Biðlistastjóri ríkisins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2021 15:01 Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót. Það er hins vegar ekki reyndin. Þvert á móti virðist hin ósýnilega ríkisstofnun „Biðlistastjóri ríkisins“ hafa fest sig í sessi og það sem verra er, bætt við sig mannskap. Hjá þeim er allt að gerast og það gengur vel. Biðlistar halda áfram að lengjast og þeim fjölgar með dyggum stuðningi ríkisstjórnar. Skoðum helstu verkefni Biðlistastjóra ríkisins: Aðför að heilsu kvenna og geðheilbrigði Skimanir kvenna vegna leghálskrabbameina eru í lamasessi eins og þekkt er. Konur fá ekki niðurstöður fyrr en eftir dúk og disk, ef þær fá þá svör á annað borð. Lítið heyrist frá heilbrigðisráðherra sem hefur sett sjálfa sig á bið eftir skýrslu um málið. Á meðan ríkir óvissan. Það sama gildir um nýtt fyrirkomulag vegna brjóstakrabbameins. Yfir þúsund börn eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð hjá opinbera heilbrigðiskerfinu. Lengstur er biðlistinn eftir þjónustu Þroska- og hegðunarmiðstöðvar. Biðlistar til að fá greiningu og meðferð sem er síðan forsenda fyrir stuðningi í skólakerfinu. Fyrir fullorðna fólkið er staðan einnig grafalvarleg. Hvert sem litið erblasa við biðlistar. Viðreisn náði í gegn frumvarpi sem varð að lögum um að niðurgreiða þessa þjónustu en hver tími kostar um 15-20 þúsund krónur. Áherslan var á að gera andlega líðan jafngilda líkamlegri líðan í heilbrigðiskerfinu. En jafnframt átti að koma til móts við yngra og efnaminna fólk. Ekkert fjármagn fæst í verkefnið hjá ríkisstjórninni þótt það gæti stytt biðlista og tryggt lífsnauðsynlega þjónustu. Líklega þarf aðra ríkisstjórn en þessa til að klára málið. Börn á biðlistum og sjúkraþjálfun í uppnámi Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir tíma hjá talmeinafræðingi. Dæmi eru um að 900 börn séu á biðlista eftir tíma. Um 300-400 manns bíða vikum saman eftir því að komast að hjá sjúkraþjálfurum. Formaður félags sjúkraþjálfara hefur sagt að einn mesti stressþáttur sjúkraþjálfara séu biðlistar og álagið sem fylgir því að vita að fleiri hundruð manns bíða. Biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Ekki liggur fyrir verksamningur um þjónustu á milli SÍ og sjúkraþjálfara og takmarkaðir fjármunir eru settir í þjónustuna. Svo eru það mjaðma- og liðskiptaaðgerðirnar. Sagan endalausa. Þar sem íslenska ríkinu finnst ásættanlegt að senda fólk til Svíþjóðar í allt að þrefalt dýrari aðgerðir en það myndi kosta að tryggja þjónustuna hér heima, óháð rekstrarformi. Biðlistar halda því áfram að hrannast upp og þörfin eykst. En ekki bólar á vilja til að leysa málið. Biðlistastjóri ríkisins er því nokkuð sáttur, hann stendur sig í stykkinu. Það er dýrkeypt að bíða Það er fátt dýrara í heilbrigðiskerfinu en að láta fólk bíða eftir þjónustu. Á hverjum degi erum við að missa af tækifærum til að koma til móts við þarfir fólks. Tíminn sem fer í að vera á biðlista, hvort sem er með börn eða fullorðna kemur aldrei aftur. Um er að ræða óafturkræft tap í skólakerfinu fyrir börnin okkar, bæði náms- og félagslega. Vinnu- og færnitap fyrir fullorðna fólkið okkar. Lyfjakostnaður eykst og andlegri líðan hrakar. Allir tapa. Nema Biðlistastjórinn. Það ætti að vera eitt mesta kappsmál stjórnvalda að tryggja þessa þjónustu og útrýma biðlistum. Það er oft talað um að minnka þurfi báknið. Fyrsta skrefið ætti því að vera að leggja niður Biðlistastjóra ríkisins og setja þjónustu og þarfir fólks í forgang. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót. Það er hins vegar ekki reyndin. Þvert á móti virðist hin ósýnilega ríkisstofnun „Biðlistastjóri ríkisins“ hafa fest sig í sessi og það sem verra er, bætt við sig mannskap. Hjá þeim er allt að gerast og það gengur vel. Biðlistar halda áfram að lengjast og þeim fjölgar með dyggum stuðningi ríkisstjórnar. Skoðum helstu verkefni Biðlistastjóra ríkisins: Aðför að heilsu kvenna og geðheilbrigði Skimanir kvenna vegna leghálskrabbameina eru í lamasessi eins og þekkt er. Konur fá ekki niðurstöður fyrr en eftir dúk og disk, ef þær fá þá svör á annað borð. Lítið heyrist frá heilbrigðisráðherra sem hefur sett sjálfa sig á bið eftir skýrslu um málið. Á meðan ríkir óvissan. Það sama gildir um nýtt fyrirkomulag vegna brjóstakrabbameins. Yfir þúsund börn eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð hjá opinbera heilbrigðiskerfinu. Lengstur er biðlistinn eftir þjónustu Þroska- og hegðunarmiðstöðvar. Biðlistar til að fá greiningu og meðferð sem er síðan forsenda fyrir stuðningi í skólakerfinu. Fyrir fullorðna fólkið er staðan einnig grafalvarleg. Hvert sem litið erblasa við biðlistar. Viðreisn náði í gegn frumvarpi sem varð að lögum um að niðurgreiða þessa þjónustu en hver tími kostar um 15-20 þúsund krónur. Áherslan var á að gera andlega líðan jafngilda líkamlegri líðan í heilbrigðiskerfinu. En jafnframt átti að koma til móts við yngra og efnaminna fólk. Ekkert fjármagn fæst í verkefnið hjá ríkisstjórninni þótt það gæti stytt biðlista og tryggt lífsnauðsynlega þjónustu. Líklega þarf aðra ríkisstjórn en þessa til að klára málið. Börn á biðlistum og sjúkraþjálfun í uppnámi Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir tíma hjá talmeinafræðingi. Dæmi eru um að 900 börn séu á biðlista eftir tíma. Um 300-400 manns bíða vikum saman eftir því að komast að hjá sjúkraþjálfurum. Formaður félags sjúkraþjálfara hefur sagt að einn mesti stressþáttur sjúkraþjálfara séu biðlistar og álagið sem fylgir því að vita að fleiri hundruð manns bíða. Biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Ekki liggur fyrir verksamningur um þjónustu á milli SÍ og sjúkraþjálfara og takmarkaðir fjármunir eru settir í þjónustuna. Svo eru það mjaðma- og liðskiptaaðgerðirnar. Sagan endalausa. Þar sem íslenska ríkinu finnst ásættanlegt að senda fólk til Svíþjóðar í allt að þrefalt dýrari aðgerðir en það myndi kosta að tryggja þjónustuna hér heima, óháð rekstrarformi. Biðlistar halda því áfram að hrannast upp og þörfin eykst. En ekki bólar á vilja til að leysa málið. Biðlistastjóri ríkisins er því nokkuð sáttur, hann stendur sig í stykkinu. Það er dýrkeypt að bíða Það er fátt dýrara í heilbrigðiskerfinu en að láta fólk bíða eftir þjónustu. Á hverjum degi erum við að missa af tækifærum til að koma til móts við þarfir fólks. Tíminn sem fer í að vera á biðlista, hvort sem er með börn eða fullorðna kemur aldrei aftur. Um er að ræða óafturkræft tap í skólakerfinu fyrir börnin okkar, bæði náms- og félagslega. Vinnu- og færnitap fyrir fullorðna fólkið okkar. Lyfjakostnaður eykst og andlegri líðan hrakar. Allir tapa. Nema Biðlistastjórinn. Það ætti að vera eitt mesta kappsmál stjórnvalda að tryggja þessa þjónustu og útrýma biðlistum. Það er oft talað um að minnka þurfi báknið. Fyrsta skrefið ætti því að vera að leggja niður Biðlistastjóra ríkisins og setja þjónustu og þarfir fólks í forgang. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun