Maguire gæti verið með á EM eftir allt saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2021 07:51 Maguire á æfingu með enska landsliðinu í gær. @England Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur hafið æfingar með enska landsliðinu og gæti náð Evrópumótinu í knattspyrnu eftir allt saman. Maguire hefur ekki spilað síðan 9. maí þegar Man United vann Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Miðvörðurinn öflugi fór meiddur af velli í þeim leik og var talið að EM væri í hættu. Gareth Southgate hafði meira að segja brugðið á það ráð að undirbúa 3-4-3 leikkerfi með Luke Shaw sem hluta af þriggja manna varnarlínu fyrir leikinn gegn Króatíu á sunnudag ef Maguire myndi ekki vera klár. Maguire var hins vegar með á æfingu enska liðsins í gær. Ku hann hafa litið vel út og klárað æfinguna án þess að finna fyrir ökklameiðslunum. All 26 members of our squad are involved in today's session.Good to see you out there, @HarryMaguire93! pic.twitter.com/lrbtq2ToBf— England (@England) June 10, 2021 Englandi hefur verið spáð góðu gengi á mótinu og telur íþróttatölfræðiveitan Gracenote England líklegast - ásamt Belgíu - til að vinna EM. Ljóst er að England á mun betri möguleika ef Harry Maguire er heill heilsu. Bæði hann og Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafa verið meiddir undanfarið en Henderson spilaði síðari hálfleikinn í síðasta vináttulandsleik Englands fyrir EM. Með þá báða innanborðs gætu Englendingar mögulega gert hið ómögulega, að koma með fótboltann heim. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Maguire hefur ekki spilað síðan 9. maí þegar Man United vann Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Miðvörðurinn öflugi fór meiddur af velli í þeim leik og var talið að EM væri í hættu. Gareth Southgate hafði meira að segja brugðið á það ráð að undirbúa 3-4-3 leikkerfi með Luke Shaw sem hluta af þriggja manna varnarlínu fyrir leikinn gegn Króatíu á sunnudag ef Maguire myndi ekki vera klár. Maguire var hins vegar með á æfingu enska liðsins í gær. Ku hann hafa litið vel út og klárað æfinguna án þess að finna fyrir ökklameiðslunum. All 26 members of our squad are involved in today's session.Good to see you out there, @HarryMaguire93! pic.twitter.com/lrbtq2ToBf— England (@England) June 10, 2021 Englandi hefur verið spáð góðu gengi á mótinu og telur íþróttatölfræðiveitan Gracenote England líklegast - ásamt Belgíu - til að vinna EM. Ljóst er að England á mun betri möguleika ef Harry Maguire er heill heilsu. Bæði hann og Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafa verið meiddir undanfarið en Henderson spilaði síðari hálfleikinn í síðasta vináttulandsleik Englands fyrir EM. Með þá báða innanborðs gætu Englendingar mögulega gert hið ómögulega, að koma með fótboltann heim. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira