„Þetta hefur farið miklu betur en við reiknuðum með“ Eiður Þór Árnason skrifar 3. júní 2021 15:30 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir að atvinnuleysisbætur og sérstök úrræði stjórnvalda hafi heilt yfir náð að vega á móti tekjusamdrætti heimila. AÐsend Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna hækkaði um 5,7% í fyrra frá árinu 2019 þrátt fyrir mikinn efnahagssamdrátt og stóraukið atvinnuleysi. Er það sama aukning og sást milli áranna 2018 og 2019. Hagfræðiprófessor segir að staðan hafi reynst mun betri en svartar spár gerðu ráð fyrir. Framteljendur til skatts voru 312.511 talsins á síðasta ári og fækkar um 826 þrátt fyrir mannfjölgun. Er þetta í fyrsta sinn í áratug sem framteljendum fækkar á milli ára en munar þar mestu um erlenda ríkisborgara sem störfuðu áður á Íslandi. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hækkun tekjuskatts- og útsvarsstofns sýni að atvinnuleysisbætur, hlutabótaleiðin og sérstök úrræði stjórnvalda á borð við úttekt séreignasparnaðar hafi nokkurn veginn náð að vega upp á móti tekjusamdrætti einstaklinga á seinasta ári. Þá hafi kjarasamningsbundnar launahækkanir haft sitt að segja fyrir launafólk en verkalýðshreyfingin hafnaði í fyrra hugmyndum um frestun umsaminna kjarabóta í ljósi efnahagsástandsins. Launavísitalan hækkaði um 10,6% frá febrúar 2019 til febrúar 2020 og er um að ræða mestu ársbreytingu í nærri fimm ár. Fjórfalt fleiri fengu atvinnuleysisbætur Af einstökum tekjuliðum tekjuskatts- og útsvarsstofnsins var mesta hækkunin þó í atvinnuleysisbótum sem hækkuðu um 46,5 milljarða króna frá fyrra ári og voru samtals 65 milljarðar á árinu 2020. Viðtakendur atvinnuleysisbóta voru 55.557 talsins og fjórfaldaðist sá fjöldi milli ára. Þá jukust greiðslur úr lífeyrissjóðum um 24,3% og vó þar þungt heimild til úttektar séreignarsparnaðar. Tæplega 15 þúsund manns nýttu sér úrræðið á árinu 2020 og tóku samtals út 18,7 milljarða króna. Þetta kemur fram á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins en ríkisskattstjóri lauk nýverið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga. Álagning opinberra gjalda á einstaklinga fyrir árið 2020 var birt á dögunum.Vísir/Eiður Aðrar skatttekjur komi til með að lækka á móti „Við sjáum þarna svolítið hvernig gjaldahlið og tekjuhlið ríkissjóðs spilar saman með talsverðri töf. Ríkissjóður býr til útgjöld á árinu 2020 í formi atvinnuleysisbóta, hlutabóta og annarra aðgerða og svo er hluti af því að koma til baka í formi þess að tekjuskattur lækkar ekki eins mikið og hann ella hefði gert á árinu 2021,“ segir Þórólfur. Hann bætir við að á móti komi að umtalsverður efnahagslegur samdráttur á seinasta ári, einkum á fyrri hluta 2020, eigi eftir að birtast í lægri tekjum ríkissjóðs af virðisaukaskatti og öðrum skatttekjum frá lögaðilum. Þar hafi samdráttur í hagnaði margra fyrirtækja til að mynda nokkur áhrif. Verðmæti fasteigna hækkaði um 5,8 prósent Í árslok 2020 voru eignir heimilanna metnar á 7.678 milljarða króna og jukust þær um 7,2% frá fyrra ári. Þar af voru fasteignir 74% af heildareignum og verðmæti þeirra 5.662 milljarðar sem er 5,8% hækkun á milli ára. Í báðum tilfellum er um að ræða minni aukningu en milli áranna 2019 og 2020 auk þess sem hækkun húsnæðisverðs í faraldrinum er ekki farið að gæta í þessum tölum. Framtaldar skuldir heimilanna hækkuðu um 9,4% á síðasta ári og voru að stærstum hluta vegna íbúðarkaupa. Nettóeign heimila, skilgreind sem heildareignir að frádregnum heildarskuldum, var samtals 5.298 milljarðar króna og jókst um 6,2% á milli ára. Samtals eru 30.433 fjölskyldur með skuldir umfram eignir og fækkar þeim um tæplega 2.000 milli ára. Hröð þróun bóluefna skipt sköpum Að sögn Þórólfs styðja niðurstöður álagningar einstaklinga fyrir árið 2020 þá fullyrðingu Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors að 90% íslenska hagkerfisins væri í lagi þrátt fyrir mikið efnahagsáfall. Orð Gylfa reyndust nokkuð umdeild þegar hann lét þau falla í mars síðastliðnum. Óháð því segir Þórólfur að ljóst sé að kolsvartar efnahagsspár hafi blessunarlega ekki raungerst. „Mikil ósköp, þetta hefur farið miklu betur en við reiknuðum með á þessum tíma fyrir ári síðan og ég tala nú ekki um í mars eða apríl. Þá hélt maður að við værum að horfa upp á tíu ára ferli þar sem samskiptum fólks yrði haldið í lágmarki. Ég átti ekki von á því fyrir ári síðan að við stæðum uppi með bólusettan landslýð eftir 14 til 16 mánuði. Ég held að það hafi enginn gert það, nema kannski þeir allra bjartsýnustu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Spá kröftugum efnahagsbata og að faraldurinn verði kveðinn í kútinn á seinni hluta árs Hagfræðideild Landsbankans segir útlit fyrir að böndum verði komið á heimsfaraldurinn á seinni hluta þessa árs og að landsframleiðsla aukist hérlendis um 4,9% á árinu. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga gangi hægt og sígandi niður eftir því sem líður á árið. 18. maí 2021 12:56 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Framteljendur til skatts voru 312.511 talsins á síðasta ári og fækkar um 826 þrátt fyrir mannfjölgun. Er þetta í fyrsta sinn í áratug sem framteljendum fækkar á milli ára en munar þar mestu um erlenda ríkisborgara sem störfuðu áður á Íslandi. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hækkun tekjuskatts- og útsvarsstofns sýni að atvinnuleysisbætur, hlutabótaleiðin og sérstök úrræði stjórnvalda á borð við úttekt séreignasparnaðar hafi nokkurn veginn náð að vega upp á móti tekjusamdrætti einstaklinga á seinasta ári. Þá hafi kjarasamningsbundnar launahækkanir haft sitt að segja fyrir launafólk en verkalýðshreyfingin hafnaði í fyrra hugmyndum um frestun umsaminna kjarabóta í ljósi efnahagsástandsins. Launavísitalan hækkaði um 10,6% frá febrúar 2019 til febrúar 2020 og er um að ræða mestu ársbreytingu í nærri fimm ár. Fjórfalt fleiri fengu atvinnuleysisbætur Af einstökum tekjuliðum tekjuskatts- og útsvarsstofnsins var mesta hækkunin þó í atvinnuleysisbótum sem hækkuðu um 46,5 milljarða króna frá fyrra ári og voru samtals 65 milljarðar á árinu 2020. Viðtakendur atvinnuleysisbóta voru 55.557 talsins og fjórfaldaðist sá fjöldi milli ára. Þá jukust greiðslur úr lífeyrissjóðum um 24,3% og vó þar þungt heimild til úttektar séreignarsparnaðar. Tæplega 15 þúsund manns nýttu sér úrræðið á árinu 2020 og tóku samtals út 18,7 milljarða króna. Þetta kemur fram á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins en ríkisskattstjóri lauk nýverið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga. Álagning opinberra gjalda á einstaklinga fyrir árið 2020 var birt á dögunum.Vísir/Eiður Aðrar skatttekjur komi til með að lækka á móti „Við sjáum þarna svolítið hvernig gjaldahlið og tekjuhlið ríkissjóðs spilar saman með talsverðri töf. Ríkissjóður býr til útgjöld á árinu 2020 í formi atvinnuleysisbóta, hlutabóta og annarra aðgerða og svo er hluti af því að koma til baka í formi þess að tekjuskattur lækkar ekki eins mikið og hann ella hefði gert á árinu 2021,“ segir Þórólfur. Hann bætir við að á móti komi að umtalsverður efnahagslegur samdráttur á seinasta ári, einkum á fyrri hluta 2020, eigi eftir að birtast í lægri tekjum ríkissjóðs af virðisaukaskatti og öðrum skatttekjum frá lögaðilum. Þar hafi samdráttur í hagnaði margra fyrirtækja til að mynda nokkur áhrif. Verðmæti fasteigna hækkaði um 5,8 prósent Í árslok 2020 voru eignir heimilanna metnar á 7.678 milljarða króna og jukust þær um 7,2% frá fyrra ári. Þar af voru fasteignir 74% af heildareignum og verðmæti þeirra 5.662 milljarðar sem er 5,8% hækkun á milli ára. Í báðum tilfellum er um að ræða minni aukningu en milli áranna 2019 og 2020 auk þess sem hækkun húsnæðisverðs í faraldrinum er ekki farið að gæta í þessum tölum. Framtaldar skuldir heimilanna hækkuðu um 9,4% á síðasta ári og voru að stærstum hluta vegna íbúðarkaupa. Nettóeign heimila, skilgreind sem heildareignir að frádregnum heildarskuldum, var samtals 5.298 milljarðar króna og jókst um 6,2% á milli ára. Samtals eru 30.433 fjölskyldur með skuldir umfram eignir og fækkar þeim um tæplega 2.000 milli ára. Hröð þróun bóluefna skipt sköpum Að sögn Þórólfs styðja niðurstöður álagningar einstaklinga fyrir árið 2020 þá fullyrðingu Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors að 90% íslenska hagkerfisins væri í lagi þrátt fyrir mikið efnahagsáfall. Orð Gylfa reyndust nokkuð umdeild þegar hann lét þau falla í mars síðastliðnum. Óháð því segir Þórólfur að ljóst sé að kolsvartar efnahagsspár hafi blessunarlega ekki raungerst. „Mikil ósköp, þetta hefur farið miklu betur en við reiknuðum með á þessum tíma fyrir ári síðan og ég tala nú ekki um í mars eða apríl. Þá hélt maður að við værum að horfa upp á tíu ára ferli þar sem samskiptum fólks yrði haldið í lágmarki. Ég átti ekki von á því fyrir ári síðan að við stæðum uppi með bólusettan landslýð eftir 14 til 16 mánuði. Ég held að það hafi enginn gert það, nema kannski þeir allra bjartsýnustu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Spá kröftugum efnahagsbata og að faraldurinn verði kveðinn í kútinn á seinni hluta árs Hagfræðideild Landsbankans segir útlit fyrir að böndum verði komið á heimsfaraldurinn á seinni hluta þessa árs og að landsframleiðsla aukist hérlendis um 4,9% á árinu. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga gangi hægt og sígandi niður eftir því sem líður á árið. 18. maí 2021 12:56 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44
Spá kröftugum efnahagsbata og að faraldurinn verði kveðinn í kútinn á seinni hluta árs Hagfræðideild Landsbankans segir útlit fyrir að böndum verði komið á heimsfaraldurinn á seinni hluta þessa árs og að landsframleiðsla aukist hérlendis um 4,9% á árinu. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga gangi hægt og sígandi niður eftir því sem líður á árið. 18. maí 2021 12:56