Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2021 08:52 Kórónuveiran hefur leikið Indverja einstaklega grátt og berjast heilbrigðisyfirvöld við að reyna að halda aftur af faraldrinum. Getty Images/Anindito Mukherjee Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. Minnst 26 milljónir kórónuveirutilfella hafa verið staðfest á Indlandi en daglegum tilfellum hefur fækkað nokkuð samkvæmt opinberum tölum. Í gær voru skráð rúmlega 222 þúsund ný smit og 4.454 dauðsföll. Einungis hafa fleiri tilfelli verið staðfest í Bandaríkjunum. Þá er Indland í þriðja sæti á heimsvísu þegar kemur að dauðsföllum, á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu. Greint var frá því í lok apríl að 200 þúsund hafi látist á Indlandi vegna Covid-19 og hefur fjöldinn því aukist um helming á innan við mánuði. 102 þúsund dáið á 26 dögum Heilbrigðisyfirvöld þar í landi glíma nú við mannskæða aðra bylgju faraldursins sem hefur borið heilbrigðiskerfið ofurliði á síðustu vikum. Víða eru dæmi um að sjúkrahús eigi erfitt með að taka á móti miklu flæði kórónuveirusjúklinga á sama tíma mikilvæg lyf og súrefnisbirgðir eru af skornum skammti. Nærri helmingur kórónuveirudauðsfalla á Indlandi hafa átt sér stað á síðustu þremur mánuðum. Á síðustu 26 dögum hafa heilbrigðisyfirvöld skráð rúm 102 þúsund dauðsföll. Sumir sérfræðingar telja að tala daglegra andláta eigi enn eftir að hækka. „Við gerum ráð fyrir að það sé töf milli þess að fjöldi tilfella og fjöldi dauðsfalla nái hámarki. Við vitum einnig að það munar miklu á skráningu milli ríkja og einnig milli þéttbýlli og strjálbýlli svæða,“ sagði stærðfræðingurinn Murad Banaji, sem fylgst hefur með þróun faraldursins á Indlandi, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15 Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37 Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23. maí 2021 09:46 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Minnst 26 milljónir kórónuveirutilfella hafa verið staðfest á Indlandi en daglegum tilfellum hefur fækkað nokkuð samkvæmt opinberum tölum. Í gær voru skráð rúmlega 222 þúsund ný smit og 4.454 dauðsföll. Einungis hafa fleiri tilfelli verið staðfest í Bandaríkjunum. Þá er Indland í þriðja sæti á heimsvísu þegar kemur að dauðsföllum, á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu. Greint var frá því í lok apríl að 200 þúsund hafi látist á Indlandi vegna Covid-19 og hefur fjöldinn því aukist um helming á innan við mánuði. 102 þúsund dáið á 26 dögum Heilbrigðisyfirvöld þar í landi glíma nú við mannskæða aðra bylgju faraldursins sem hefur borið heilbrigðiskerfið ofurliði á síðustu vikum. Víða eru dæmi um að sjúkrahús eigi erfitt með að taka á móti miklu flæði kórónuveirusjúklinga á sama tíma mikilvæg lyf og súrefnisbirgðir eru af skornum skammti. Nærri helmingur kórónuveirudauðsfalla á Indlandi hafa átt sér stað á síðustu þremur mánuðum. Á síðustu 26 dögum hafa heilbrigðisyfirvöld skráð rúm 102 þúsund dauðsföll. Sumir sérfræðingar telja að tala daglegra andláta eigi enn eftir að hækka. „Við gerum ráð fyrir að það sé töf milli þess að fjöldi tilfella og fjöldi dauðsfalla nái hámarki. Við vitum einnig að það munar miklu á skráningu milli ríkja og einnig milli þéttbýlli og strjálbýlli svæða,“ sagði stærðfræðingurinn Murad Banaji, sem fylgst hefur með þróun faraldursins á Indlandi, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15 Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37 Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23. maí 2021 09:46 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15
Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37
Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23. maí 2021 09:46