Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2025 22:33 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Vísir Samtök iðnaðarins telja ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum muni reynast dýrkeypt. Framkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin skerist í leikinn og bjóði upp á hraðar lausnir í húsnæðismálum þjóðarinnar. Hann segir álagningu á húsnæði lægri en í öðrum greinum. Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í dag eftir að í ljós kom að Seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir eru nú 7,5 prósent. „Við teljum enn ekki tímabært að slaka. Það er enn þá mikil spenna. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil. Verðbólga án húsnæðisliðarins er nálægt markmiðum Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Það hafa hins vegar verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgunni uppi,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri eftir fund Peningastefnunefndar í Seðlabankanum í morgun. Dýrkeypt ákvörðun Í yfirlýsingu Samtaka iðnaðarins vegna ákvörðunarinnar í morgun kemur fram að það sé dýrkeypt ákvörðun að halda vöxtum óbreyttum. Aðhald peningastefnunnar sé farið að hafa veruleg neikvæð áhrif á stöðu og þróun iðnaðar og atvinnulífs í heild. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir félagsmenn ósátta. „Við teljum að þetta aðhald Seðlabankans sé dýrkeypt. Staðreyndin er sú að til að höggva á hnútinn á húsnæðismarkaðnum þarf að byggja fleiri íbúðir. Háir stýrivextir fjölga ekki lóðum eða flýta skipulagi heldur þvert á móti. Þeir draga úr uppbyggingunni. Þannig að við höfum verið að hvetja ríkisstjórnina eindregið til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að flýta skipulagi og auka framboð lóða svo hægt sé að fjölga nýbyggingum. Þetta þarf að gera í stað þess að skilja Seðlabankann eftir út í kuldanum,“ segir Sigurður Lægri álagning á húsnæði Aðspurður um hvaða ábyrgð byggingariðnaðurinn beri sjálfur í stöðunni svarar Sigurður. „Iðnaðurinn ber ríka ábyrgð á að byggja upp þær íbúðir sem þarf. Þar hafa starfsskilyrðin versnað. Gjöld og laun eru að hækka. Ferlið er flókið og vextir eru háir. Þetta felur í sér að uppbyggingin verður hægari en ella. Ef við skoðum álagningu verktaka þá er hún lægri en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu, þ.e. byggingaverktakar leggja minna á sínar vörur en önnur fyrirtæki leggja á vörur og þjónustu. Hagnaður byggingarfyrirtækja virðist líka vera að dragast saman milli áranna 2023 og 2024. Heilt yfir þá er hagnaður byggingarfyrirtækja minni sem hlutfall af veltu en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu,“ segir Sigurður. Hann segir að enn hafi ekki verið gerður samanburður á hver álagning verktaka hér er miðað við það sem gerist í öðrum löndum. „Við höfum ekki skoðað það. En uppbygging íbúðarhúsnæðis er víða of hæg og húsnæðismarkaður í ójafnvægi. Vandinn er bara stærri hjá okkur,“ segir Sigurður. Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í dag eftir að í ljós kom að Seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir eru nú 7,5 prósent. „Við teljum enn ekki tímabært að slaka. Það er enn þá mikil spenna. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil. Verðbólga án húsnæðisliðarins er nálægt markmiðum Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Það hafa hins vegar verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgunni uppi,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri eftir fund Peningastefnunefndar í Seðlabankanum í morgun. Dýrkeypt ákvörðun Í yfirlýsingu Samtaka iðnaðarins vegna ákvörðunarinnar í morgun kemur fram að það sé dýrkeypt ákvörðun að halda vöxtum óbreyttum. Aðhald peningastefnunnar sé farið að hafa veruleg neikvæð áhrif á stöðu og þróun iðnaðar og atvinnulífs í heild. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir félagsmenn ósátta. „Við teljum að þetta aðhald Seðlabankans sé dýrkeypt. Staðreyndin er sú að til að höggva á hnútinn á húsnæðismarkaðnum þarf að byggja fleiri íbúðir. Háir stýrivextir fjölga ekki lóðum eða flýta skipulagi heldur þvert á móti. Þeir draga úr uppbyggingunni. Þannig að við höfum verið að hvetja ríkisstjórnina eindregið til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að flýta skipulagi og auka framboð lóða svo hægt sé að fjölga nýbyggingum. Þetta þarf að gera í stað þess að skilja Seðlabankann eftir út í kuldanum,“ segir Sigurður Lægri álagning á húsnæði Aðspurður um hvaða ábyrgð byggingariðnaðurinn beri sjálfur í stöðunni svarar Sigurður. „Iðnaðurinn ber ríka ábyrgð á að byggja upp þær íbúðir sem þarf. Þar hafa starfsskilyrðin versnað. Gjöld og laun eru að hækka. Ferlið er flókið og vextir eru háir. Þetta felur í sér að uppbyggingin verður hægari en ella. Ef við skoðum álagningu verktaka þá er hún lægri en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu, þ.e. byggingaverktakar leggja minna á sínar vörur en önnur fyrirtæki leggja á vörur og þjónustu. Hagnaður byggingarfyrirtækja virðist líka vera að dragast saman milli áranna 2023 og 2024. Heilt yfir þá er hagnaður byggingarfyrirtækja minni sem hlutfall af veltu en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu,“ segir Sigurður. Hann segir að enn hafi ekki verið gerður samanburður á hver álagning verktaka hér er miðað við það sem gerist í öðrum löndum. „Við höfum ekki skoðað það. En uppbygging íbúðarhúsnæðis er víða of hæg og húsnæðismarkaður í ójafnvægi. Vandinn er bara stærri hjá okkur,“ segir Sigurður.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira