Tímalína um rimmu Vals og KR: Loftbrú úr Vesturbænum á Hlíðarenda, Júdas, fasteignapeningar og lúxus körfubolti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2021 11:00 Úrslitin í einvígi Vals og KR ráðast í kvöld. Eftir umdeild félagaskipti, skeytasendingar og fyrst og síðast frábæran körfubolta nær rimma fjandliðanna Vals og KR hámarki þegar þau mætast í oddaleik um sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 2-2, eftir fjóra útisigra í fyrstu fjórum leikjunum. Raunar hafa allir sex leikir Vals og KR í vetur unnist á útivelli. Oddaleikur Vals og KR í Origo-höllinni hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 18:15 hefst oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur. Upphitun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 17:45 og umfjöllun Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga stendur langt á kvöld. Rígur KR og Vals er ekki nýtilkomin enda tvö af elstu félögum landsins. En í karlakörfuboltanum er hann nýr af nálinni. Á meðan KR hefur verið sigursælasta lið landsins undanfarna áratugi hefur Valur flakkað á milli efstu og næstefstu deildar. Síðustu ár hefur Valur sett meira púður í körfuboltann og sótt í smiðju KR. Og það bókstaflega. Valsmenn hafa sótt nokkra aðalleikara í velgengni KR og þeir hjálpuðu liðinu að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í mörg ár. Og Hlíðarendapiltar geta nú komist í undanúrslit Domino's deildarinnar á kostnað Vesturbæjarliðsins sem er enn ríkjandi Íslandsmeistari. Hér fyrir neðan verður stiklað á stóru í baráttu Vals og KR, innan vallar sem utan, undanfarna mánuði. 13. ágúst 2019: Pavel fer í Val Eftir að hafa hjálpað KR að vinna sex Íslandsmeistaratitla í röð vatt Pavel Ermolinskij kvæði sínu í kross og samdi við Val. Hann var þar með sá fyrsti úr Íslandsmeistaraliði KR til að færa sig yfir til Vals. „Ég var orðinn of rólegur og sáttur í KR og það hafði áhrif á hvernig ég nálgaðist körfubolta og sjálfan mig. Þetta var held ég rétti tímapunkturinn fyrir mig til þess að setja aukna pressu á mig og gera meiri kröfur til sjálfs míns,“ sagði Pavel um ástæðu þess að hann ákvað að skipta um félag. 12. mars 2020: Síðasti leikurinn fyrir hléið Valur og KR mættust í seinni leik liðanna í Domino's deildinni 12. mars 2020. KR-ingar unnu níu stiga sigur, 81-90. Degi síðar fóru síðustu leikirnir í Domino's deildinni fram. Gripið var í handbremsuna vegna kórónuveirufaraldursins og tímabilinu svo slaufað. Valur endaði í 10. sæti en KR í því fjórða. KR-ingar unnu báða leikina gegn Valsmönnum í fyrra en sá seinni reyndist vera síðasti leikur Ágústs Björgvinssonar með liðið. 4. maí 2020: Finnur Freyr tekur við Val Maðurinn sem gerði KR að Íslandsmeisturum fimm ár í röð, Finnur Freyr Stefánsson, var kynntur sem nýr þjálfari Vals 4. maí 2020. Finnur hætti hjá KR 2018 eftir fimmta Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum. Hann þjálfaði yngri flokka hjá Val einn vetur áður en hann hélt til Danmerkur þar sem hann stýrði Horsens í eitt tímabil. Finnur sneri heim á vormánuðum 2020 og Valur krækti í þennan sigursæla þjálfara. 25. maí 2020: Darri tekur við KR Menn hafa ekki bara farið úr KR í Val. Síðasta vor var Darri Freyr Atlason ráðinn þjálfari KR og tók við liðinu af Inga Þór Steinþórssyni sem var látinn taka pokann sinn þrátt fyrir að hafa skilað Íslandsmeistaratitli 2019. Darri hafði gert flotta hluti með kvennalið Vals og unnið fyrstu titlana í sögu þess. Hann er reyndar uppalinn KR-ingur og var því að snúa aftur heim. 5. ágúst 2020: Jón Arnór skrifar undir hjá Val Jón Arnór Stefánsson, jafnan talinn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur alið, skrifaði undir samning hjá Val eftir verslunarmannahelgina í fyrra. Sannarlega ein af óvæntari félagaskiptum íslenskrar íþróttasögu enda er Jón Arnór uppalinn hjá KR og hafði aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. „Þetta er stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta en svo fann ég það bara sjálfur að ég var ekki alveg tilbúinn til þess. Ég finn það bara að ég verð að komast inn á völlinn að keppa,“ sagði Jón Arnór þegar hann var kynntur til leiks hjá Val. 11. september 2020: Kristófer fer til Vals Þann 7. september 2020 greindi Kristófer Acox frá því að hann væri farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa eins og hann orðaði það. Fjórum dögum síðar samdi hann við Val. Í samtali við Vísi 25. september sagðist Kristófer eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa og hafi leitað til lögfræðings vegna þess. Að sögn Kristófers hafði hann varla fengið laun greidd á réttum tíma hjá KR síðan hann kom heim úr atvinnumennsku 2018. Sama dag svaraði Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, Kristófer og sagði hann hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Kristófer þvertók fyrir þetta. Páll sendi Val síðan væna pillu og sagði að leikmenn færu þangað sem fasteignapeningarnir væru. 18. janúar 2021: Fyrsti leikur gömlu KR-inganna gegn KR Engum duldist að meira var undir en bara tvö stig þegar KR-ingar komu í Origo-höllina mánudagskvöldið 18. janúar 2021. Það var fyrsti leikur Finns, Jóns Arnórs og Kristófers gegn KR eftir vistaskiptin til Vals. KR vann leikinn með níu stigum, 71-80. Jón Arnór var stigahæstur í liði Vals með tuttugu stig. Kristófer átti einnig góðan leik, skoraði sautján stig og tók þrettán fráköst en það dugði skammt. Tyler Sabin fór mikinn fyrir KR og skoraði 33 stig. 11. mars 2021: Fyrsti sigur Vals á KR í 22 ár Valur gerði góða ferð í Vesturbæinn 11. mars 2021 og sigraði KR, 77-87. Jordan Roland fór hamförum í leiknum og skoraði fjörutíu stig fyrir Valsmenn sem unnu þarna fyrsta sigur sinn á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár, eða síðan 11. mars 1999. Mikill hiti var í leiknum, gömlu KR-ingarnir í Val fengu að heyra það frá stuðningsmönnum KR og Darri var rekinn út úr húsi fyrir mótmæli. Með tíu stiga sigri náði Valur betri stöðu í innbyrðis viðureignum gegn KR sem varð til þess að liðið varð ofar í Domino's deildinni og fékk heimavallarrétt sem hefur reyndar ekki enn komið að neinum notum. Í samtali við Vísi eftir leikinn sagði Jón Arnór tilfinninguna að spila á gamla heimavellinum ansi sérstaka. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór. 16. maí 2021: Sabin hetjan á Hlíðarenda Að sjálfsögðu mættust Valur og KR í úrslitakeppninni. Fyrsti leikur liðanna í Origo-höllinni var stórkostleg skemmtun, ótrúleg jafn (liðin skiptust 22 sinnum á forystunni) og úrslitin réðust í framlengingu. Sabin tryggði KR sigurinn með því að setja niður þriggja stiga skot þegar níu sekúndur voru eftir. Stuðningsmenn KR létu vel í sér heyra í Origo-höllinni og kölluðu Kristófer meðal annars Júdas. Þingkonan Helga Vala Helgadóttir var ósátt við munnsöfnuð stuðningsmanna KR og kallaði hann sora á Twitter. 19. maí 2021: Valsmenn svara fyrir sig Valur jafnaði metin í einvíginu með eins stigs sigri í DHL-höllinni. Staðan í einvíginu var ekki bara jöfn, 1-1, heldur var samanlagt stigaskor í leikjunum tveimur jafnt, 183-183. Leikurinn var gríðarlega jafn en 27 sóknarfráköst Vals vógu þungt. KR var ekki langt frá því að stela sigrinum þegar skot Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar af löngu færi var hársbreidd frá því að fara ofan í. Eftir leikinn lenti Pavel í orðaskaki við stuðningsmenn KR sem voru greinilega þeirrar skoðunar að Pavel hefði farið í Val peninganna vegna. Þá heyrðust mikil læti af göngunum í KR-heimilinu þar sem þurfti að ganga á milli manna. Meira að segja sóttvarnarlæknir blandaði sér inn í umræðuna daginn eftir leik þar sem hann minnti fólk á að fara eftir settum sóttvarnarreglum. 23. maí 2021: Öruggur KR-sigur Sama spennan var ekki í þriðja leiknum sem KR vann með tólf stiga mun, 103-115. KR-ingar héldu Roland í aðeins níu stigum og voru mun sterkari í seinni hálfleik eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 59-59. Sabin skoraði 35 stig og gaf ellefu stoðsendingar og Brandon Nazione átti sinn besta leik á tímabilinu og skilaði 33 stigum og níu fráköstum. Pavel fékk fimm villur í leiknum og vörn Vals var ekki svipur að sjón án hans. 26. maí 2021: Valsmenn ekki tilbúnir að fara í sumarfrí KR-ingar gátu tryggt sér sæti í undanúrslitum og sent Valsmenn í sumarfrí með sigri í fjórða leik liðanna í fyrradag. Þeim tókst hins vegar ekki að vinna í DHL-höllinni eins og svo oft áður í vetur. KR hefur aðeins unnið þrjá af þrettán heimaleikjum sínum á tímabilinu. Pavel átti góðan leik og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik. Miguel Cardoso var svo mjög góður með 22 stig. Roland byrjaði á bekknum og skoraði aðeins níu stig annan leikinn í röð. Valsmönnum gekk hins vegar betur að hemja Sabin og hann skoraði fimmtán stig í fjórtán skottilraunum. „Við verðum bara að taka því þannig að örlögin hafi bara ákveðið þetta. Okkur finnst við ennþá hafa fullt af tækifærum til þess að gera töluvert betur og við mætum bara tilbúnir á föstudaginn,“ sagði Darri eftir leikinn. Og flestir hlutlausir körfuboltaunnendur voru sáttir með hvernig örlögin höguðu hlutunum og færðu þjóðinni oddaleikinn. 28. maí 2021: ??? Stund sannleikans klukkan 20:15 í Origo-höllinni, beint á Stöð 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 2-2, eftir fjóra útisigra í fyrstu fjórum leikjunum. Raunar hafa allir sex leikir Vals og KR í vetur unnist á útivelli. Oddaleikur Vals og KR í Origo-höllinni hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 18:15 hefst oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur. Upphitun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 17:45 og umfjöllun Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga stendur langt á kvöld. Rígur KR og Vals er ekki nýtilkomin enda tvö af elstu félögum landsins. En í karlakörfuboltanum er hann nýr af nálinni. Á meðan KR hefur verið sigursælasta lið landsins undanfarna áratugi hefur Valur flakkað á milli efstu og næstefstu deildar. Síðustu ár hefur Valur sett meira púður í körfuboltann og sótt í smiðju KR. Og það bókstaflega. Valsmenn hafa sótt nokkra aðalleikara í velgengni KR og þeir hjálpuðu liðinu að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í mörg ár. Og Hlíðarendapiltar geta nú komist í undanúrslit Domino's deildarinnar á kostnað Vesturbæjarliðsins sem er enn ríkjandi Íslandsmeistari. Hér fyrir neðan verður stiklað á stóru í baráttu Vals og KR, innan vallar sem utan, undanfarna mánuði. 13. ágúst 2019: Pavel fer í Val Eftir að hafa hjálpað KR að vinna sex Íslandsmeistaratitla í röð vatt Pavel Ermolinskij kvæði sínu í kross og samdi við Val. Hann var þar með sá fyrsti úr Íslandsmeistaraliði KR til að færa sig yfir til Vals. „Ég var orðinn of rólegur og sáttur í KR og það hafði áhrif á hvernig ég nálgaðist körfubolta og sjálfan mig. Þetta var held ég rétti tímapunkturinn fyrir mig til þess að setja aukna pressu á mig og gera meiri kröfur til sjálfs míns,“ sagði Pavel um ástæðu þess að hann ákvað að skipta um félag. 12. mars 2020: Síðasti leikurinn fyrir hléið Valur og KR mættust í seinni leik liðanna í Domino's deildinni 12. mars 2020. KR-ingar unnu níu stiga sigur, 81-90. Degi síðar fóru síðustu leikirnir í Domino's deildinni fram. Gripið var í handbremsuna vegna kórónuveirufaraldursins og tímabilinu svo slaufað. Valur endaði í 10. sæti en KR í því fjórða. KR-ingar unnu báða leikina gegn Valsmönnum í fyrra en sá seinni reyndist vera síðasti leikur Ágústs Björgvinssonar með liðið. 4. maí 2020: Finnur Freyr tekur við Val Maðurinn sem gerði KR að Íslandsmeisturum fimm ár í röð, Finnur Freyr Stefánsson, var kynntur sem nýr þjálfari Vals 4. maí 2020. Finnur hætti hjá KR 2018 eftir fimmta Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum. Hann þjálfaði yngri flokka hjá Val einn vetur áður en hann hélt til Danmerkur þar sem hann stýrði Horsens í eitt tímabil. Finnur sneri heim á vormánuðum 2020 og Valur krækti í þennan sigursæla þjálfara. 25. maí 2020: Darri tekur við KR Menn hafa ekki bara farið úr KR í Val. Síðasta vor var Darri Freyr Atlason ráðinn þjálfari KR og tók við liðinu af Inga Þór Steinþórssyni sem var látinn taka pokann sinn þrátt fyrir að hafa skilað Íslandsmeistaratitli 2019. Darri hafði gert flotta hluti með kvennalið Vals og unnið fyrstu titlana í sögu þess. Hann er reyndar uppalinn KR-ingur og var því að snúa aftur heim. 5. ágúst 2020: Jón Arnór skrifar undir hjá Val Jón Arnór Stefánsson, jafnan talinn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur alið, skrifaði undir samning hjá Val eftir verslunarmannahelgina í fyrra. Sannarlega ein af óvæntari félagaskiptum íslenskrar íþróttasögu enda er Jón Arnór uppalinn hjá KR og hafði aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. „Þetta er stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta en svo fann ég það bara sjálfur að ég var ekki alveg tilbúinn til þess. Ég finn það bara að ég verð að komast inn á völlinn að keppa,“ sagði Jón Arnór þegar hann var kynntur til leiks hjá Val. 11. september 2020: Kristófer fer til Vals Þann 7. september 2020 greindi Kristófer Acox frá því að hann væri farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa eins og hann orðaði það. Fjórum dögum síðar samdi hann við Val. Í samtali við Vísi 25. september sagðist Kristófer eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa og hafi leitað til lögfræðings vegna þess. Að sögn Kristófers hafði hann varla fengið laun greidd á réttum tíma hjá KR síðan hann kom heim úr atvinnumennsku 2018. Sama dag svaraði Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, Kristófer og sagði hann hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Kristófer þvertók fyrir þetta. Páll sendi Val síðan væna pillu og sagði að leikmenn færu þangað sem fasteignapeningarnir væru. 18. janúar 2021: Fyrsti leikur gömlu KR-inganna gegn KR Engum duldist að meira var undir en bara tvö stig þegar KR-ingar komu í Origo-höllina mánudagskvöldið 18. janúar 2021. Það var fyrsti leikur Finns, Jóns Arnórs og Kristófers gegn KR eftir vistaskiptin til Vals. KR vann leikinn með níu stigum, 71-80. Jón Arnór var stigahæstur í liði Vals með tuttugu stig. Kristófer átti einnig góðan leik, skoraði sautján stig og tók þrettán fráköst en það dugði skammt. Tyler Sabin fór mikinn fyrir KR og skoraði 33 stig. 11. mars 2021: Fyrsti sigur Vals á KR í 22 ár Valur gerði góða ferð í Vesturbæinn 11. mars 2021 og sigraði KR, 77-87. Jordan Roland fór hamförum í leiknum og skoraði fjörutíu stig fyrir Valsmenn sem unnu þarna fyrsta sigur sinn á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár, eða síðan 11. mars 1999. Mikill hiti var í leiknum, gömlu KR-ingarnir í Val fengu að heyra það frá stuðningsmönnum KR og Darri var rekinn út úr húsi fyrir mótmæli. Með tíu stiga sigri náði Valur betri stöðu í innbyrðis viðureignum gegn KR sem varð til þess að liðið varð ofar í Domino's deildinni og fékk heimavallarrétt sem hefur reyndar ekki enn komið að neinum notum. Í samtali við Vísi eftir leikinn sagði Jón Arnór tilfinninguna að spila á gamla heimavellinum ansi sérstaka. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór. 16. maí 2021: Sabin hetjan á Hlíðarenda Að sjálfsögðu mættust Valur og KR í úrslitakeppninni. Fyrsti leikur liðanna í Origo-höllinni var stórkostleg skemmtun, ótrúleg jafn (liðin skiptust 22 sinnum á forystunni) og úrslitin réðust í framlengingu. Sabin tryggði KR sigurinn með því að setja niður þriggja stiga skot þegar níu sekúndur voru eftir. Stuðningsmenn KR létu vel í sér heyra í Origo-höllinni og kölluðu Kristófer meðal annars Júdas. Þingkonan Helga Vala Helgadóttir var ósátt við munnsöfnuð stuðningsmanna KR og kallaði hann sora á Twitter. 19. maí 2021: Valsmenn svara fyrir sig Valur jafnaði metin í einvíginu með eins stigs sigri í DHL-höllinni. Staðan í einvíginu var ekki bara jöfn, 1-1, heldur var samanlagt stigaskor í leikjunum tveimur jafnt, 183-183. Leikurinn var gríðarlega jafn en 27 sóknarfráköst Vals vógu þungt. KR var ekki langt frá því að stela sigrinum þegar skot Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar af löngu færi var hársbreidd frá því að fara ofan í. Eftir leikinn lenti Pavel í orðaskaki við stuðningsmenn KR sem voru greinilega þeirrar skoðunar að Pavel hefði farið í Val peninganna vegna. Þá heyrðust mikil læti af göngunum í KR-heimilinu þar sem þurfti að ganga á milli manna. Meira að segja sóttvarnarlæknir blandaði sér inn í umræðuna daginn eftir leik þar sem hann minnti fólk á að fara eftir settum sóttvarnarreglum. 23. maí 2021: Öruggur KR-sigur Sama spennan var ekki í þriðja leiknum sem KR vann með tólf stiga mun, 103-115. KR-ingar héldu Roland í aðeins níu stigum og voru mun sterkari í seinni hálfleik eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 59-59. Sabin skoraði 35 stig og gaf ellefu stoðsendingar og Brandon Nazione átti sinn besta leik á tímabilinu og skilaði 33 stigum og níu fráköstum. Pavel fékk fimm villur í leiknum og vörn Vals var ekki svipur að sjón án hans. 26. maí 2021: Valsmenn ekki tilbúnir að fara í sumarfrí KR-ingar gátu tryggt sér sæti í undanúrslitum og sent Valsmenn í sumarfrí með sigri í fjórða leik liðanna í fyrradag. Þeim tókst hins vegar ekki að vinna í DHL-höllinni eins og svo oft áður í vetur. KR hefur aðeins unnið þrjá af þrettán heimaleikjum sínum á tímabilinu. Pavel átti góðan leik og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik. Miguel Cardoso var svo mjög góður með 22 stig. Roland byrjaði á bekknum og skoraði aðeins níu stig annan leikinn í röð. Valsmönnum gekk hins vegar betur að hemja Sabin og hann skoraði fimmtán stig í fjórtán skottilraunum. „Við verðum bara að taka því þannig að örlögin hafi bara ákveðið þetta. Okkur finnst við ennþá hafa fullt af tækifærum til þess að gera töluvert betur og við mætum bara tilbúnir á föstudaginn,“ sagði Darri eftir leikinn. Og flestir hlutlausir körfuboltaunnendur voru sáttir með hvernig örlögin höguðu hlutunum og færðu þjóðinni oddaleikinn. 28. maí 2021: ??? Stund sannleikans klukkan 20:15 í Origo-höllinni, beint á Stöð 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira