Íslandsmeistari þrjátíu árum eftir fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2021 12:32 Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna og fagna hér með bikarinn. Badminton.is Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Daníel Jóhannesson urðu bæði Íslandsmeistarar í badminton í fyrsta sinn um helgina en einn af hinum Íslandsmeisturum helgarinnar varð sinn fyrsta titil löngu áður en þau Júlíana Karitas og Daníel fæddust. Hin átján ára gamla Júlíana Karitas varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna eftir 21-19 og 21-19 sigur á Sigríði Árnadóttur en báðar eru þær í TBR. Daníel vann úrslitalitaleikinn í einliðaleik karla á móti Róberti Inga Huldarssyni úr BH 21-12 og 21-16. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitillinn Júlíönu í meistaraflokki en Daníel hafði áður orðið Íslandsmeistari í tvíliðaleik árið 2018. Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir úr TBR og ÍA urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þær unnu þær Örnu Karen Jóhannsdóttur og Sigríði Árnadóttur TBR í úrslitaleiknum 21-13 og 27-25. Elsa og Drífa eiga marga Íslandsmeistaratitla á ferilsskránni sinni en Elsa varð Íslandsmeistari í einliðaleik árin 1991-1995 og svo aftur árin 1998-2000. Það eru því þrjátíu ár frá hennar fyrsta titli. Þá varð Elsa Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 1994-2000 og í tvenndarleik árin 1994, 1996 og 2002. Drífa varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 2004, 2015-2016 og 2019. Þá varð hún einnig Íslandsmeistari í tvenndarleik árin 1998-1999, 2003-2004, 2006 og 2020. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson úr TBR tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð í tvíliðaleik karla en þeir unnu Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson í oddaleik í úrslitunum 21-16, 16-21 og 24-22. Þeir félagar hafa unnið titilinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Kristófer Darri og Drífa unnu bæði tvöfalt því þau urðu einnig Íslandsmeistarar í tvenndarleik eftir að hafa unnið Daníel Jóhannesson og Sigríði Árnadóttur úr TBR í jöfnum úrslitaleik 21-17 og 21-18. Sigríður tapaði því öllum þremur úrslitaleikjunum í ár. Badminton Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira
Hin átján ára gamla Júlíana Karitas varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna eftir 21-19 og 21-19 sigur á Sigríði Árnadóttur en báðar eru þær í TBR. Daníel vann úrslitalitaleikinn í einliðaleik karla á móti Róberti Inga Huldarssyni úr BH 21-12 og 21-16. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitillinn Júlíönu í meistaraflokki en Daníel hafði áður orðið Íslandsmeistari í tvíliðaleik árið 2018. Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir úr TBR og ÍA urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þær unnu þær Örnu Karen Jóhannsdóttur og Sigríði Árnadóttur TBR í úrslitaleiknum 21-13 og 27-25. Elsa og Drífa eiga marga Íslandsmeistaratitla á ferilsskránni sinni en Elsa varð Íslandsmeistari í einliðaleik árin 1991-1995 og svo aftur árin 1998-2000. Það eru því þrjátíu ár frá hennar fyrsta titli. Þá varð Elsa Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 1994-2000 og í tvenndarleik árin 1994, 1996 og 2002. Drífa varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 2004, 2015-2016 og 2019. Þá varð hún einnig Íslandsmeistari í tvenndarleik árin 1998-1999, 2003-2004, 2006 og 2020. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson úr TBR tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð í tvíliðaleik karla en þeir unnu Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson í oddaleik í úrslitunum 21-16, 16-21 og 24-22. Þeir félagar hafa unnið titilinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Kristófer Darri og Drífa unnu bæði tvöfalt því þau urðu einnig Íslandsmeistarar í tvenndarleik eftir að hafa unnið Daníel Jóhannesson og Sigríði Árnadóttur úr TBR í jöfnum úrslitaleik 21-17 og 21-18. Sigríður tapaði því öllum þremur úrslitaleikjunum í ár.
Badminton Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira