Flokkur forsetans missir meirihlutann Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2021 07:31 Andres Manuel Lopez Obrador Mexíkóforseti í gær. AP Flokkur Andres Manuel Lopez Obrador Mexíkóforseta virðist hafa misst meirihluta sinn í neðri deild mexíkóska þingsins í kosningum sem fram fóru í gær. Fyrstu tölur benda þó til þess að flokkurinn, Morena, auk stuðningsflokka hans, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að ná meirihluta. Útlit er fyrir að flokkur Lopez Obrador muni ná milli 190 og 203 þingsætum af þeim fimm hundruð sem í boði eru. Flokkurinn var fyrir með hreinan meirihluta, eða 256 þingsæti. Kosningabaráttan hefur farið fram í skugga morða á fjölda frambjóðendum og embættismönnum, en auk þess að kjósa sér nýtt þing var kosið um fimmtán af 31 ríkisstjóra í landinu, auk nýs ríkisstjóra í höfuðborginni Mexíkóborg. Þá var sömuleiðis kosið um nærri tvö þúsund borgarstjóra. Litið var á kosningar sunnudagsins sem mælingu á vinsældir forsetans Lopez Obrabor og um tveggja ára valdatíð hans. Stjórnartíð hans hefur einkennst af baráttunni við faraldur kórónuveirunnar og öldu ofbeldis í landinu sem tengist glímu stjórnvalda við eiturlyfjahringi og sömuleiðis innbyrðis átök slíkra hringja. Kosningabaráttan hófst í september á síðasta ári og hafa tugir stjórnmálamanna verið ráðnir af dögum síðan. Á sjálfum kjördegi voru fimm starfsmenn kjörstaða drepnir í sunnanverðu landinu og þá fundust tvö höfuð og aðrir líkamshlutar á þremur kjörstöðum í landamærabænum Tijuana í norðvestanverðu landinu. Mexíkó Tengdar fréttir Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Minnst 34 frambjóðendur í komandi kosningum í Mexíkó hafa verið myrtir á undanförnum dögum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir glæpagengi vera að myrða frambjóðendur til að hræða fólk frá því að taka þátt í kosningunum, sem haldnar verða þann 6. júní. 27. maí 2021 15:52 Dauðsföllin í Mexíkó sextíu prósent fleiri en áður var haldið fram Stjórnvöld í Mexíkó hafa gefið út nýjar tölur varðandi faraldur kórónuveirunnar þar í landi sem leiða í ljós að þar hefur ástandið verið mun verra en hingað til hefur verið haldið fram. 29. mars 2021 07:50 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Útlit er fyrir að flokkur Lopez Obrador muni ná milli 190 og 203 þingsætum af þeim fimm hundruð sem í boði eru. Flokkurinn var fyrir með hreinan meirihluta, eða 256 þingsæti. Kosningabaráttan hefur farið fram í skugga morða á fjölda frambjóðendum og embættismönnum, en auk þess að kjósa sér nýtt þing var kosið um fimmtán af 31 ríkisstjóra í landinu, auk nýs ríkisstjóra í höfuðborginni Mexíkóborg. Þá var sömuleiðis kosið um nærri tvö þúsund borgarstjóra. Litið var á kosningar sunnudagsins sem mælingu á vinsældir forsetans Lopez Obrabor og um tveggja ára valdatíð hans. Stjórnartíð hans hefur einkennst af baráttunni við faraldur kórónuveirunnar og öldu ofbeldis í landinu sem tengist glímu stjórnvalda við eiturlyfjahringi og sömuleiðis innbyrðis átök slíkra hringja. Kosningabaráttan hófst í september á síðasta ári og hafa tugir stjórnmálamanna verið ráðnir af dögum síðan. Á sjálfum kjördegi voru fimm starfsmenn kjörstaða drepnir í sunnanverðu landinu og þá fundust tvö höfuð og aðrir líkamshlutar á þremur kjörstöðum í landamærabænum Tijuana í norðvestanverðu landinu.
Mexíkó Tengdar fréttir Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Minnst 34 frambjóðendur í komandi kosningum í Mexíkó hafa verið myrtir á undanförnum dögum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir glæpagengi vera að myrða frambjóðendur til að hræða fólk frá því að taka þátt í kosningunum, sem haldnar verða þann 6. júní. 27. maí 2021 15:52 Dauðsföllin í Mexíkó sextíu prósent fleiri en áður var haldið fram Stjórnvöld í Mexíkó hafa gefið út nýjar tölur varðandi faraldur kórónuveirunnar þar í landi sem leiða í ljós að þar hefur ástandið verið mun verra en hingað til hefur verið haldið fram. 29. mars 2021 07:50 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Minnst 34 frambjóðendur í komandi kosningum í Mexíkó hafa verið myrtir á undanförnum dögum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir glæpagengi vera að myrða frambjóðendur til að hræða fólk frá því að taka þátt í kosningunum, sem haldnar verða þann 6. júní. 27. maí 2021 15:52
Dauðsföllin í Mexíkó sextíu prósent fleiri en áður var haldið fram Stjórnvöld í Mexíkó hafa gefið út nýjar tölur varðandi faraldur kórónuveirunnar þar í landi sem leiða í ljós að þar hefur ástandið verið mun verra en hingað til hefur verið haldið fram. 29. mars 2021 07:50