Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. maí 2021 18:01 Ljósleiðarinn liggur undir hrauninu við varnargarðinn. Egill Aðalsteinsson Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. Ákveðið var því að gera tilraun við gosstöðvarnar til að sjá hvaða áhrif rennandi hraun hefur á ljósleiðara sem liggur undir því. Lítil gögn eru nefnilega til um hvernig ljósleiðurum reiðir ef þeir verða undir hrauni. Þá er lítið vitað um hversu langt niður í jörðu áhrif hraunsins ná. Hraunið kom síðan upp að varnargörðunum og yfir tilraunaljósleiðarann á miðvikudaginn. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu hefur hann enn sem komið er staðist prófið og virkar sem skyldi. Hann er ekki grafinn nema 60 til 70 sentímetra niður í jörðu, líkt og flestir ljósleiðarar. Mikilvæg reynsla Litið er nú á alla framkvæmd varnargarðanna við gosstöðvarnar sem hálfgert tilraunaverkefni sem skapar mikilvæga reynslu verkfræðinga í framtíðinni ef búast má við fleiri gosum á Reykjanesskaganum og nálægt byggð. Ríkisstjórnin samþykkti það fyrir síðustu helgi að ráðast í verkefnið og láta reisa tvo fjögurra metra háa varnargarða til að aftra því að hraun færi að renna niður í Nátthaga. Þaðan myndi það fljótt renna sína leið að Suðurstrandavegi og er ljóst að ef hraunið nær þangað muni vegurinn skemmast. Ákveðið var síðan á þriðjudaginn að bæta tuttugu milljónum við verkefnið og hækka varnargarðana upp í átta metra. Gagnrýni kom upp um verkefnið í kjölfarið og benti jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson til að mynda á að engin leið væri að stöðva hraunið ef gosið héldi áfram í lengri tíma. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, sagði í samtali við Stöð 2 í gær að þetta væri rétt hjá Páli en aðalatriðið væri ekki að stöðva hraunið heldur að afla mikilvægrar þekkingar og reynslu í hvernig hægt er að tefja rennandi hraun. „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski,“ sagði Hrönn. Ljósleiðaraverkefnið er liður í þessu og mun svara spurningum manna um hvort ljósleiðarar geti staðið af sér eldgos sem þetta. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ákveðið var því að gera tilraun við gosstöðvarnar til að sjá hvaða áhrif rennandi hraun hefur á ljósleiðara sem liggur undir því. Lítil gögn eru nefnilega til um hvernig ljósleiðurum reiðir ef þeir verða undir hrauni. Þá er lítið vitað um hversu langt niður í jörðu áhrif hraunsins ná. Hraunið kom síðan upp að varnargörðunum og yfir tilraunaljósleiðarann á miðvikudaginn. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu hefur hann enn sem komið er staðist prófið og virkar sem skyldi. Hann er ekki grafinn nema 60 til 70 sentímetra niður í jörðu, líkt og flestir ljósleiðarar. Mikilvæg reynsla Litið er nú á alla framkvæmd varnargarðanna við gosstöðvarnar sem hálfgert tilraunaverkefni sem skapar mikilvæga reynslu verkfræðinga í framtíðinni ef búast má við fleiri gosum á Reykjanesskaganum og nálægt byggð. Ríkisstjórnin samþykkti það fyrir síðustu helgi að ráðast í verkefnið og láta reisa tvo fjögurra metra háa varnargarða til að aftra því að hraun færi að renna niður í Nátthaga. Þaðan myndi það fljótt renna sína leið að Suðurstrandavegi og er ljóst að ef hraunið nær þangað muni vegurinn skemmast. Ákveðið var síðan á þriðjudaginn að bæta tuttugu milljónum við verkefnið og hækka varnargarðana upp í átta metra. Gagnrýni kom upp um verkefnið í kjölfarið og benti jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson til að mynda á að engin leið væri að stöðva hraunið ef gosið héldi áfram í lengri tíma. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, sagði í samtali við Stöð 2 í gær að þetta væri rétt hjá Páli en aðalatriðið væri ekki að stöðva hraunið heldur að afla mikilvægrar þekkingar og reynslu í hvernig hægt er að tefja rennandi hraun. „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski,“ sagði Hrönn. Ljósleiðaraverkefnið er liður í þessu og mun svara spurningum manna um hvort ljósleiðarar geti staðið af sér eldgos sem þetta.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25