Ráðherrar duglegir að kaupa auglýsingar af Zuckerberg Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 11:10 Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Þau voru duglegust frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í að kaupa sér auglýsingar á Facebook. vísir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra keypti auglýsingar fyrir tæpar 800 þúsund krónur á Facebook vegna prófkjörsbaráttunnar. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lögðu misjafnlega mikið í kaup á auglýsingum af Mark Zuckerberg og þeim hjá Facebook. Þetta má sjá ef litið er til skýrslu auglýsingasafns Facebook. Þau sem voru í slag um leiðtogasætið, ráðherrarnir Guðlaugur Þór og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, voru fremst í flokki í að velta fé til hinnar alþjóðlegu samfélagsmiðlaveitu. Ef miðað er við leitarskilyrði á tímabilinu 10. mars 2021 til 7. júní 2021 kemur í ljós að Guðlaugur Þór keypti auglýsingar fyrir 792 þúsund krónur meðan Áslaug Arna pungaði út 573 þúsund krónum. Sem segir ekki alla söguna, því til þess var tekið að það vakti athygli hversu áberandi Áslaug Arna var á öðrum samfélagsmiðlum svo sem Instagram og Twitter. Upplýsingar þar um liggja ekki fyrir. Hér má sjá hversu miklu fé þeir vörðu í auglýsingakaup á Facebook. Athygli vekur að Facebookstjarnan Brynjar Níelsson gaukaði ekki svo miklu sem þúsund krónum til Zuckerbergs.skjáskot Þá vekur athygli að sjálf Facebookstjarnan Brynjar Níelsson þingmaður kemur ekki í leitirnar á þessari skýrslu auglýsingasafns né heldur Birgir Ármannsson þingmaður. Aðrir frambjóðendur drógu hins vegar upp veskið og keyptu auglýsingar af Zuckerberg. Friðjón R. Friðjónsson almannatengill er í þriðja sæti með 396 krónur en aðrir minna. Sigríður Á. Andersen keypti auglýsingar fyrir liðlega hundrað þúsund krónur á Facebook sem og þau Diljá Mist Einarsdóttir, Kjartan Magnússon og Hildur Sverrisdóttir. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna af erlendum samfélagsmiðlaveitum hafa verið gagnrýnd af formanni Blaðamannafélags Íslands, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, á þeim forsendum að veiturnar grafi beinlínis undan rekstrargrundvelli fjölmiðla á Íslandi. Og þannig megi draga í efa hvort stjórnmálaflokkarnir, sem hafa seilst ákaft í ríkissjóð eftir fjármagni til reksturs flokkanna, sýni með því samfélagslega ábyrgð. Hér neðar getur að líta yfirlit yfir fleiri frambjóðendur og auglýsingakaup þeirra: Það er svo eigi síðar en 5. september sem þau eiga að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar um kostnað við prófkjörið. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsleg ábyrgð Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26 Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42 Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lögðu misjafnlega mikið í kaup á auglýsingum af Mark Zuckerberg og þeim hjá Facebook. Þetta má sjá ef litið er til skýrslu auglýsingasafns Facebook. Þau sem voru í slag um leiðtogasætið, ráðherrarnir Guðlaugur Þór og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, voru fremst í flokki í að velta fé til hinnar alþjóðlegu samfélagsmiðlaveitu. Ef miðað er við leitarskilyrði á tímabilinu 10. mars 2021 til 7. júní 2021 kemur í ljós að Guðlaugur Þór keypti auglýsingar fyrir 792 þúsund krónur meðan Áslaug Arna pungaði út 573 þúsund krónum. Sem segir ekki alla söguna, því til þess var tekið að það vakti athygli hversu áberandi Áslaug Arna var á öðrum samfélagsmiðlum svo sem Instagram og Twitter. Upplýsingar þar um liggja ekki fyrir. Hér má sjá hversu miklu fé þeir vörðu í auglýsingakaup á Facebook. Athygli vekur að Facebookstjarnan Brynjar Níelsson gaukaði ekki svo miklu sem þúsund krónum til Zuckerbergs.skjáskot Þá vekur athygli að sjálf Facebookstjarnan Brynjar Níelsson þingmaður kemur ekki í leitirnar á þessari skýrslu auglýsingasafns né heldur Birgir Ármannsson þingmaður. Aðrir frambjóðendur drógu hins vegar upp veskið og keyptu auglýsingar af Zuckerberg. Friðjón R. Friðjónsson almannatengill er í þriðja sæti með 396 krónur en aðrir minna. Sigríður Á. Andersen keypti auglýsingar fyrir liðlega hundrað þúsund krónur á Facebook sem og þau Diljá Mist Einarsdóttir, Kjartan Magnússon og Hildur Sverrisdóttir. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna af erlendum samfélagsmiðlaveitum hafa verið gagnrýnd af formanni Blaðamannafélags Íslands, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, á þeim forsendum að veiturnar grafi beinlínis undan rekstrargrundvelli fjölmiðla á Íslandi. Og þannig megi draga í efa hvort stjórnmálaflokkarnir, sem hafa seilst ákaft í ríkissjóð eftir fjármagni til reksturs flokkanna, sýni með því samfélagslega ábyrgð. Hér neðar getur að líta yfirlit yfir fleiri frambjóðendur og auglýsingakaup þeirra: Það er svo eigi síðar en 5. september sem þau eiga að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar um kostnað við prófkjörið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsleg ábyrgð Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26 Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42 Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26
Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42
Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28