Vaktavinna = mönnunarvandi Sandra B. Franks skrifar 3. júní 2021 16:01 Það eru söguleg tímamót að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar, sem mun móta vinnuvænt starfsumhverfi fyrir vaktavinnufólk til framtíðar. Það er því aldrei brýnna en nú að taka höndum saman, hugsa í lausnum og vinna markvisst að því að dæmið gangi upp. Viðamikill þáttur þessa verkefnis er að takast á við rótgróna vinnustaðamenningu og nálgast verkefnið í samstarfi við vinnufélaga og stjórnendur stofnana. Eins og margsinnis hefur komið fram er markmið með „styttri vinnuviku - betri vinnutíma“ að koma í veg fyrir mönnunarvanda, veikindafjarveru og mikla starfsmannaveltu sem er fylgifiskur álagstengdra þátta í vinnu og óánægju í starfi. Meginmarkmiðið með kerfisbreytingunni er að gera vaktavinnu eftirsóknarverða, þar sem kerfið vinnur með okkur í því að bæta heilsu og líðan þeirra sem vinna á vöktum og starfsumhverfið fjölskylduvænt. Hlutastarf = hlutalaun Í aðdraganda gildistöku betri vinnutíma 1. maí síðastliðinn, hjá ríki og sveitarfélögum, ákváðu um 96% starfsfólks í hlutastarfi að auka við sig starfshlutfall. Starfsfólkið er því ekki að taka styttingu á vinnutíma sínum, heldur er það að vinna eins og það gerði áður og er þá vinnuframlagið metið í samræmi við vaktabyrgði. Það þýðir í raun að um að 100% vaktavinna geti verið allt að 80% viðvera fyrir erfiðustu vaktirnar. Hefði ekkert verið gert til að koma til móts við sjónarmið stéttarfélaga um breytingar á vinnutíma hjá vaktavinnufólki er fyrirséð að mönnunarvandinn hefði versnað. Með breyttu fyrirkomulagi getum við stuðlað að því að fólk velji að vinna á vöktum. Fram til þessa hefur mikill meirihluti vaktavinnufólks, og þá einkum sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar, beinlínis neyðst til að vera í hlutastarfi vegna þess hve þung vaktabyrðin hefur reynst þeim vera. Mönnunarvandi = fjármagn Það er ljóst að áralangur mönnunarvandi verður ekki leystur í einni hendingu. Skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, hefur verið viðvarandi um langa hríð. Kerfisbreytingin, sem kostar um 4,2 milljarða og gert er ráð fyrir í fjárlögum, er í raun eitt mikilvægasta framfaraskref í verkalýðsbaráttu Íslendinga, og í raun mikilvægasta tækið til að bæta mönnun vaktavinnustétta til lengri tíma litið. Ávinningur af betri vinnutíma finnum við meðal annars í krafti jákvæðrar og uppbyggilegri umræðu félagsmanna. Einstaka hnökra þarf þó að leysa innan stofnana, sem er úrlausnarefni. Mælingar á framleiðni vinnuafls, gæðum og öryggi þjónustunnar verða settar í gang þegar hæfileg reynsla er komin á betri vinnutíma. Með samstöðu, samvinnu og samráði allra þeirra sem að þessu verkefni komu náðum við þessu í gegn, og því ber að fagna. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru söguleg tímamót að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar, sem mun móta vinnuvænt starfsumhverfi fyrir vaktavinnufólk til framtíðar. Það er því aldrei brýnna en nú að taka höndum saman, hugsa í lausnum og vinna markvisst að því að dæmið gangi upp. Viðamikill þáttur þessa verkefnis er að takast á við rótgróna vinnustaðamenningu og nálgast verkefnið í samstarfi við vinnufélaga og stjórnendur stofnana. Eins og margsinnis hefur komið fram er markmið með „styttri vinnuviku - betri vinnutíma“ að koma í veg fyrir mönnunarvanda, veikindafjarveru og mikla starfsmannaveltu sem er fylgifiskur álagstengdra þátta í vinnu og óánægju í starfi. Meginmarkmiðið með kerfisbreytingunni er að gera vaktavinnu eftirsóknarverða, þar sem kerfið vinnur með okkur í því að bæta heilsu og líðan þeirra sem vinna á vöktum og starfsumhverfið fjölskylduvænt. Hlutastarf = hlutalaun Í aðdraganda gildistöku betri vinnutíma 1. maí síðastliðinn, hjá ríki og sveitarfélögum, ákváðu um 96% starfsfólks í hlutastarfi að auka við sig starfshlutfall. Starfsfólkið er því ekki að taka styttingu á vinnutíma sínum, heldur er það að vinna eins og það gerði áður og er þá vinnuframlagið metið í samræmi við vaktabyrgði. Það þýðir í raun að um að 100% vaktavinna geti verið allt að 80% viðvera fyrir erfiðustu vaktirnar. Hefði ekkert verið gert til að koma til móts við sjónarmið stéttarfélaga um breytingar á vinnutíma hjá vaktavinnufólki er fyrirséð að mönnunarvandinn hefði versnað. Með breyttu fyrirkomulagi getum við stuðlað að því að fólk velji að vinna á vöktum. Fram til þessa hefur mikill meirihluti vaktavinnufólks, og þá einkum sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar, beinlínis neyðst til að vera í hlutastarfi vegna þess hve þung vaktabyrðin hefur reynst þeim vera. Mönnunarvandi = fjármagn Það er ljóst að áralangur mönnunarvandi verður ekki leystur í einni hendingu. Skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, hefur verið viðvarandi um langa hríð. Kerfisbreytingin, sem kostar um 4,2 milljarða og gert er ráð fyrir í fjárlögum, er í raun eitt mikilvægasta framfaraskref í verkalýðsbaráttu Íslendinga, og í raun mikilvægasta tækið til að bæta mönnun vaktavinnustétta til lengri tíma litið. Ávinningur af betri vinnutíma finnum við meðal annars í krafti jákvæðrar og uppbyggilegri umræðu félagsmanna. Einstaka hnökra þarf þó að leysa innan stofnana, sem er úrlausnarefni. Mælingar á framleiðni vinnuafls, gæðum og öryggi þjónustunnar verða settar í gang þegar hæfileg reynsla er komin á betri vinnutíma. Með samstöðu, samvinnu og samráði allra þeirra sem að þessu verkefni komu náðum við þessu í gegn, og því ber að fagna. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun