Eilífðarvélar hins opinbera Hildur Sverrisdóttir skrifar 24. maí 2021 23:00 Mér verður stundum hugsað til sögunnar af atvinnulausu mönnunum sem settir voru í atvinnubótavinnu við að ferja sand í hjólbörum upp að sílói. Þeir sturtuðu sandinum ofan í, gengu svo niður brekkuna aftur þar sem þeirra beið stór sandhrúga við hinn enda sílósins sem þurfti að koma upp brekkuna og ofan í sílóið, en minnkaði aldrei. Margar eilífðarvélar hafa verið upphugsaðar, þær eru spennandi og sumar mjög hugvitssamlegar, en ég veit ekki til þess að nein þeirra hafi komið að gagni. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn fyrir rúmum áratug í upphafi efnahagskreppu. Eitt af því sem varð til þess að ég ákvað að reyna að verða að gagni var orðræðan um að refsa ætti fyrirtækjum sem mest og leysa allan vanda með meiri opinberum útgjöldum. Mér blöskraði þetta, ég var í fyrsta lagi ósammála því að fyrirtækjarekstur væri skammaryrði og upphaf alls ills í samfélaginu. En aðallega skildi ég ekki hvernig við ætluðum að leysa efnahagshalla með enn meiri halla. Staða ríkissjóðs er grafalvarleg í dag en við erum svo lánsöm að hafa byggt upp traustan grunn og höfum alla burði til að komast tiltölulega hratt út úr vandanum ef við högum málum rétt. Samt heyrast aftur raddir um að við eigum að leysa hallann með því að auka opinber útgjöld og, hvort sem þið trúið því eða ekki, fjölga opinberum störfum. Frá svipuðum slóðum heyrast áköll á að stöðva alla þróun í orkumálum, algjöra uppstokkun í sjávarútvegskerfinu og að nóg sé komið af ferðamönnum. Það er sjálfsögð skylda okkar að halda úti öflugu mennta- og heilbrigðiskerfi og hlúa vel að þeim sem þurfa aðstoð. Ég styð þar valfrelsi og nýsköpun og allar leiðir sem stuðla að betri þjónustu burtséð frá pólitískum kreddum, en það er önnur saga. Fyrst þurfum við nefnilega að átta okkur á því hvaðan peningarnir eiga að koma. Það er nefnilega staðreynd að ríkið býr ekki til peninga. Fleiri opinber störf skapa vissulega skatttekjur, en þau kosta ríkið miklu meira en þau skila. Það er fólk og hugvitssemi þess sem býr til ávinninginn sem gerir okkur kleift að byggja upp velferðarsamfélag. Fyrirtækin á Íslandi eru almennt rekin af hörkuduglegu fólki sem býr til meira úr minna og skapar ávinning fyrir samfélagið auk allra starfanna sem standa svo undir velferðarkerfinu. Eftir því sem þeim gengur betur því meira er til skiptanna. Það besta sem ríkið getur gert til að stuðla að því er einfaldlega að þvælast ekki fyrir atvinnulífinu meira en þörf krefur. Ef við ætlum hins vegar að fjármagna uppbygginguna framundan með hærri sköttum og fleiri opinberum störfum þá er ansi hætt við að við endum jafn hissa og mennirnir við sílóið á að ekkert gangi að losna við ríkishallann. Eilífðarvélar eru nefnilega ekki til. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Sjá meira
Mér verður stundum hugsað til sögunnar af atvinnulausu mönnunum sem settir voru í atvinnubótavinnu við að ferja sand í hjólbörum upp að sílói. Þeir sturtuðu sandinum ofan í, gengu svo niður brekkuna aftur þar sem þeirra beið stór sandhrúga við hinn enda sílósins sem þurfti að koma upp brekkuna og ofan í sílóið, en minnkaði aldrei. Margar eilífðarvélar hafa verið upphugsaðar, þær eru spennandi og sumar mjög hugvitssamlegar, en ég veit ekki til þess að nein þeirra hafi komið að gagni. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn fyrir rúmum áratug í upphafi efnahagskreppu. Eitt af því sem varð til þess að ég ákvað að reyna að verða að gagni var orðræðan um að refsa ætti fyrirtækjum sem mest og leysa allan vanda með meiri opinberum útgjöldum. Mér blöskraði þetta, ég var í fyrsta lagi ósammála því að fyrirtækjarekstur væri skammaryrði og upphaf alls ills í samfélaginu. En aðallega skildi ég ekki hvernig við ætluðum að leysa efnahagshalla með enn meiri halla. Staða ríkissjóðs er grafalvarleg í dag en við erum svo lánsöm að hafa byggt upp traustan grunn og höfum alla burði til að komast tiltölulega hratt út úr vandanum ef við högum málum rétt. Samt heyrast aftur raddir um að við eigum að leysa hallann með því að auka opinber útgjöld og, hvort sem þið trúið því eða ekki, fjölga opinberum störfum. Frá svipuðum slóðum heyrast áköll á að stöðva alla þróun í orkumálum, algjöra uppstokkun í sjávarútvegskerfinu og að nóg sé komið af ferðamönnum. Það er sjálfsögð skylda okkar að halda úti öflugu mennta- og heilbrigðiskerfi og hlúa vel að þeim sem þurfa aðstoð. Ég styð þar valfrelsi og nýsköpun og allar leiðir sem stuðla að betri þjónustu burtséð frá pólitískum kreddum, en það er önnur saga. Fyrst þurfum við nefnilega að átta okkur á því hvaðan peningarnir eiga að koma. Það er nefnilega staðreynd að ríkið býr ekki til peninga. Fleiri opinber störf skapa vissulega skatttekjur, en þau kosta ríkið miklu meira en þau skila. Það er fólk og hugvitssemi þess sem býr til ávinninginn sem gerir okkur kleift að byggja upp velferðarsamfélag. Fyrirtækin á Íslandi eru almennt rekin af hörkuduglegu fólki sem býr til meira úr minna og skapar ávinning fyrir samfélagið auk allra starfanna sem standa svo undir velferðarkerfinu. Eftir því sem þeim gengur betur því meira er til skiptanna. Það besta sem ríkið getur gert til að stuðla að því er einfaldlega að þvælast ekki fyrir atvinnulífinu meira en þörf krefur. Ef við ætlum hins vegar að fjármagna uppbygginguna framundan með hærri sköttum og fleiri opinberum störfum þá er ansi hætt við að við endum jafn hissa og mennirnir við sílóið á að ekkert gangi að losna við ríkishallann. Eilífðarvélar eru nefnilega ekki til. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar