Stjórnmálamenn ekki lengur undanþegnir banni við hatursorðræðu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 15:43 Fram að þessu hafa stjórnmálamenn í reynd verið undanþegnir ýmsum notendaskilmálum Facebook sem sauðsvartur almúginn þarf að sæta. Vísir/EPA Samfélagsmiðlarisinn Facebook ætlar ekki lengur að líta fram hjá því ef stjórnmálamenn brjóta skilmála miðilsins sem banna hatursorðræðu. Fyrirtækið ætlar þó áfram að gera undantekningu ef ummæli stjórnmálamannanna þykja sérstaklega fréttnæm. Facebook og fleiri samfélagsmiðla hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að sýna hatursorðræðu og upplýsingafalsi of mikið langlundargeð. Þannig hefur Facebook lengi gert undanþágu fyrir stjórnmálamenn þegar kemur að banni við hatursorðræðu vegna þess að ummæli þeirra séu í eðli sínu fréttnæm. Nokkur breyting varð á þegar Facebook ákvað að setja Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, í ótímabundið bann eftir að hann nýtti miðilinn til þess að hvetja til árásar á bandaríska þinghúsið í janúar. Washington Post segir nú að Facebook ætli sér að hætta að vega mögulegt fréttnæmi ummæla stjórnmálamanna upp á móti skaðanum sem þau valda. Það ætli ekki að líta algerlega fram hjá því hvort að ummæli séu fréttnæm heldur birta opinberan fyrirvara ef það ákveður að leyfa ummælum sem stangast á við skilmála miðilsins að standa. Breytingin er sögð á meðal viðbragða stjórnenda Facebook við tillögum sérstaks eftirlitsráðs samfélagsmiðilsins. Sú nefnd fór yfir hvort að ákvörðun Facebook um að sparka Trump af miðlinum hefði verið réttmæt en vísaði því að lokum aftur til stjórnenda fyrirtækisins. Mælti nefndin jafnframt með því að Facebook ynni skýrslu um hlut sinn í árásinni á bandaríska þinghúsið og gerði breytingar á undanþágunni um hatursorðræðu þegar hún teldist fréttnæm. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Facebook og fleiri samfélagsmiðla hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að sýna hatursorðræðu og upplýsingafalsi of mikið langlundargeð. Þannig hefur Facebook lengi gert undanþágu fyrir stjórnmálamenn þegar kemur að banni við hatursorðræðu vegna þess að ummæli þeirra séu í eðli sínu fréttnæm. Nokkur breyting varð á þegar Facebook ákvað að setja Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, í ótímabundið bann eftir að hann nýtti miðilinn til þess að hvetja til árásar á bandaríska þinghúsið í janúar. Washington Post segir nú að Facebook ætli sér að hætta að vega mögulegt fréttnæmi ummæla stjórnmálamanna upp á móti skaðanum sem þau valda. Það ætli ekki að líta algerlega fram hjá því hvort að ummæli séu fréttnæm heldur birta opinberan fyrirvara ef það ákveður að leyfa ummælum sem stangast á við skilmála miðilsins að standa. Breytingin er sögð á meðal viðbragða stjórnenda Facebook við tillögum sérstaks eftirlitsráðs samfélagsmiðilsins. Sú nefnd fór yfir hvort að ákvörðun Facebook um að sparka Trump af miðlinum hefði verið réttmæt en vísaði því að lokum aftur til stjórnenda fyrirtækisins. Mælti nefndin jafnframt með því að Facebook ynni skýrslu um hlut sinn í árásinni á bandaríska þinghúsið og gerði breytingar á undanþágunni um hatursorðræðu þegar hún teldist fréttnæm.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira