Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Sæbjörn Steinke skrifar 30. maí 2021 23:22 vísir/bára Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. Mikið jafnræði var með liðunum nær allan leikinn. Haukar leiddu mest með fjórum stigum í leiknum og Valur með níu stigum. Stærsta augnablik fyrri hálfleiksins var líklega sjö stiga sprettur Hauka þar sem Bríet Sif setti niður þrist og vítaskot að auki áður og Alyesha bætti svo við þriggja stiga körfu í næstu sókn. Seinni hálfleikurinn var mjög jafn allan tímann. Staðan var 63-62 fyrir Hauka þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en á næstu mínútu settu Valskonur tvo þrista sem vógu gífurlega þungt. Haukakonur skoruðu einungis tvö stig á síðustu rúmu tveimur mínútunum gegn níu stigum frá gestunum og munaði að lokum sex stigum. Bæði lið sýndu mikinn vilja og spiluðu heilt yfir öflugan varnarleik en heimakonur klikkuðu á stóru augnablikunum varnarlega undir lokin og það varð þeim að falli. Það var ekki þannig að það væri stress í Haukaliðinu heldur einfaldlega mistök þegar Valskonur hreyfðu boltann í lokasóknunum. Það ber að hrósa Valskonum fyrir að setja þessi skot niður því það er ekki sjálfgefið. Leikurinn var heilt yfir mikil skemmtun og öll umgjörð til fyrirmyndar. Vonandi fyrir hlutlausa verður þessi rimma lengri heldur en þrír leikir en Valskonur munu gera allt til að klára þetta í þremur leikjum með sigri á miðvikudag. Af hverju vann Valur? Gestirnir voru ofan á frákastabaráttunni og voru öruggari með sinn sóknarleik í lokin á meðan sókn Haukakvenna hikstaði. Þristarnir frá Hallveigu og Helenu vógu þungt en það segir sig sjálft að ef þú tekur fimmtán fleiri fráköst en hitt liðið að þá á að vera erfitt að tapa leiknum. Það er kannski lýsandi að það munaði sex stigum á liðunum í tölfræðiliðnum stig eftir sóknarfráköst. Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest á vellinum með 21 stig og fimmtán fráköst. Hún gaf þar að auki níu stoðsendingar og var því einungis einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hildur Björg var öflug með fjórtán stig og Dagbjört skoraði ellefu stig. Þær Eva Margrét, Alyesha Lovett og Þóra Kristín voru atkvæðamestar hjá Haukum og þá var Sara Rún einnig öflug. Sara Rún var í smá villuvandræðum í leiknum og gæti það hafa sett ákveðið strik í reikninginn. Eva Margrét skoraði tólf stig og tók átta fráköst. Alyesha skoraði fimmtán stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þóra skoraði sextán stig og stal þremur boltum og Sara setti ellefu stig á töfluna. Hvað gekk illa? Kiana Johnson átti ekki sinn besta dag hjá Val, spilaði 38 og hálfa mínútu en skilaði einungis sjö stigum og alls átta framlagspunktum. Vítanýting Valskvenna var heldur ekkert sérstök eða 10/17, 58%. Haukar þurfa að vera duglegri í fráköstunum í næsta leik til að eiga möguleika en annars var heilt yfir mjótt á mununum. Hvað gerist næst? Bakið er upp við vegg hjá Haukum og þurfa þær að vinna á miðvikudaginn til að gera alvöru seríu úr þessu einvígi. Valskonur verða Íslandsmeistarar með sigri á heimavelli í þriðja leiknum. Hildur Björg: Duttu stórar körfur niður á réttum tíma Hildur Björg Kjartansdóttir á milli systranna Söru og Bríetar Hinriksdætra.Vísir/Bára „Geggjaður leikur, hörkuleikur við gott Haukalið. Það er aldrei auðvelt að koma hingað og því erum við mjög glaðar með sigurinn í dag,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals, sátt í leikslok. „Baráttan í okkur fannst mér lykillinn að sigrinum, við fórum að njóta okkur meira í seinni hálfleik og svo duttu stórar körfur niður á réttum tíma.“ Tveir þristar rötuðu rétta leið með stutu millibili undir lok leiks og reyndust það stigin sem tryggðu sigurinn. „Réttu skotin duttu niður hjá okkur á meðan þær kannski klúðruðu hinu megin. Þetta datt með okkur í dag.“ Hildur skoraði fjórtán stig og tók sex fráköst í leiknum. „Það er aldrei neitt fullkomið en svo lengi sem það er sigur þá er ég sátt,“ sagði Hildur. Þóra Kristín: Vorum frekar góðar þangað til þær settu stóru skotin niður Þóra Kristín Jónsdóttirvar svekkt í leikslok.vísir/vilhelm „Þetta er mjög svekkjandi, það er erfitt að vera 0-2 undir í seríunni en við verðum að mæta sterkar í næsta leik og klára hann,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, leikmaður Hauka, skiljanlega svekkt. „Við ætluðum okkur að vera sterkari á boltann en í síðasta leik, sækja á stóru mennina þeirra og á körfuna. Við gerðum það í dag og það skilaði góðri byrjun. Fráköstin urðu okkur að falli. Það er dýrt fyrir okkur ef þær taka sóknarfráköst og fá þá annan séns til að skora. Heilt yfir vorum við frekar góðar eða þangað til þær settu stóru skotin niður.“ Ætliði ykkur að koma allt öðruvísi til leiks í næsta leik verandi með bakið upp við vegg? „Nei, ég held ekki. Við vorum frekar nálægt þessu í dag, við þurfum að auka ákefðina ennþá meira og sækja sigurinn.“ Þóra skoraði sextán stig og stal þremur boltum í leiknum. Getur hún verið sátt við eigin frammistöðu? „Það er erfitt en þetta var bara fínt í dag,“ sagði Þóra. Bjarni Magnússon: Þessi þrjú litlu atriði spila stóran þátt í þessu tapi Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með stærstan hluta leiksins hjá sínu liði í kvöld.Vísir/Bára „Þetta er mjög svekkjandi, þetta fer frá okkur á síðustu þremur mínútunum. Við vorum að gera mistök varnarlega sem við vorum ekki búin að gera. Þær fá níu stig úr þremur þristum þar sem við gerum mistök á skiptingum. Stóran hluta leiksins erum við líka í frákastavandræðum en þessar síðustu þrjár mínútur vorum við ekki að gera hlutina nógu vel. Stelpurnar voru búnar að gera mjög vel í 37 mínútur. Ég var mjög ánægður með þær, þær voru á fullu en þessi þrjú litlu atriði spila stóran þátt í þessu tapi,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka eftir leikinn. Ertu sérstaklega ósáttur með í leik þíns liðs í dag? „Nei, heilt yfir var þetta mjög fínt. Ef við fáum allar til að gera sitt besta þá getum við ekki beðið um meira. Þær vita jafnvel og ég að þessi þrjú mistök sem við gerum varnarlega kosta okkur dálítið leikinn.“ Hvað þurfið þið að gera aukalega, miðað við frammistöðuna í dag, til að klára leik á móti Val í þessu úrslitaeinvígi? „Við þurfum að spila eins og við vorum að gera í dag. Í dag byrjuðum við sterkt og þetta var hörkuleikur en við verðum að vera einbeittar í fjörutíu mínútur. Þetta eru úrslitin og því verðum við að bæta þessum þremur mínútum við í næsta leik. Við ætlum að ná í fyrsta sigurinn á miðvikudaginn. Það kemur ekkert annað til greina,“ sagði Bjarni að lokum. Haukar Valur Dominos-deild kvenna
Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. Mikið jafnræði var með liðunum nær allan leikinn. Haukar leiddu mest með fjórum stigum í leiknum og Valur með níu stigum. Stærsta augnablik fyrri hálfleiksins var líklega sjö stiga sprettur Hauka þar sem Bríet Sif setti niður þrist og vítaskot að auki áður og Alyesha bætti svo við þriggja stiga körfu í næstu sókn. Seinni hálfleikurinn var mjög jafn allan tímann. Staðan var 63-62 fyrir Hauka þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en á næstu mínútu settu Valskonur tvo þrista sem vógu gífurlega þungt. Haukakonur skoruðu einungis tvö stig á síðustu rúmu tveimur mínútunum gegn níu stigum frá gestunum og munaði að lokum sex stigum. Bæði lið sýndu mikinn vilja og spiluðu heilt yfir öflugan varnarleik en heimakonur klikkuðu á stóru augnablikunum varnarlega undir lokin og það varð þeim að falli. Það var ekki þannig að það væri stress í Haukaliðinu heldur einfaldlega mistök þegar Valskonur hreyfðu boltann í lokasóknunum. Það ber að hrósa Valskonum fyrir að setja þessi skot niður því það er ekki sjálfgefið. Leikurinn var heilt yfir mikil skemmtun og öll umgjörð til fyrirmyndar. Vonandi fyrir hlutlausa verður þessi rimma lengri heldur en þrír leikir en Valskonur munu gera allt til að klára þetta í þremur leikjum með sigri á miðvikudag. Af hverju vann Valur? Gestirnir voru ofan á frákastabaráttunni og voru öruggari með sinn sóknarleik í lokin á meðan sókn Haukakvenna hikstaði. Þristarnir frá Hallveigu og Helenu vógu þungt en það segir sig sjálft að ef þú tekur fimmtán fleiri fráköst en hitt liðið að þá á að vera erfitt að tapa leiknum. Það er kannski lýsandi að það munaði sex stigum á liðunum í tölfræðiliðnum stig eftir sóknarfráköst. Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest á vellinum með 21 stig og fimmtán fráköst. Hún gaf þar að auki níu stoðsendingar og var því einungis einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hildur Björg var öflug með fjórtán stig og Dagbjört skoraði ellefu stig. Þær Eva Margrét, Alyesha Lovett og Þóra Kristín voru atkvæðamestar hjá Haukum og þá var Sara Rún einnig öflug. Sara Rún var í smá villuvandræðum í leiknum og gæti það hafa sett ákveðið strik í reikninginn. Eva Margrét skoraði tólf stig og tók átta fráköst. Alyesha skoraði fimmtán stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þóra skoraði sextán stig og stal þremur boltum og Sara setti ellefu stig á töfluna. Hvað gekk illa? Kiana Johnson átti ekki sinn besta dag hjá Val, spilaði 38 og hálfa mínútu en skilaði einungis sjö stigum og alls átta framlagspunktum. Vítanýting Valskvenna var heldur ekkert sérstök eða 10/17, 58%. Haukar þurfa að vera duglegri í fráköstunum í næsta leik til að eiga möguleika en annars var heilt yfir mjótt á mununum. Hvað gerist næst? Bakið er upp við vegg hjá Haukum og þurfa þær að vinna á miðvikudaginn til að gera alvöru seríu úr þessu einvígi. Valskonur verða Íslandsmeistarar með sigri á heimavelli í þriðja leiknum. Hildur Björg: Duttu stórar körfur niður á réttum tíma Hildur Björg Kjartansdóttir á milli systranna Söru og Bríetar Hinriksdætra.Vísir/Bára „Geggjaður leikur, hörkuleikur við gott Haukalið. Það er aldrei auðvelt að koma hingað og því erum við mjög glaðar með sigurinn í dag,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals, sátt í leikslok. „Baráttan í okkur fannst mér lykillinn að sigrinum, við fórum að njóta okkur meira í seinni hálfleik og svo duttu stórar körfur niður á réttum tíma.“ Tveir þristar rötuðu rétta leið með stutu millibili undir lok leiks og reyndust það stigin sem tryggðu sigurinn. „Réttu skotin duttu niður hjá okkur á meðan þær kannski klúðruðu hinu megin. Þetta datt með okkur í dag.“ Hildur skoraði fjórtán stig og tók sex fráköst í leiknum. „Það er aldrei neitt fullkomið en svo lengi sem það er sigur þá er ég sátt,“ sagði Hildur. Þóra Kristín: Vorum frekar góðar þangað til þær settu stóru skotin niður Þóra Kristín Jónsdóttirvar svekkt í leikslok.vísir/vilhelm „Þetta er mjög svekkjandi, það er erfitt að vera 0-2 undir í seríunni en við verðum að mæta sterkar í næsta leik og klára hann,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, leikmaður Hauka, skiljanlega svekkt. „Við ætluðum okkur að vera sterkari á boltann en í síðasta leik, sækja á stóru mennina þeirra og á körfuna. Við gerðum það í dag og það skilaði góðri byrjun. Fráköstin urðu okkur að falli. Það er dýrt fyrir okkur ef þær taka sóknarfráköst og fá þá annan séns til að skora. Heilt yfir vorum við frekar góðar eða þangað til þær settu stóru skotin niður.“ Ætliði ykkur að koma allt öðruvísi til leiks í næsta leik verandi með bakið upp við vegg? „Nei, ég held ekki. Við vorum frekar nálægt þessu í dag, við þurfum að auka ákefðina ennþá meira og sækja sigurinn.“ Þóra skoraði sextán stig og stal þremur boltum í leiknum. Getur hún verið sátt við eigin frammistöðu? „Það er erfitt en þetta var bara fínt í dag,“ sagði Þóra. Bjarni Magnússon: Þessi þrjú litlu atriði spila stóran þátt í þessu tapi Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með stærstan hluta leiksins hjá sínu liði í kvöld.Vísir/Bára „Þetta er mjög svekkjandi, þetta fer frá okkur á síðustu þremur mínútunum. Við vorum að gera mistök varnarlega sem við vorum ekki búin að gera. Þær fá níu stig úr þremur þristum þar sem við gerum mistök á skiptingum. Stóran hluta leiksins erum við líka í frákastavandræðum en þessar síðustu þrjár mínútur vorum við ekki að gera hlutina nógu vel. Stelpurnar voru búnar að gera mjög vel í 37 mínútur. Ég var mjög ánægður með þær, þær voru á fullu en þessi þrjú litlu atriði spila stóran þátt í þessu tapi,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka eftir leikinn. Ertu sérstaklega ósáttur með í leik þíns liðs í dag? „Nei, heilt yfir var þetta mjög fínt. Ef við fáum allar til að gera sitt besta þá getum við ekki beðið um meira. Þær vita jafnvel og ég að þessi þrjú mistök sem við gerum varnarlega kosta okkur dálítið leikinn.“ Hvað þurfið þið að gera aukalega, miðað við frammistöðuna í dag, til að klára leik á móti Val í þessu úrslitaeinvígi? „Við þurfum að spila eins og við vorum að gera í dag. Í dag byrjuðum við sterkt og þetta var hörkuleikur en við verðum að vera einbeittar í fjörutíu mínútur. Þetta eru úrslitin og því verðum við að bæta þessum þremur mínútum við í næsta leik. Við ætlum að ná í fyrsta sigurinn á miðvikudaginn. Það kemur ekkert annað til greina,“ sagði Bjarni að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti