Milljóna tjón vegna myglu Una María Óskarsdóttir skrifar 9. júní 2021 09:31 Á undanförnum árum hefur tilfellum vegna raka- og mygluskemmda í húsum fjölgað. Stór vandamál hafa komið upp vegna þessa, m.a. í skólum, á heimilum og vinnustöðum með tilheyrandi kostnaði og áhrifum á fólk og fyrirtæki. Flest verjum við stærstum hluta æfi okkar innanhúss og því skiptir það miklu að loftgæði séu góð og þau skaði ekki heilsu okkar. Óheilnæmt innloft getur t.d. valdið höfuðverk, þreytu, þurrki í augum, sviða í hálsi og nefi og aukið á ofnæmiseinkenni og öndunarfærasjúkdóma. Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar um inniloft, raka og myglu í híbýlum þar sem almenningur getur kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óheilnæmt loft innandyra. Eitt er að almenningur geti kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óhollt inniloft og annað það að hönnun og bygging húsa sé með þeim hætti að það sá hrein ávísun á myglu. Í nýgengnum dómi héraðsdóms Reykjanes er fjallað um myglu og baráttu húseigenda við hönnuði, tryggingafélag og bæjarfélag við bót sinna mála. Niðurstaða dómsins er sú að húseignandinn var talinn eiga 4,5 milljón króna kröfu á hendur vátryggingafélagi hönnuðar hússins vegna myglu sem leiddi af galla í einangrun hússins (kuldabrúar). Ásamt þingmönnum Miðflokksins var sú sem þetta ritar fyrsti flutningsmaður þingsályktunar um gerð leiðbeininga um úttektir og mat á rakaskemmdum og myglu og heilsukvillum af þeirra völdum sem lögð var fram á 49. löggjafarþingi 2018–2019. Í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af raka og myglu í húsum er brýnt að sem fyrst verði brugðist við og þar með reynt að koma í veg fyrir fjár- og heilsutjón og fólks sem verður veikt sökum ólofts, raka og myglu. Þeir sem koma að hönnun, byggingu og eftirliti húsbygginga þurfa að vanda vinnu sína og stöðva framleiðslu gallaðs húsnæðis. Höfundur er lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur tilfellum vegna raka- og mygluskemmda í húsum fjölgað. Stór vandamál hafa komið upp vegna þessa, m.a. í skólum, á heimilum og vinnustöðum með tilheyrandi kostnaði og áhrifum á fólk og fyrirtæki. Flest verjum við stærstum hluta æfi okkar innanhúss og því skiptir það miklu að loftgæði séu góð og þau skaði ekki heilsu okkar. Óheilnæmt innloft getur t.d. valdið höfuðverk, þreytu, þurrki í augum, sviða í hálsi og nefi og aukið á ofnæmiseinkenni og öndunarfærasjúkdóma. Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar um inniloft, raka og myglu í híbýlum þar sem almenningur getur kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óheilnæmt loft innandyra. Eitt er að almenningur geti kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óhollt inniloft og annað það að hönnun og bygging húsa sé með þeim hætti að það sá hrein ávísun á myglu. Í nýgengnum dómi héraðsdóms Reykjanes er fjallað um myglu og baráttu húseigenda við hönnuði, tryggingafélag og bæjarfélag við bót sinna mála. Niðurstaða dómsins er sú að húseignandinn var talinn eiga 4,5 milljón króna kröfu á hendur vátryggingafélagi hönnuðar hússins vegna myglu sem leiddi af galla í einangrun hússins (kuldabrúar). Ásamt þingmönnum Miðflokksins var sú sem þetta ritar fyrsti flutningsmaður þingsályktunar um gerð leiðbeininga um úttektir og mat á rakaskemmdum og myglu og heilsukvillum af þeirra völdum sem lögð var fram á 49. löggjafarþingi 2018–2019. Í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af raka og myglu í húsum er brýnt að sem fyrst verði brugðist við og þar með reynt að koma í veg fyrir fjár- og heilsutjón og fólks sem verður veikt sökum ólofts, raka og myglu. Þeir sem koma að hönnun, byggingu og eftirliti húsbygginga þurfa að vanda vinnu sína og stöðva framleiðslu gallaðs húsnæðis. Höfundur er lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar