Mjöll Guðmundsdóttir, Matthías Ólafsson og Bjarney Rún Haraldsdóttir. Samstarf við vinnustaði Alda, Árni og Ólafur segja óásættanlegt að í skýrslu UNICEf frá árinu 2020, mælist íslensk börn í verri stöðu en börn flestra annarra Evrópuþjóða hvað snertir andlega líðan, líkamlega heilsu og náms- og félagsfærni. Þar hafi Ísland lent í 24.sæti af 38. Að þeirra mati, geti vinnustaðir hins vegar gert mikið til að byggja upp fjölskyldu- og barnvænna Ísland og því er markmið samtakanna að koma á samstarfi á milli Fimm fyrstu og vinnustaða. Við viljum komast í samband við fyrirtæki sem eru að gera vel í mannauðsmálum og vilja hámarka ávinninginn af lengingu fæðingarorlofs og styttingar vinnuviku í rekstri,“ segir Alda og bætir við: „Stytting vinnuviku þarf að koma fram í styttri vinnuviku hjá leikskólabörnum. Annars þarf að fjölga leikskólastarfsfólki sem þýðir enn lakari þroskaskilyrði barna með enn hærra hlutfalli ófagmenntaðra og enn hærri starfsmannaveltu. Leikskólakerfið hefur ekki forsendur til að taka við öllum börnum við tólf mánaða aldur.“ Samtökin horfa meðal annars til Norðurlandanna. „Í Svíþjóð þar sem börnum vegnar mun betur en börnum á Íslandi samkvæmt mælistikum UNICEF er átján mánaða fæðingarorlof og styttri vinnudagur feðra og mæðra,“ segir Árni Kristjánsson, varaformaður samtakanna. Þá segja samtökin ungt fólk gegni veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu. Þar séu fyrstu starfsárin að jafnaði talin gjöfulust. „Ítrekað hefur þó verið sýnt fram á að ungu fólki reynist um megn að takast á við bæði hlutverkin samtímis, foreldrahlutverkið og starfsferil,“ segir Árni. Að mati samtakanna, ætti foreldrafræðsla að vera hlutur af verkefnum VIRK starfsendurhæfingar. „Það er ótvírætt hlutverk þeirrar stofnunnar að halda utan um fólk og koma í veg fyrir að starfsorka þess skerðist. Stofnunin er fjármögnuð frá lífeyrissjóðum og fyrirtækjum og þar er fyrirliggjandi farvegur til að mæta þörfum þessa mikilvæga hóps. Þar með einnig að með því að fólk kynnist starfi VIRK á jákvæðum nótum er líklegra að fólk leiti fyrr þangað þegar í nauðir rekur, en bíði ekki þar til tilvera þess er komin í rúst,“ segir Ólafur. Loks segja þau mikilvægt að atvinnulífið meti starfsfólk og getu þeirra til starfa, alltaf út frá hæfni og hæfileikum en ekki því hvort viðkomandi eigi lítil börn eða sé enn á barneignaraldri. Margt sem vinnustaðir geta gert Nú þegar hafa samtökin átt fund með Umboðsmanni barna og formanni leikskólakennara. Þá stóð félagið fyrir umræðufundi á dögunum, undir yfirskriftinni „Segðu okkur sögu af þínum fyrirmyndar vinnustað.“ Að sögn Öldu, Árna og Ólafs eru margir vinnustaðir nú þegar að gera marga góða hluti. Hins vegar geti fleiri gert meira. Eitt af því sem getur gert vinnustaði fjölskyldu- og barnvænna er að auka sveigjanleika starfsfólks sem á lítil börn. Sveigjanleikinn getur þá verið leið til að draga úr streituvaldandi þáttum, til dæmis þegar að starfsfólk þarf að bregðast við ófyrirséðum aðstæðum. Þá geti það hjálpað starfsfólki sem á lítil börn, ef vinnustaðurinn er með aðstöðu til að geta stundum komið með börnin í vinnuna. Á skrifstofum Samskipa er svonefnt „barnaherbergi“ þar sem starfsmenn geta haft börn sín ef brúa þarf bil. Mörg þessara barna eru orðin kunnug vinnustaðnum og aðrir starfsmenn gleðjast við að sjá þau,“ nefnir Alda sem dæmi. Samtökin hvetja vinnustaði til að tryggja að mæður geti farið í hvíldarleyfi frá 36.viku meðgöngu, án skerðingar á fæðingarorlofi. „Dæmi eru um sveitarfélög, eins og Hveragerði, þar sem konur fá hvíldarleyfi frá 36. viku meðgöngu sem er til fyrirmyndar,“ segir Árni. Fræðsla til starfsfólks er líka mikilvæg. „Meðal annars með jafnréttisfræðslu sem hjálpar starfsmönnum, af öllum kynjum, að nýta fæðingarorlofið eins og unnt og æskilegt er,“ segir Ólafur. „Að sama skapi er nauðsynlegt að feður fái svonefndan „tengsla- og umönnunartíma“ fyrsta mánuðinn í föðurhlutverkinu, án þess að það dragist frá fæðingarorlofsréttindum,“ segir Árni. Fræðsla og miðlun upplýsinga og hugmynda á milli vinnustaða er eitt þeirra verkefna sem samtökin sjá fyrir sér að standa að. „Við hefðum áhuga á að stofna lokaða Facebook síðu þar sem fyrirtæki geta deilt reynslu og aðferðum við að koma til móts við börn á leið í heiminn. Fimm fyrstu geta séð um umsjón og safnað inn aðilum, uppfært hugmyndalista eða aðgerðalista út frá því sem inn kemur,“ segir Alda. Þá hvetja samtökin vinnustaði til að byggja markvisst upp fjölskylduvæna vinnustaðamenningu. Ein leiðin getur til dæmis falist í því að standa reglulega að viðburðum fyrir starfsfólk þar sem börnin eru velkomin og hluti af því sem verið er að bjóða upp á.
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01
Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00