Cruyff aftur til starfa hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 13:31 Jordi Cruyff sést hér halda tölu fyrir framan mynd af föður sínum Johani Cruyff. EPA/Susanna Saez Johan Cruyff er eitt stærsta nafnið í sögu Barcelona og nú er sonur hans kominn í mikið ábyrgðarstarf hjá félaginu. Jordi Cruyff var tilkynntur formlega í dag sem nýr íþróttastjóri hjá Barcelona og mun hann fá það starf að koma Börsungum aftur í hóp bestu félaga Evrópu eftir lægð síðustu ár. Hann verð hægri hönd forsetans Joans Laporta. Johan Cruyff at Barcelona: Player and managerJordi Cruyff at Barcelona: Player and now hired as sporting advisor to Joan LaportaThat Cruyff x Barcelona connection continues pic.twitter.com/SnlBSvRFQe— B/R Football (@brfootball) June 3, 2021 Jordi er 47 ára og yngsta barn Johans Cruyff. Strákurinn lék með Barcelona frá 1994 til 1996 en fír þaðan til Manchester United. Hann lagði skóna á hilluna árið 2010 og starfaði síðast sem þjálfari landsliðs Ekvadors og svo þjálfari kínverska félagsins Shenzhen. Ráðningin hefur legið í loftinu í langan tíma og því er ekki hægt að segja að fréttirnar hafi komið mikið á óvart. Jordi gat líka fengið mun meiri pening fyrir þjálfarastarf sitt í Kína en fórnaði því til að taka við þessu draumastarfi sínu. @JordiCruyff to join the football area of the Club from August 1— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 3, 2021 Það verður hins vegar mikil pressa á nýja íþróttastjóranum, ekki aðeins vegna þessa krefjandi starfs, heldur einnig vegna þess að hann er sonur stærstu goðsagnarinnar í sögu Katalóníufélagsins. Johan Cruyff var bæði magnaður leikmaður og áhrifamikill þjálfari öll sín ár hjá Barcelona. Hann lék með félaginu frá 1973 til 1978 og þjálfaði það síðan frá 1988 til 1996. Hugsjón og hugmyndir Cruyff um „Total Football“ urðu hluti af beinagrind félagsins og undir hans stjórn vann Barcelona Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn vorið 1992. Spænski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira
Jordi Cruyff var tilkynntur formlega í dag sem nýr íþróttastjóri hjá Barcelona og mun hann fá það starf að koma Börsungum aftur í hóp bestu félaga Evrópu eftir lægð síðustu ár. Hann verð hægri hönd forsetans Joans Laporta. Johan Cruyff at Barcelona: Player and managerJordi Cruyff at Barcelona: Player and now hired as sporting advisor to Joan LaportaThat Cruyff x Barcelona connection continues pic.twitter.com/SnlBSvRFQe— B/R Football (@brfootball) June 3, 2021 Jordi er 47 ára og yngsta barn Johans Cruyff. Strákurinn lék með Barcelona frá 1994 til 1996 en fír þaðan til Manchester United. Hann lagði skóna á hilluna árið 2010 og starfaði síðast sem þjálfari landsliðs Ekvadors og svo þjálfari kínverska félagsins Shenzhen. Ráðningin hefur legið í loftinu í langan tíma og því er ekki hægt að segja að fréttirnar hafi komið mikið á óvart. Jordi gat líka fengið mun meiri pening fyrir þjálfarastarf sitt í Kína en fórnaði því til að taka við þessu draumastarfi sínu. @JordiCruyff to join the football area of the Club from August 1— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 3, 2021 Það verður hins vegar mikil pressa á nýja íþróttastjóranum, ekki aðeins vegna þessa krefjandi starfs, heldur einnig vegna þess að hann er sonur stærstu goðsagnarinnar í sögu Katalóníufélagsins. Johan Cruyff var bæði magnaður leikmaður og áhrifamikill þjálfari öll sín ár hjá Barcelona. Hann lék með félaginu frá 1973 til 1978 og þjálfaði það síðan frá 1988 til 1996. Hugsjón og hugmyndir Cruyff um „Total Football“ urðu hluti af beinagrind félagsins og undir hans stjórn vann Barcelona Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn vorið 1992.
Spænski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira