Grænt ljós komið á norska yfirtöku Nóa Síríus Eiður Þór Árnason skrifar 28. maí 2021 13:00 Lasse Ruud-Hansen, tilvonandi forstjóri Nóa Síríus og Ingvill T. Berg, forstjóri Orkla Confectionery & Snacks. Orkla Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kaupa Orkla ASA á 80% eignarhlut í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi hf. Greint var frá því í byrjun mánaðar að norski matvælarisinn hafi komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé félagsins en fyrir átti Orkla 20% hlut í sælgætisframleiðandanum. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins (SE) sem tók þau til rannsóknar eftir að tilkynning barst um viðskiptin þann 5. maí. Orkla, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki á Norðurlöndum, er með höfuðstöðvar sínar í Osló og er jafnframt skráð í norsku kauphöllina. Norski risinn teygir anga sína í Kjarnavörur, Ísbúð Vesturbæjar og Gæðabakstur Orkla á eignarhlut í Dragsbæk A/S, dönsku félagi sem á meirihluta hlutafjár í Kjarnavörum ehf. Kjarnavörur er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir og selur meðal annars smjörlíki, viðbit, steikingarfeiti, sultur, ávaxtagrauta og sósur. Þá fara Kjarnavörur með yfirráð yfir félögunum Innbaki hf. sem selur umbúðir, hráefni og vörur fyrir bakaraiðnaðinn, Nonna litla ehf. sem framleiðir og selur meðal annars kaldar sósur og Ísbúð Vesturbæjar ehf. sem rekur samnefndar ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn SE á Orkla jafnframt eignarhlut í Bluma Food I/S, sem á hlut í Visku hf. og Gæðabakstri ehf. Gæðabakstur framleiðir og selur brauð í heildsölu auk þess sem félagið á Kristjánsbakarí sem rekur bakarí á Akureyri og sinnir framleiðslu og sölu á brauði í heildsölu. Að lokum á norska matvælafyrirtækið hlut í Nóa Síríusi sem framleiðir og selur sælgæti auk þess að flytja inn og selja vörur í heildsölu, meðal annars frá vörumerkjum á borð við Pringles, Kellogg‘s og Valor. Telja að samkeppni muni ekki raskast Fram kemur í ákvörðun SE að starfsemi Orkla á Íslandi felist í sölu og dreifingu á ýmsum neysluvörum og framleiðsluvörum, aðallega bökunarvörum, til framleiðenda, heildsala og smásala, oft í gegnum íslenska milliliði. Að mati SE er Orkla og Nói Sírius einungis í samkeppni á mörkuðum fyrir heildsölu á sælgæti, snakki og morgunkorni. Við kaup Orkla á 20% hlut í fyrirtækinu árið 2019 komst SE að þeirri niðurstöðu að við þann samruna myndi hvorki myndast eða styrkjast markaðsráðandi staða. Þá væru ekki vísbendingar um að samkeppni myndi raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum var það niðurstaða eftirlitsins á þeim tíma að ekki væri ástæða til þess að aðhafast vegna samrunans. Hér má sjá brotabrot af þeim vörumerkjum sem eru í eigu Orkla en margir Íslendingar kannast við Kims, Göteborgs kex, Panda og OLW.Orkla Er það mat eftirlitsins að þær breytingar sem hafi átt sér stað frá þeim tíma hrófli ekki við áðurnefndu mati. Telur SE því ekki tilefni til að grípa til íhlutunar vegna þessarar breytingar á yfirráðum yfir Nóa Síríus. Fram hefur komið að Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, hafi óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri félagsins í tengslum við viðskiptin eftir 31 ár í starfi. Hann mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen tekur við. Fréttin hefur verið uppfærð. Matvælaframleiðsla Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25 Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins (SE) sem tók þau til rannsóknar eftir að tilkynning barst um viðskiptin þann 5. maí. Orkla, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki á Norðurlöndum, er með höfuðstöðvar sínar í Osló og er jafnframt skráð í norsku kauphöllina. Norski risinn teygir anga sína í Kjarnavörur, Ísbúð Vesturbæjar og Gæðabakstur Orkla á eignarhlut í Dragsbæk A/S, dönsku félagi sem á meirihluta hlutafjár í Kjarnavörum ehf. Kjarnavörur er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir og selur meðal annars smjörlíki, viðbit, steikingarfeiti, sultur, ávaxtagrauta og sósur. Þá fara Kjarnavörur með yfirráð yfir félögunum Innbaki hf. sem selur umbúðir, hráefni og vörur fyrir bakaraiðnaðinn, Nonna litla ehf. sem framleiðir og selur meðal annars kaldar sósur og Ísbúð Vesturbæjar ehf. sem rekur samnefndar ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn SE á Orkla jafnframt eignarhlut í Bluma Food I/S, sem á hlut í Visku hf. og Gæðabakstri ehf. Gæðabakstur framleiðir og selur brauð í heildsölu auk þess sem félagið á Kristjánsbakarí sem rekur bakarí á Akureyri og sinnir framleiðslu og sölu á brauði í heildsölu. Að lokum á norska matvælafyrirtækið hlut í Nóa Síríusi sem framleiðir og selur sælgæti auk þess að flytja inn og selja vörur í heildsölu, meðal annars frá vörumerkjum á borð við Pringles, Kellogg‘s og Valor. Telja að samkeppni muni ekki raskast Fram kemur í ákvörðun SE að starfsemi Orkla á Íslandi felist í sölu og dreifingu á ýmsum neysluvörum og framleiðsluvörum, aðallega bökunarvörum, til framleiðenda, heildsala og smásala, oft í gegnum íslenska milliliði. Að mati SE er Orkla og Nói Sírius einungis í samkeppni á mörkuðum fyrir heildsölu á sælgæti, snakki og morgunkorni. Við kaup Orkla á 20% hlut í fyrirtækinu árið 2019 komst SE að þeirri niðurstöðu að við þann samruna myndi hvorki myndast eða styrkjast markaðsráðandi staða. Þá væru ekki vísbendingar um að samkeppni myndi raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum var það niðurstaða eftirlitsins á þeim tíma að ekki væri ástæða til þess að aðhafast vegna samrunans. Hér má sjá brotabrot af þeim vörumerkjum sem eru í eigu Orkla en margir Íslendingar kannast við Kims, Göteborgs kex, Panda og OLW.Orkla Er það mat eftirlitsins að þær breytingar sem hafi átt sér stað frá þeim tíma hrófli ekki við áðurnefndu mati. Telur SE því ekki tilefni til að grípa til íhlutunar vegna þessarar breytingar á yfirráðum yfir Nóa Síríus. Fram hefur komið að Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, hafi óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri félagsins í tengslum við viðskiptin eftir 31 ár í starfi. Hann mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen tekur við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Matvælaframleiðsla Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25 Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25
Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42