Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2021 12:15 Meirihluti fjárlaganefndar segir aðkallandi að taka á rekstrarvanda hjúkrunarheimila og að stíga þurfi skref í þá átt við næstu fjárlagagerð. Vísir/Vilhelm Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. Nefndarálit með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjármáláætlun næstu fimm ára var birt í gær. Þar er fjallað um stöðu hjúkrunarheimila og í áliti segir að nefndin hafi ítarlega kynnt sér nýútkomna skýrslu um afkomu þeirra - eða svokallaða Gylfaskýrslu. Í henni er því spáð að fjöldi landsmanna yfir áttatíu ára aldri muni tvöfaldast á næstu tveimur áratugum og bent á að það kalli á verulega fjölgun hjúkrunarrýma. Fjárlaganefnd leggur til að framlög til hjúkrunarþjónustu verði aukin á árunum 2023 til 2025 til að standa undir fyrirhugaðri fjölgun rýma á þeim tíma. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Einar Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, lýsir yfir miklum vonbrigðum að nefndin leggi ekki til hækkanir að öðru leyti. Í nefndaráliti segir að rekstrarvandi heimilanna sé aðkallandi en að nýútkomin skýrsla svari ekki hvernig heppilegast sé að taka á honum. „Það virðist ekki duga að það eru einungis fimm heimili af fjörtíu sem voru réttu megin við núllið árið 2019. Þannig að 87 prósent heimila voru ekki réttu megin við núllið. Það virðist ekki duga til þess að grípa til neinna hækkana. Og eftir 2019 komu fram kjarasamningsbundanr hækkanir þannig staðan hefur líklega versnað. Ég veit ekki hvað þarf að gerast til að fólk vakni og átti sig á stöðunni því hún er grafalvarleg,“ segir Gísli Páll. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við hjúkrunarheimilum.vísir/vilhelm Í áliti nefndarinnar er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að endurskoða þurfi framlög til reksturs heimilanna. Gísli telur útséð að við þetta verði ekki staðið og lýsir yfir miklum vonbrigðum. „Það hefur verið 0,5 prósenta hagræðingarkarafa á hjúkrunarheimili á hverju ári. Grunnurinn hefur aldrei verið aukinn og þegar heilbrigðisráðherra segir að það hafi verið aukinn peningur settur í hjúkrunarheimilin er það hárrétt, en það er vegna launahækkana og verðlagshækkana. Það hefur enginn raunverulegur nýr peningur komið inn í hjúkrunarheimilin í valdatíð þessarar ríkisstjórnar og ég verð rosa feginn þegar við losnum við hana,“ segir Gísli. Hjúkrunarheimili Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Nefndarálit með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjármáláætlun næstu fimm ára var birt í gær. Þar er fjallað um stöðu hjúkrunarheimila og í áliti segir að nefndin hafi ítarlega kynnt sér nýútkomna skýrslu um afkomu þeirra - eða svokallaða Gylfaskýrslu. Í henni er því spáð að fjöldi landsmanna yfir áttatíu ára aldri muni tvöfaldast á næstu tveimur áratugum og bent á að það kalli á verulega fjölgun hjúkrunarrýma. Fjárlaganefnd leggur til að framlög til hjúkrunarþjónustu verði aukin á árunum 2023 til 2025 til að standa undir fyrirhugaðri fjölgun rýma á þeim tíma. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Einar Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, lýsir yfir miklum vonbrigðum að nefndin leggi ekki til hækkanir að öðru leyti. Í nefndaráliti segir að rekstrarvandi heimilanna sé aðkallandi en að nýútkomin skýrsla svari ekki hvernig heppilegast sé að taka á honum. „Það virðist ekki duga að það eru einungis fimm heimili af fjörtíu sem voru réttu megin við núllið árið 2019. Þannig að 87 prósent heimila voru ekki réttu megin við núllið. Það virðist ekki duga til þess að grípa til neinna hækkana. Og eftir 2019 komu fram kjarasamningsbundanr hækkanir þannig staðan hefur líklega versnað. Ég veit ekki hvað þarf að gerast til að fólk vakni og átti sig á stöðunni því hún er grafalvarleg,“ segir Gísli Páll. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við hjúkrunarheimilum.vísir/vilhelm Í áliti nefndarinnar er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að endurskoða þurfi framlög til reksturs heimilanna. Gísli telur útséð að við þetta verði ekki staðið og lýsir yfir miklum vonbrigðum. „Það hefur verið 0,5 prósenta hagræðingarkarafa á hjúkrunarheimili á hverju ári. Grunnurinn hefur aldrei verið aukinn og þegar heilbrigðisráðherra segir að það hafi verið aukinn peningur settur í hjúkrunarheimilin er það hárrétt, en það er vegna launahækkana og verðlagshækkana. Það hefur enginn raunverulegur nýr peningur komið inn í hjúkrunarheimilin í valdatíð þessarar ríkisstjórnar og ég verð rosa feginn þegar við losnum við hana,“ segir Gísli.
Hjúkrunarheimili Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira