Memphis henti Golden State úr keppni eftir framlengdan leik | Úrslitakeppnin klár Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 09:30 Ja Morant hafði betur gegn Stephen Curry í nótt. Getty Images/Lachlan Cunningham Memphis Grizzlies varð í nótt áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta vestanhafs. Liðið vann 117-112 sigur á Golden State Warriors eftir framlengdan leik. Memphis hafði unnið fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni og dugði því sigur er þau mættust í San Francisco í nótt. Fátt aðskildi liðin framan af en staðan var 30-29 fyrir Memphis eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn var þó orðin 13 stig, 62-49, í hálfleik en Golden State vann þann mun upp í síðari leikhlutunum tveimur. Golden State skoraði 14 stig gegn fjórum stigum gestanna á lokakaflanum í fjórða leikhluta, til að jafna leikinn 99-99 og knýja fram framlengingu. JA MORANT SEALS IT, SENDING THE @MEMGRIZZ TO THE #NBAPLAYOFFS! pic.twitter.com/szxpXfTw9c— NBA (@NBA) May 22, 2021 Það var hins vegar mikil seigla í Ja Morant sem skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og framlengingunni, og fór fyrir Memphis í 117-112 sigri. Alls skoraði Morant 35 stig í leiknum, auk þess að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar. Stephen Curry úr Golden State var stigahæstur á gólfinu í gær með 39 stig en átti þó sjö af 21 töpuðum bolta liðsins. Liðsfélagi hans Draymond Green var með þrefalda tvennu; 11 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. @JaMorant comes up HUGE in the #StateFarmPlayIn to send the @memgrizz to the #NBAPlayoffs!35 PTS15 in the 4th and OT : MEM/UTA Sunday, 9:30pm/et, TNT pic.twitter.com/bvbgxPUEMU— NBA (@NBA) May 22, 2021 Memphis Grizzlies er því áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni í ár, og er þar í fyrsta sinn frá 2017. Þeirra bíður topplið Vesturdeildarinnar, Utah Jazz. Fyrsti leikur liðanna fer fram á sunnudag. Golden State missir hins vegar af sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir að hafa farið alla leið í úrslitaeinvígið fimm ár í röð frá tímabilinu 2014-15 til 2018-19. Eitthvað hefur fjarvera Klay Thompson að segja, sem hefur misst af síðustu tveimur tímabilum vegna meiðsla. Úrslitakeppnin af stað í kvöld Úrslitakeppnin hefst í kvöld þar sem fjórir leikir fara fram. Miami Heat og Milwaukee Bucks hefst klukkan 18:00, Dallas Mavericks mæta Los Angeles Clippers klukkan 20:30, Boston Celtics og Brooklyn Nets eigast við á miðnætti og þá sækja Portland Trailblazers lið Denver Nuggets heim klukkan hálf þrjú í nótt. Leikur Dallas Mavericks og Los Angeles Clippers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Memphis hafði unnið fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni og dugði því sigur er þau mættust í San Francisco í nótt. Fátt aðskildi liðin framan af en staðan var 30-29 fyrir Memphis eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn var þó orðin 13 stig, 62-49, í hálfleik en Golden State vann þann mun upp í síðari leikhlutunum tveimur. Golden State skoraði 14 stig gegn fjórum stigum gestanna á lokakaflanum í fjórða leikhluta, til að jafna leikinn 99-99 og knýja fram framlengingu. JA MORANT SEALS IT, SENDING THE @MEMGRIZZ TO THE #NBAPLAYOFFS! pic.twitter.com/szxpXfTw9c— NBA (@NBA) May 22, 2021 Það var hins vegar mikil seigla í Ja Morant sem skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og framlengingunni, og fór fyrir Memphis í 117-112 sigri. Alls skoraði Morant 35 stig í leiknum, auk þess að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar. Stephen Curry úr Golden State var stigahæstur á gólfinu í gær með 39 stig en átti þó sjö af 21 töpuðum bolta liðsins. Liðsfélagi hans Draymond Green var með þrefalda tvennu; 11 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. @JaMorant comes up HUGE in the #StateFarmPlayIn to send the @memgrizz to the #NBAPlayoffs!35 PTS15 in the 4th and OT : MEM/UTA Sunday, 9:30pm/et, TNT pic.twitter.com/bvbgxPUEMU— NBA (@NBA) May 22, 2021 Memphis Grizzlies er því áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni í ár, og er þar í fyrsta sinn frá 2017. Þeirra bíður topplið Vesturdeildarinnar, Utah Jazz. Fyrsti leikur liðanna fer fram á sunnudag. Golden State missir hins vegar af sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir að hafa farið alla leið í úrslitaeinvígið fimm ár í röð frá tímabilinu 2014-15 til 2018-19. Eitthvað hefur fjarvera Klay Thompson að segja, sem hefur misst af síðustu tveimur tímabilum vegna meiðsla. Úrslitakeppnin af stað í kvöld Úrslitakeppnin hefst í kvöld þar sem fjórir leikir fara fram. Miami Heat og Milwaukee Bucks hefst klukkan 18:00, Dallas Mavericks mæta Los Angeles Clippers klukkan 20:30, Boston Celtics og Brooklyn Nets eigast við á miðnætti og þá sækja Portland Trailblazers lið Denver Nuggets heim klukkan hálf þrjú í nótt. Leikur Dallas Mavericks og Los Angeles Clippers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti