Þetta kemur fram á vef RARIK, en varaafl var keyrt upp þar sem það var hægt á meðan unnið var að viðgerð. Ástæða rafmagnsleysins var að aflspennir í aðveitustöðinni í Lindarbrekku eyðilagðist.
Snemma í morgun var allt svæðið komið í lag að Kelduhverfi undanskildu en á vef RÚV segir að fyrir skemmstu hafi tekist að koma rafmagni á þar líka.