Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Árni Sæberg skrifar 3. júní 2021 13:18 Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands, Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Helgi Rúnar Óskarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Páll Magnússon, þingmaður Suðurkjördæmis, og Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Fyrsta verkefni rannsóknarsetursins verður rannsóknar- og þróunarverkefni við grunnskólann í Vestmannaeyjum. Verkefnið ber heitið Kveikjum neistann! „Það er tilkomið að frumkvæði Hermundar Sigmundssonar og öflugra kennara og skólastjórnenda í Eyjum sem ætla að leiða saman hesta sína til að vinna að því að nýta markvissa eftirfylgni og raunhæft námsmat til að styðja við námsárangur allra barna,“ er haft eftir Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrsta verkefni setursins. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir rannsóknir setursins ásamt góðum hópi fræðimanna við Háskóla Íslands og NTNU háskóla í Noregi, hvar Hermundur starfar einnig. Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Rannsóknir á flestum sviðum grunnskólanáms Rannsóknir á vegum setursins munu beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði, náttúrufræði. Einnig verður lögð áhersla á rannsóknir á tengslum hreyfingar og vitsmunastarfsemi og á mikilvægi ástríðu, gróskuhugarfars og flæðis í skólaumhverfinu. Sérstök áhersla er á að efla samstarf við atvinnulíf, sveitarfélög og skóla á landsbyggðinni. Rannsóknarsetrið mun miðla kunnáttu og niðurstöðum til samfélagsins og sinna ráðgjöf fyrir sveitarfélög. Einnig gæti setrið komið að þróun á kennsluefni í lestri, stærðfræði og náttúrufræði fyrir yngstu stig grunnskóla eða elstu stig leikskóla. SA styrkja Rannsóknarsetrið Samtök atvinnulífsins koma að fjármögnun rannsóknarverkefna á vegum setursins. „Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum lagt ríka áherslu á menntamálin og stígum nú spennandi skref í samstarf við fræðasamfélagið. Það er aðkallandi mál að þróa skólastarfið í takt við breytta tíma. Menntun er undirstaða sterks atvinnulífs og heilbrigðs fyrirtækjareksturs“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir verkefnið Kveikjum neistann! vera til marks um mikinn metnað og mikla grósku sem einkennir starf grunnskólans í Eyjum. „Þetta verkefni byggist á samvinnu kennara, skólastjórnenda, nemenda og foreldra og það er ómetanlegt að fá til liðs við okkur fræðafólk frá háskólanum,“ er haft eftir henni. Lilja er sérstakur verndari Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra er sérstakur verndari rannsóknar- og þróunarverkefnisins í Eyjum. Hún fagnar samstöðu skólasamfélagsins í Vestmannaeyjum, háskólans og atvinnulífsins um að skipuleggja heildstæða rannsókn á lykilþáttum menntunar með hagsmuni nemenda í huga. Vestmannaeyjar Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Fyrsta verkefni rannsóknarsetursins verður rannsóknar- og þróunarverkefni við grunnskólann í Vestmannaeyjum. Verkefnið ber heitið Kveikjum neistann! „Það er tilkomið að frumkvæði Hermundar Sigmundssonar og öflugra kennara og skólastjórnenda í Eyjum sem ætla að leiða saman hesta sína til að vinna að því að nýta markvissa eftirfylgni og raunhæft námsmat til að styðja við námsárangur allra barna,“ er haft eftir Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrsta verkefni setursins. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir rannsóknir setursins ásamt góðum hópi fræðimanna við Háskóla Íslands og NTNU háskóla í Noregi, hvar Hermundur starfar einnig. Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Rannsóknir á flestum sviðum grunnskólanáms Rannsóknir á vegum setursins munu beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði, náttúrufræði. Einnig verður lögð áhersla á rannsóknir á tengslum hreyfingar og vitsmunastarfsemi og á mikilvægi ástríðu, gróskuhugarfars og flæðis í skólaumhverfinu. Sérstök áhersla er á að efla samstarf við atvinnulíf, sveitarfélög og skóla á landsbyggðinni. Rannsóknarsetrið mun miðla kunnáttu og niðurstöðum til samfélagsins og sinna ráðgjöf fyrir sveitarfélög. Einnig gæti setrið komið að þróun á kennsluefni í lestri, stærðfræði og náttúrufræði fyrir yngstu stig grunnskóla eða elstu stig leikskóla. SA styrkja Rannsóknarsetrið Samtök atvinnulífsins koma að fjármögnun rannsóknarverkefna á vegum setursins. „Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum lagt ríka áherslu á menntamálin og stígum nú spennandi skref í samstarf við fræðasamfélagið. Það er aðkallandi mál að þróa skólastarfið í takt við breytta tíma. Menntun er undirstaða sterks atvinnulífs og heilbrigðs fyrirtækjareksturs“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir verkefnið Kveikjum neistann! vera til marks um mikinn metnað og mikla grósku sem einkennir starf grunnskólans í Eyjum. „Þetta verkefni byggist á samvinnu kennara, skólastjórnenda, nemenda og foreldra og það er ómetanlegt að fá til liðs við okkur fræðafólk frá háskólanum,“ er haft eftir henni. Lilja er sérstakur verndari Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra er sérstakur verndari rannsóknar- og þróunarverkefnisins í Eyjum. Hún fagnar samstöðu skólasamfélagsins í Vestmannaeyjum, háskólans og atvinnulífsins um að skipuleggja heildstæða rannsókn á lykilþáttum menntunar með hagsmuni nemenda í huga.
Vestmannaeyjar Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira