Verktökum Veitna umbunað fyrir námssamninga Árni Sæberg skrifar 4. júní 2021 11:10 Frá vinstri, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Í bakgrunni eru ánægðir iðnnemar. Veitur Veitur, Samtök iðnaðarins og Skólameistarafélag Íslands hafa tekið höndum saman um útfærslu á því hvernig umbuna megi verktökum í útboðum Veitna fyrir að vera með iðnnema á námssamningi. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands undirrituðu í gær viljayfirlýsingu þess efnis að fundin verði útfærsla á því hvernig megi koma fleiri iðnnemum í læri hjá verktökum sem taka þátt í útboðum Veitna. Starfsnám er almennt skilyrði útskriftar úr iðnnámi og því er mikilvægt að fjölga í hópi atvinnurekenda sem taka að sér iðnnema á námssamning. „Veitur ætla að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að gefa þeim verktökum forskot sem eru með iðnnema þegar kemur að útboðum," er haft eftir Gesti Péturssyni, framkvæmdastjóra Veitna. Iðnnám er í mikilli sókn Iðnnemum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Grettistaki hefur verið lyft í kynningarstarfi og laga- og reglugerðarbreytingum stjórnvalda, í þeim tilgangi að efla iðnnám. Frá 2017 hefur iðnnemum fjölgað um 25% og skólaárið 2019/2020 voru 1.852 umsóknir í iðnnám samþykktar, sem er metfjöldi. Því miður hefur fjöldi þeirra sem bjóða nemum starfssamning ekki fylgt fjölgun iðnnema. Því hafa nemar lent í því að geta ekki útskrifast á tilsettum tíma og þar af leiðandi ekki komist inn á vinnumarkað af fullu afli. Samtök Iðnaðarins vilja nema inn á atvinnumarkað „Samtök iðnaðarins fagna þessu framtaki og telja það virka sem hvatningu til atvinnurekenda að gera fleiri námssamninga við iðnnema. Við vitum að auka þarf framboð á námssamningum til að tryggja að nemendum sé gert kleift að ljúka námi á réttum tíma og þetta er mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ er haft eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarfélags Íslands, segir brýnt að auka framboð starfsnáms svo nemendum sé unnt að útskrifast á réttum tíma. Hann telur framtak Veitna einstaklega mikilvægt og bindur vonir við að það verði öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands undirrituðu í gær viljayfirlýsingu þess efnis að fundin verði útfærsla á því hvernig megi koma fleiri iðnnemum í læri hjá verktökum sem taka þátt í útboðum Veitna. Starfsnám er almennt skilyrði útskriftar úr iðnnámi og því er mikilvægt að fjölga í hópi atvinnurekenda sem taka að sér iðnnema á námssamning. „Veitur ætla að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að gefa þeim verktökum forskot sem eru með iðnnema þegar kemur að útboðum," er haft eftir Gesti Péturssyni, framkvæmdastjóra Veitna. Iðnnám er í mikilli sókn Iðnnemum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Grettistaki hefur verið lyft í kynningarstarfi og laga- og reglugerðarbreytingum stjórnvalda, í þeim tilgangi að efla iðnnám. Frá 2017 hefur iðnnemum fjölgað um 25% og skólaárið 2019/2020 voru 1.852 umsóknir í iðnnám samþykktar, sem er metfjöldi. Því miður hefur fjöldi þeirra sem bjóða nemum starfssamning ekki fylgt fjölgun iðnnema. Því hafa nemar lent í því að geta ekki útskrifast á tilsettum tíma og þar af leiðandi ekki komist inn á vinnumarkað af fullu afli. Samtök Iðnaðarins vilja nema inn á atvinnumarkað „Samtök iðnaðarins fagna þessu framtaki og telja það virka sem hvatningu til atvinnurekenda að gera fleiri námssamninga við iðnnema. Við vitum að auka þarf framboð á námssamningum til að tryggja að nemendum sé gert kleift að ljúka námi á réttum tíma og þetta er mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ er haft eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarfélags Íslands, segir brýnt að auka framboð starfsnáms svo nemendum sé unnt að útskrifast á réttum tíma. Hann telur framtak Veitna einstaklega mikilvægt og bindur vonir við að það verði öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira