Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 08:31 Kara Saunders og hin stórskemmtilega dóttir hennar Scottie. Instagram/@karasaundo CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. Kara Saunders sagði frá þeirri erfiðu ákvörðun sem hún þarf að taka á næstu dögum varðandi dóttur sína en Scottie Saunders hélt upp á tveggja ára afmælið sitt á dögunum. Instagram/@karasaundo Kara leyfði fylgjendum sínum að vita af því sem hún var að ganga í gegnum nú þegar framundan er langt ferðalag til Bandaríkjanna og lokaundirbúningur fyrir heimsleikanna. Þeir sem fylgjast með Köru Saunders á samfélagsmiðlum eru örugglega flestir aðdáendur hinnar tveggja ára gömlu Scottie sem er mikill karakter og fer oft kostum í því að reyna að leika eftir æfingar móður sinnar, sem er ein af bestu CrossFit konum heims. Kara og Scottie hafa aldrei verið lengi í sundur og Kara æfir með stelpuna í kringum sig og tók hana meðal annars með á undanúrslitamótið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum gætu hins vegar búið til vandamál fyrir móður og það má eflaust færa þetta yfir á Anníe Mist takist íslensku CrossFit goðsögninni að tryggja sér farseðil á heimsleikanna um næstu helgi. Kara þarf nú að taka mjög erfiða ákvörðun með dóttur sína um það hvort hún taki hana með sér til Bandaríkjanna þar sem kórónuveiran mun búa til alls konar vandamál. Hinn möguleikinn er að skilja hana eftir og sjá hana ekki í eigin persónu í fimm vikur. Instagram/@karasaundo „Til að það sé á hreinu þá er ég aðeins að íhuga að skilja hana eftir hennar vegna. Ekki mín vegna. Mín hugmynd að helvíti er að vera í burtu frá henni svona lengi,“ skrifaði Kara Saunders. „Ég vil bara ekki leggja það á hana að fara í gegnum allt þetta kórónuveiruvesen og skilja hana síðan eftir hjá einhverjum öðrum þegar ég keppi því Matty kemst ekki. Ég myndi síðan enda á því þurfa að pína hana í það að eyða tveimur vikum í sóttkví á hótelherbergi þegar við komum til baka,“ skrifaði Kara. „Ef ég ætla að skilja hana eftir þá þarf ég að venja hana við það að vera frá mér og vera síðan í burtu frá henni í fimm vikur. Við höfum aldrei verið aðskildar,“ skrifaði Kara. „Það er í raun ekkert auðvelt svar. Í venjulegum heimi þá tæki ég hana með mér og við myndum gera allt saman eins og við erum vanar. Þetta er hins vegar ekki venjulegur heimur og hún er í fyrsta sæti,“ skrifaði Kara. Instagram/@karasaundo CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Sjá meira
Kara Saunders sagði frá þeirri erfiðu ákvörðun sem hún þarf að taka á næstu dögum varðandi dóttur sína en Scottie Saunders hélt upp á tveggja ára afmælið sitt á dögunum. Instagram/@karasaundo Kara leyfði fylgjendum sínum að vita af því sem hún var að ganga í gegnum nú þegar framundan er langt ferðalag til Bandaríkjanna og lokaundirbúningur fyrir heimsleikanna. Þeir sem fylgjast með Köru Saunders á samfélagsmiðlum eru örugglega flestir aðdáendur hinnar tveggja ára gömlu Scottie sem er mikill karakter og fer oft kostum í því að reyna að leika eftir æfingar móður sinnar, sem er ein af bestu CrossFit konum heims. Kara og Scottie hafa aldrei verið lengi í sundur og Kara æfir með stelpuna í kringum sig og tók hana meðal annars með á undanúrslitamótið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum gætu hins vegar búið til vandamál fyrir móður og það má eflaust færa þetta yfir á Anníe Mist takist íslensku CrossFit goðsögninni að tryggja sér farseðil á heimsleikanna um næstu helgi. Kara þarf nú að taka mjög erfiða ákvörðun með dóttur sína um það hvort hún taki hana með sér til Bandaríkjanna þar sem kórónuveiran mun búa til alls konar vandamál. Hinn möguleikinn er að skilja hana eftir og sjá hana ekki í eigin persónu í fimm vikur. Instagram/@karasaundo „Til að það sé á hreinu þá er ég aðeins að íhuga að skilja hana eftir hennar vegna. Ekki mín vegna. Mín hugmynd að helvíti er að vera í burtu frá henni svona lengi,“ skrifaði Kara Saunders. „Ég vil bara ekki leggja það á hana að fara í gegnum allt þetta kórónuveiruvesen og skilja hana síðan eftir hjá einhverjum öðrum þegar ég keppi því Matty kemst ekki. Ég myndi síðan enda á því þurfa að pína hana í það að eyða tveimur vikum í sóttkví á hótelherbergi þegar við komum til baka,“ skrifaði Kara. „Ef ég ætla að skilja hana eftir þá þarf ég að venja hana við það að vera frá mér og vera síðan í burtu frá henni í fimm vikur. Við höfum aldrei verið aðskildar,“ skrifaði Kara. „Það er í raun ekkert auðvelt svar. Í venjulegum heimi þá tæki ég hana með mér og við myndum gera allt saman eins og við erum vanar. Þetta er hins vegar ekki venjulegur heimur og hún er í fyrsta sæti,“ skrifaði Kara. Instagram/@karasaundo
CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Sjá meira