Bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Ólafur Ísleifsson skrifar 13. júní 2021 09:00 Ríkisstjórnin fékk í liðinni viku samþykkta 120 milljón króna aukafjárveitingu til Strætó sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin tíu ár hefur ríkissjóður styrkt Strætó um u.þ.b. 900 milljónir króna á ári. Þrátt fyrir umtalsverðan fjáraustur úr ríkissjóði í viðleitni til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur enginn árangur náðst við að fjölga notendum Strætó en hlutfall þeirra hefur haldist í 4% allt tímabilið. Framlagið til Strætó gefur tilefni til að fjalla um áform um borgarlínu og fjármögnun hennar af hálfu ríkissjóðs. Ríkissjóði gert að fjármagna borgarlínu Á grundvelli samkomulags ríkissjóðs og sveitarfélaga hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggja fram 50 milljarða króna til borgarlínu. Auk þess er ráðgert að ríkið leggi fram Keldnaland í þessu skyni og a.m.k. hluta af söluandvirði Íslandsbanka. Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn tekur að sér með þessum hætti að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar á vettvangi borgarmála. Fólkið í umferðarteppunni borgar rekstrarkostnaðinn Mjög hefur verið á reiki hvað borgarlínan kemur til með að kosta. Fylgjendur hennar virðast telja hana kosta 70-80 milljarða króna. Um hitt er ekki deilt að engin rekstraráætlun liggur fyrir um hana. Kannski þykir fylgismönnum verkefnisins óþarfi að leggja fram slíka áætlun enda eigi fólkið sem kýs fjölskyldubílinn til að ferðast um höfuðborgarsvæðið að borga rekstur borgarlínunnar með nýjum gjöldum, tafagjaldi, flýtigjaldi, umferðargjaldi og öðrum slíkum sem nefnd hafa verið af miklu hugviti. Í raun verður það fólkið sem situr fast í umferðarteppunni sem borgarlínan leiðir af sér þegar tvær akreinar hafa verið teknar undir hana sem borgar kostnaðinn af rekstri þessa verkefnis. Önnur verkefni og aðrar lausnir Fjöldi manns hefur áttað sig á að fyrirætlanir um borgarlínu standast enga skoðun í ljósi óhemju hás kostnaðar við stofnun og rekstur og óljósra hugmynda um árangur af verkefninu. Stofnaður hefur verið hópur um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS), með Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðing sem talsmann hópsins. Þeir sem skipa hópinn, þar á meðal verkfræðingar, hagfræðingar og aðrir sérfræðingar, hafa látið til sín taka með greinarskrifum og umræðum þar sem bent er á alvarlega ágalla á borgarlínuhugmyndinni og bent á aðrar lausnir. Tillaga um létta útgáfu af borgarlínu Þórarinn Hjaltason áætlar í grein í Morgunblaðinu 27. mars sl. að heildarkostnaður við borgarlínuna verði um 100 milljarðar króna miðað við að hún spanni 60 km. Þessi áætlun tekur mið af kostnaðaráætlun 1. áfanga borgarlínu upp á um 25 milljarða króna fyrir þá 14,5 km sem sá áfangi tekur til. Þórarinn segir þetta vera svipaða fjárhæð og hefur verið lögð í uppbyggingu þjóðvegakerfisins á höfuðborgarsvæðinu sl. 50 ár. Hann telur að auk mikils stofnkostnaðar sé megingalli við borgarlínuna að sérrými fyrir hana taki allt of mikla flutningsgetu frá gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem er yfirhlaðið fyrir. Þetta leiði til stóraukins tafakostnaðar fólks og fyrirtækja. Með því að byggja létta útgáfu af borgarlínu og gera mislæg gatnamót í stað stokka telur áhugahópurinn ÁS að stórauka megi skilvirkni vegakerfisins. Þetta myndi skila arði upp á milljarðatugi á hverju ári. ÁS leggur til að sérakreinar verði hægra megin við akbrautir á þeim köflum þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum. Sérakreinar fyrir almenningsvagna verði ekki teknar frá almennri umferð heldur gerðar nýjar akreinar. Þessi létta útgáfu af borgarlínu myndi því ekki auka umferðartafir. Þórarinn Hjaltason telur að lauslega áætlaður kostnaður við slíka létta útgáfu yrði um 20 milljarðar kr. Þessi fjárhæð er um 80 milljörðum króna lægri en fyrrgreind 100 milljarða áætlun um stofnkostnað borgarlínu en gerir nánast sama gagn að dómi Þórarins. Ljóst er að sparnaðinn má nota í mun hagkvæmari framkvæmdir við þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu. Ábyrg meðferð opinbers fjár? Í ljósi tillagna áhugahópsins ÁS með áætlaðan kostnað upp á 20 milljarða króna ber stjórnvöldum skylda til að endurskoða áform um að kasta 50 milljörðum í kosningaloforð vinstri flokka og láta Keldnaland og söluandvirði Íslandsbanka fylgja með í hítina. Annað væri óábyrg meðferð á opinberu fé. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin fékk í liðinni viku samþykkta 120 milljón króna aukafjárveitingu til Strætó sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin tíu ár hefur ríkissjóður styrkt Strætó um u.þ.b. 900 milljónir króna á ári. Þrátt fyrir umtalsverðan fjáraustur úr ríkissjóði í viðleitni til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur enginn árangur náðst við að fjölga notendum Strætó en hlutfall þeirra hefur haldist í 4% allt tímabilið. Framlagið til Strætó gefur tilefni til að fjalla um áform um borgarlínu og fjármögnun hennar af hálfu ríkissjóðs. Ríkissjóði gert að fjármagna borgarlínu Á grundvelli samkomulags ríkissjóðs og sveitarfélaga hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggja fram 50 milljarða króna til borgarlínu. Auk þess er ráðgert að ríkið leggi fram Keldnaland í þessu skyni og a.m.k. hluta af söluandvirði Íslandsbanka. Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn tekur að sér með þessum hætti að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar á vettvangi borgarmála. Fólkið í umferðarteppunni borgar rekstrarkostnaðinn Mjög hefur verið á reiki hvað borgarlínan kemur til með að kosta. Fylgjendur hennar virðast telja hana kosta 70-80 milljarða króna. Um hitt er ekki deilt að engin rekstraráætlun liggur fyrir um hana. Kannski þykir fylgismönnum verkefnisins óþarfi að leggja fram slíka áætlun enda eigi fólkið sem kýs fjölskyldubílinn til að ferðast um höfuðborgarsvæðið að borga rekstur borgarlínunnar með nýjum gjöldum, tafagjaldi, flýtigjaldi, umferðargjaldi og öðrum slíkum sem nefnd hafa verið af miklu hugviti. Í raun verður það fólkið sem situr fast í umferðarteppunni sem borgarlínan leiðir af sér þegar tvær akreinar hafa verið teknar undir hana sem borgar kostnaðinn af rekstri þessa verkefnis. Önnur verkefni og aðrar lausnir Fjöldi manns hefur áttað sig á að fyrirætlanir um borgarlínu standast enga skoðun í ljósi óhemju hás kostnaðar við stofnun og rekstur og óljósra hugmynda um árangur af verkefninu. Stofnaður hefur verið hópur um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS), með Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðing sem talsmann hópsins. Þeir sem skipa hópinn, þar á meðal verkfræðingar, hagfræðingar og aðrir sérfræðingar, hafa látið til sín taka með greinarskrifum og umræðum þar sem bent er á alvarlega ágalla á borgarlínuhugmyndinni og bent á aðrar lausnir. Tillaga um létta útgáfu af borgarlínu Þórarinn Hjaltason áætlar í grein í Morgunblaðinu 27. mars sl. að heildarkostnaður við borgarlínuna verði um 100 milljarðar króna miðað við að hún spanni 60 km. Þessi áætlun tekur mið af kostnaðaráætlun 1. áfanga borgarlínu upp á um 25 milljarða króna fyrir þá 14,5 km sem sá áfangi tekur til. Þórarinn segir þetta vera svipaða fjárhæð og hefur verið lögð í uppbyggingu þjóðvegakerfisins á höfuðborgarsvæðinu sl. 50 ár. Hann telur að auk mikils stofnkostnaðar sé megingalli við borgarlínuna að sérrými fyrir hana taki allt of mikla flutningsgetu frá gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem er yfirhlaðið fyrir. Þetta leiði til stóraukins tafakostnaðar fólks og fyrirtækja. Með því að byggja létta útgáfu af borgarlínu og gera mislæg gatnamót í stað stokka telur áhugahópurinn ÁS að stórauka megi skilvirkni vegakerfisins. Þetta myndi skila arði upp á milljarðatugi á hverju ári. ÁS leggur til að sérakreinar verði hægra megin við akbrautir á þeim köflum þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum. Sérakreinar fyrir almenningsvagna verði ekki teknar frá almennri umferð heldur gerðar nýjar akreinar. Þessi létta útgáfu af borgarlínu myndi því ekki auka umferðartafir. Þórarinn Hjaltason telur að lauslega áætlaður kostnaður við slíka létta útgáfu yrði um 20 milljarðar kr. Þessi fjárhæð er um 80 milljörðum króna lægri en fyrrgreind 100 milljarða áætlun um stofnkostnað borgarlínu en gerir nánast sama gagn að dómi Þórarins. Ljóst er að sparnaðinn má nota í mun hagkvæmari framkvæmdir við þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu. Ábyrg meðferð opinbers fjár? Í ljósi tillagna áhugahópsins ÁS með áætlaðan kostnað upp á 20 milljarða króna ber stjórnvöldum skylda til að endurskoða áform um að kasta 50 milljörðum í kosningaloforð vinstri flokka og láta Keldnaland og söluandvirði Íslandsbanka fylgja með í hítina. Annað væri óábyrg meðferð á opinberu fé. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar