Áratugur síðan Keflavík vann síðast leik í úrslitakeppni í Vesturbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 16:00 Hörður Axel Vilhjálmsson er sá eini í Keflavíkurliðinu sem tók þátt í síðasta sigurleik liðsins í Frostaskjóli í úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar heimsækja KR-inga i DHL-höllina í kvöld og geta þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild. Keflavík vann fyrsta leikinn með átta stiga mun og sigur í kvöld þýddi að liðið yrði aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu í fyrsta sinn í ellefu ár. KR-ingar hafa unnið síðustu sex Íslandsmeistaratitla en eru með pressuna á sér í kvöld því það væri nánast dauðadómur að lenda 2-0 undir á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Keflavíkurliðið hefur aftur á móti ekki slegið KR út úr úrslitakeppni síðan 1997 og Keflvíkingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni í Vesturbænum síðan 2011. Síðasti sigur Keflavíkur í úrslitakeppni í Frostaskjóli kom 1. apríl 2011 þegar Keflvíkingar unnu eftir framlengdan leik. Frá þeim leik hafa Keflvíkingar mætt fjórum sinnum í Vesturbæinn í úrslitakeppni og tapað í öll fjögur skiptin. Þessi síðasti sigurleikur Keflavíkur í Vesturbænum var mjög skrautlegur og spennandi leikur. Framlengingin var sérstaklega söguleg því liðin skoruðu 62 stig á fimm mínútum í henni en 27 þessara stiga komu reyndar á vítalínunni, úr 39 vítaskotum. Það eru leikmenn í liðunum í dag sem voru í aðalhlutverki í þessum leik fyrir rúmum tíu árum síðan en Brynjar Þór Björnsson var með 25 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 14 stig og 9 stoðsendingar í leiknum. Matthías Orri Sigurðarson var þarna kornungur aukaleikari en fékk að spila í 17 sekúndur. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun hefst klukkan 19.45 og strax á eftir verður farið yfir leikinn í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport 4. Hér fyrir neðan má sjá síðustu heimsóknir Keflvíkingar í Vesturbæ Reykjavíkur í úrslitakeppni. Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Keflavík vann fyrsta leikinn með átta stiga mun og sigur í kvöld þýddi að liðið yrði aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu í fyrsta sinn í ellefu ár. KR-ingar hafa unnið síðustu sex Íslandsmeistaratitla en eru með pressuna á sér í kvöld því það væri nánast dauðadómur að lenda 2-0 undir á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Keflavíkurliðið hefur aftur á móti ekki slegið KR út úr úrslitakeppni síðan 1997 og Keflvíkingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni í Vesturbænum síðan 2011. Síðasti sigur Keflavíkur í úrslitakeppni í Frostaskjóli kom 1. apríl 2011 þegar Keflvíkingar unnu eftir framlengdan leik. Frá þeim leik hafa Keflvíkingar mætt fjórum sinnum í Vesturbæinn í úrslitakeppni og tapað í öll fjögur skiptin. Þessi síðasti sigurleikur Keflavíkur í Vesturbænum var mjög skrautlegur og spennandi leikur. Framlengingin var sérstaklega söguleg því liðin skoruðu 62 stig á fimm mínútum í henni en 27 þessara stiga komu reyndar á vítalínunni, úr 39 vítaskotum. Það eru leikmenn í liðunum í dag sem voru í aðalhlutverki í þessum leik fyrir rúmum tíu árum síðan en Brynjar Þór Björnsson var með 25 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 14 stig og 9 stoðsendingar í leiknum. Matthías Orri Sigurðarson var þarna kornungur aukaleikari en fékk að spila í 17 sekúndur. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun hefst klukkan 19.45 og strax á eftir verður farið yfir leikinn í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport 4. Hér fyrir neðan má sjá síðustu heimsóknir Keflvíkingar í Vesturbæ Reykjavíkur í úrslitakeppni. Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira