Sumir í sjokki að sjá Katrínu svo neðarlega en hún veit hvað skiptir mestu máli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir var óvenju neðarlega í átta liða úrslitunum en það búist við miklu meira frá henni um helgina. Instagram/@katrintanja Sérfræðingar CrossFit samtakanna búast við því að Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggi sér farseðil á heimsleikanna um helgina en þá fer fram undanúrslitamót silfurkonunnar frá síðustu heimsleikum. Katrín Tanja keppir á German Throwdown undanúrslitamótinu sem átti að vera keppni á staðnum en fer fram í gegnum netið vegna kórónuveirufaraldursins. Katrín Tanja er eina íslenska konan sem keppir um þau fimm lausu sæti sem eru í boði á mótinu í Þýskalandi. Sean Woodland og Annie Sakamoto, sérfræðingar CrossFit samtakanna, fóru yfir keppendalistann á German Throwdown mótinu og spáðu hvaða fimm karlar og fimm konur komist áfram. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Annie Sakamoto setti Katrínu Tönju í fyrsta sætið á sínum fimm nafna lista. „Í fyrsta lagi er það Katrín Davíðsdóttir. Það er ekki hægt að líta framhjá tvöföldum heimsmeistara,“ sagði Annie Sakamoto. Hún nefndi líka þær Kristin Holte, Jacqueline Dahlstrøm, Camillu Salomonsson Hellman og Samönthu Briggs. Sean Woodland vildi ræða meira Katrínu Tönju. „Hún heldur áfram að standa sig frábærlega sama hverjar aðstæðurnar eru,“ sagði Woodland. „Við erum að tala um íþróttakonu sem hefur komist á verðlaunapall fjórum sinnum og tvisvar orðið meistari. Mörg okkar horfðu kannski á stigatöfluna eftir átta liða úrslitin og sáu hana þar í ellefta sæti sem var svolítið sjokkerandi. En ég lít á það þannig að Katrín vissi vel að átta liða úrslitin voru þarna aðeins til þess að koma sér áfram í undanúrslitin,“ sagði Annie og hélt áfram. „Undanúrslitin eru mikilvægasti hlutinn fyrir utan heimsleikana sjálfa og hún er með einbeitinguna á þau,“ sagði Annie. Hér fyrir neðan má sjá umræðu þeirra Sean Woodland og Annie Sakamoto um German Throwdown mótið. View this post on Instagram A post shared by German Throwdown (@germanthrowdown) CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Katrín Tanja keppir á German Throwdown undanúrslitamótinu sem átti að vera keppni á staðnum en fer fram í gegnum netið vegna kórónuveirufaraldursins. Katrín Tanja er eina íslenska konan sem keppir um þau fimm lausu sæti sem eru í boði á mótinu í Þýskalandi. Sean Woodland og Annie Sakamoto, sérfræðingar CrossFit samtakanna, fóru yfir keppendalistann á German Throwdown mótinu og spáðu hvaða fimm karlar og fimm konur komist áfram. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Annie Sakamoto setti Katrínu Tönju í fyrsta sætið á sínum fimm nafna lista. „Í fyrsta lagi er það Katrín Davíðsdóttir. Það er ekki hægt að líta framhjá tvöföldum heimsmeistara,“ sagði Annie Sakamoto. Hún nefndi líka þær Kristin Holte, Jacqueline Dahlstrøm, Camillu Salomonsson Hellman og Samönthu Briggs. Sean Woodland vildi ræða meira Katrínu Tönju. „Hún heldur áfram að standa sig frábærlega sama hverjar aðstæðurnar eru,“ sagði Woodland. „Við erum að tala um íþróttakonu sem hefur komist á verðlaunapall fjórum sinnum og tvisvar orðið meistari. Mörg okkar horfðu kannski á stigatöfluna eftir átta liða úrslitin og sáu hana þar í ellefta sæti sem var svolítið sjokkerandi. En ég lít á það þannig að Katrín vissi vel að átta liða úrslitin voru þarna aðeins til þess að koma sér áfram í undanúrslitin,“ sagði Annie og hélt áfram. „Undanúrslitin eru mikilvægasti hlutinn fyrir utan heimsleikana sjálfa og hún er með einbeitinguna á þau,“ sagði Annie. Hér fyrir neðan má sjá umræðu þeirra Sean Woodland og Annie Sakamoto um German Throwdown mótið. View this post on Instagram A post shared by German Throwdown (@germanthrowdown)
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira