Sumarið er tíminn – eða hvað? Katrín Kristjánsdóttir skrifar 28. maí 2021 12:30 Sumarið er tíminn. Sólin hækkar á lofti, bólusetningar í rífandi gangi, það er von og spenningur í loftinu. Mörg erum við farin að dusta rykinu af útilegubúnaðinum og farin að plana sumarið með tilheyrandi eftirvæntingu. En er það bara gefið hjá okkur að sumarið sé tíminn? Er tabú að hlakka ekki til sumarsins? Sumarið er tími samverustunda, fjölskyldufría, kostnaðarsamra ævintýraferða. Það er eðlilega eitthvað sem ekkert allir hafa kost á. Sumarið er líka tími rútínuleysis og mikilla (stundum of mikilla) samverustunda. Sem eðlilega er ekkert tilhlökkunarefni hjá öllum. Fjölskyldan og fríið, á hvaða forsendum er fríið? Hverjar eru væntingar fjölskyldunnar? Er samræmi í væntingum fjölskyldunnar til frísins eða er túlkunin á orðinu „frí“ mismunandi eftir því við hvaða fjölskyldumeðlim er rætt? Ákjósanlegast er að fríið sé á forsendum allra í fjölskyldunni. Algengt er og auðvitað hætt við því að forsendur krakkanna verði áberandi. En fríið þarf að vera á forsendum foreldranna líka. Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og túlkun okkar á orðinu frí getur heldur betur verið misjöfn. Hvort sem að frí þýðir hringferð um landið með tjaldvagn, útlandaferð, sólarströnd, borgarferð eða “hreyfifrí“. Þess vegna er mikilvægt að taka samtalið – hvernig sumarfríi viljum við eiga? Mikilvægt er að eiga samtalið við fjölskyldumeðlimi, við makann og börnin um það hvernig þau sjái fyrir sér að halda sumarfrí. Það er hægt að láta sig dreyma, og svo er hægt að gera raunsætt plan út frá því. Mikilvægast er þó að eiga samtalið og skipuleggja sig út frá því – og þannig auka líkurnar á því að fríið taki mið af forsendum allra í fjölskyldunni. Svo eru auðvitað aðrir sem vilja ekkert skipuleggja, það er persónubundið eins og annað hvað hentar fólki. En það þarf þá að vera búið að ræða það að við sem fjölskylda eða par ætlum ekkert að skipuleggja neitt og láta þetta bara ráðast. En hvernig er staðan á okkur núna? Þetta er annað sumarið í röð sem við ætlum að mestu leyti að ferðast innanlands. COVID hefur staðið yfir í mun lengri tíma en margir gerðu ráð fyrir og við finnum það á fólki að það eru margir hálf örmagna. Erum við að fara úrvinda í frí? Ef svarið við því er já, þá skiptir gríðarlega miklu máli að gert sé ráð fyrir því þegar fríið er skipulagt. Að gert sé ráð fyrir tíma til að vinda ofan af uppsafnaðri þreytu. Aðeins að lenda, ná áttum, jafnvel sofa og ná fókus aftur. Það tekur tíma að vinda ofan af sér. Í hnotskurn þá ætti það ekki að vera tabú að finnast sumarið yfirþyrmandi. Ræðum það við okkar nánustu og reynum að finna okkur eitthvað til að hlakka til á okkar forsendum og með okkar leiðum. Tökum ábyrgð á okkar vellíðan – því það gerir það enginn fyrir okkur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál, tveggja barna móðir og maki og finnst allt í lagi að viðurkenna að sumartíminn getur verið yfirþyrmandi á köflum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp Skoðun Skoðun Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn. Sólin hækkar á lofti, bólusetningar í rífandi gangi, það er von og spenningur í loftinu. Mörg erum við farin að dusta rykinu af útilegubúnaðinum og farin að plana sumarið með tilheyrandi eftirvæntingu. En er það bara gefið hjá okkur að sumarið sé tíminn? Er tabú að hlakka ekki til sumarsins? Sumarið er tími samverustunda, fjölskyldufría, kostnaðarsamra ævintýraferða. Það er eðlilega eitthvað sem ekkert allir hafa kost á. Sumarið er líka tími rútínuleysis og mikilla (stundum of mikilla) samverustunda. Sem eðlilega er ekkert tilhlökkunarefni hjá öllum. Fjölskyldan og fríið, á hvaða forsendum er fríið? Hverjar eru væntingar fjölskyldunnar? Er samræmi í væntingum fjölskyldunnar til frísins eða er túlkunin á orðinu „frí“ mismunandi eftir því við hvaða fjölskyldumeðlim er rætt? Ákjósanlegast er að fríið sé á forsendum allra í fjölskyldunni. Algengt er og auðvitað hætt við því að forsendur krakkanna verði áberandi. En fríið þarf að vera á forsendum foreldranna líka. Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og túlkun okkar á orðinu frí getur heldur betur verið misjöfn. Hvort sem að frí þýðir hringferð um landið með tjaldvagn, útlandaferð, sólarströnd, borgarferð eða “hreyfifrí“. Þess vegna er mikilvægt að taka samtalið – hvernig sumarfríi viljum við eiga? Mikilvægt er að eiga samtalið við fjölskyldumeðlimi, við makann og börnin um það hvernig þau sjái fyrir sér að halda sumarfrí. Það er hægt að láta sig dreyma, og svo er hægt að gera raunsætt plan út frá því. Mikilvægast er þó að eiga samtalið og skipuleggja sig út frá því – og þannig auka líkurnar á því að fríið taki mið af forsendum allra í fjölskyldunni. Svo eru auðvitað aðrir sem vilja ekkert skipuleggja, það er persónubundið eins og annað hvað hentar fólki. En það þarf þá að vera búið að ræða það að við sem fjölskylda eða par ætlum ekkert að skipuleggja neitt og láta þetta bara ráðast. En hvernig er staðan á okkur núna? Þetta er annað sumarið í röð sem við ætlum að mestu leyti að ferðast innanlands. COVID hefur staðið yfir í mun lengri tíma en margir gerðu ráð fyrir og við finnum það á fólki að það eru margir hálf örmagna. Erum við að fara úrvinda í frí? Ef svarið við því er já, þá skiptir gríðarlega miklu máli að gert sé ráð fyrir því þegar fríið er skipulagt. Að gert sé ráð fyrir tíma til að vinda ofan af uppsafnaðri þreytu. Aðeins að lenda, ná áttum, jafnvel sofa og ná fókus aftur. Það tekur tíma að vinda ofan af sér. Í hnotskurn þá ætti það ekki að vera tabú að finnast sumarið yfirþyrmandi. Ræðum það við okkar nánustu og reynum að finna okkur eitthvað til að hlakka til á okkar forsendum og með okkar leiðum. Tökum ábyrgð á okkar vellíðan – því það gerir það enginn fyrir okkur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál, tveggja barna móðir og maki og finnst allt í lagi að viðurkenna að sumartíminn getur verið yfirþyrmandi á köflum.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar