Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 11:51 Svipmyndir frá þingsetningu af nokkrum þeirra þingmanna sem taka sæti í nýjum nefndum. Þá kemur Sigurður Örn inn sem varamaður og Ingvar Þóroddsson er mættur aftur í hlutverki 2. varaforseta þingsins. Vísir/Anton Brink Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins. Grímur tilkynnti um afsögn sína með bréfi til forseta Alþingis 2. september en um er að ræða formsatriði þar sem Grímur tók sæti Ingvars Þóroddssonar flokksbróður síns í nefndinni í vor þegar Ingvar fór í leyfi til að sækja áfengismeðferð. Ingvar sneri aftur til starfa í sumar og gegnir þannig áfram hlutverki 2. varaforseta þingsins. Tilkynnt var einnig um tvo varamenn sem taka sæti á þingi. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir tekur sæti fyrir Rögnu Sigurðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar sem er í fæðingarorlofi og Sigurður Örn Hilmarsson kemur inn sem varamaður fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem er í leyfi vegna náms í Bandaríkjunum. Sigurþóra og Sigurður hafa bæði tekið sæti á þingi áður. Hringekja hjá Sjálfstæðismönnum Breytingarnar sem Sjálfstæðisflokkurinn gerir á nefndarskipan sinna þingmanna eru meðal annars þær að Guðrún Hafsteinsdóttir verður aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Njáls Trausta Friðbertssonar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í leyfi og tekur því varamaður hennar, Sigurður Örn Hilmarsson, sæti sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Guðrúnar sem þar var fyrir á fleti. Þá tekur Hildur Sverrisdóttir sæti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd og Njáll Trausti tekur sæti sem varamaður í stað Áslaugar Örnu í sömu nefnd. Njáll Trausti tekur jafnframt sæti sem aðalmaður í stað Áslaugar Örnu í fjárlaganefnd og Hildur Sverris verður varamaður í nefndinni. Varamaður Áslaugar tekur einnig sæti sem aðalmaður í velferðarnefnd í stað Njáls Trausta sem á móti verður aðalmaður í framtíðarnefnd í stað Áslaugar. María, Ingvar, Jón og Grímur skiptast á sætum Við skipan nefndarsæta sem falla í hlut Viðreisnar eru helstu breytingar þær að Ingvar Þóroddsson verður aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Maríu Rutar Kristinsdóttur, en hún verði varamaður í nefndinni í stað Ingvars. María Rut verður hins vegar aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd þar sem Ingvar var áður aðalmaður. Loks verður Grímur Grímsson aðalmaður í velferðarnefnd í stað Jóns Gnarr en Jón tekur á móti sæti Gríms í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Grímur tilkynnti um afsögn sína með bréfi til forseta Alþingis 2. september en um er að ræða formsatriði þar sem Grímur tók sæti Ingvars Þóroddssonar flokksbróður síns í nefndinni í vor þegar Ingvar fór í leyfi til að sækja áfengismeðferð. Ingvar sneri aftur til starfa í sumar og gegnir þannig áfram hlutverki 2. varaforseta þingsins. Tilkynnt var einnig um tvo varamenn sem taka sæti á þingi. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir tekur sæti fyrir Rögnu Sigurðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar sem er í fæðingarorlofi og Sigurður Örn Hilmarsson kemur inn sem varamaður fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem er í leyfi vegna náms í Bandaríkjunum. Sigurþóra og Sigurður hafa bæði tekið sæti á þingi áður. Hringekja hjá Sjálfstæðismönnum Breytingarnar sem Sjálfstæðisflokkurinn gerir á nefndarskipan sinna þingmanna eru meðal annars þær að Guðrún Hafsteinsdóttir verður aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Njáls Trausta Friðbertssonar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í leyfi og tekur því varamaður hennar, Sigurður Örn Hilmarsson, sæti sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Guðrúnar sem þar var fyrir á fleti. Þá tekur Hildur Sverrisdóttir sæti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd og Njáll Trausti tekur sæti sem varamaður í stað Áslaugar Örnu í sömu nefnd. Njáll Trausti tekur jafnframt sæti sem aðalmaður í stað Áslaugar Örnu í fjárlaganefnd og Hildur Sverris verður varamaður í nefndinni. Varamaður Áslaugar tekur einnig sæti sem aðalmaður í velferðarnefnd í stað Njáls Trausta sem á móti verður aðalmaður í framtíðarnefnd í stað Áslaugar. María, Ingvar, Jón og Grímur skiptast á sætum Við skipan nefndarsæta sem falla í hlut Viðreisnar eru helstu breytingar þær að Ingvar Þóroddsson verður aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Maríu Rutar Kristinsdóttur, en hún verði varamaður í nefndinni í stað Ingvars. María Rut verður hins vegar aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd þar sem Ingvar var áður aðalmaður. Loks verður Grímur Grímsson aðalmaður í velferðarnefnd í stað Jóns Gnarr en Jón tekur á móti sæti Gríms í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira