Öflug og fjölbreytt þjónusta við aldraða Svandís Svavarsdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir skrifa 15. júní 2021 11:30 Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum stækkandi hóps. Það er auðvitað fagnaðarefni að við lifum lengur og sífellt fleiri lifa við góða heilsu lengur en það er á sama tíma mikilvægt að leggjast á eitt um að auka þjónustuframboð við aldraða. Við þurfum að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu, tryggja að þjónustan sé fjölbreytt og standist gæðaviðmið. Samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar hefur gengið afar vel á síðustu árum, auk þess sem samþætting heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og bættri þjónustu. Margt jákvætt hefur áunnist en helst ber að nefna tvo þætti í tengslum við samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar á síðustu árum. Fyrir það fyrsta hefur náðst að efla samning um samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu sem undirritaður var í desember síðastliðnum. Í honum er lögð áhersla á að efla getu heimahjúkrunar Reykjavíkur til að nýta velferðartækni í auknum mæli, samhliða því að fjölga vitjunum, auka sérhæfingu og þverfaglega teymisvinnu t.d. með sérstöku endurhæfingarteymi í heimahúsum og hjartabilunarteymi. Mikil tækifæri liggja í velferðartækni og hefur Reykjavíkurborg sett á laggirnar sérstaka velferðartæknismiðju þar sem þróa má og prófa ýmsar lausnir sem nýta má í þjónustu við aldraða, bæði heimavið og á hjúkrunarheimilum. Árlegur kostnaður við samninginn nemur um tveimur milljörðum króna. Svo er það í öðru lagi stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar SELMU, en sú þjónusta miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka gæði þjónustunnar. Starfsemin er tvíþætt og felst í vitjunum í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Uppbygging hjúkrunarheimila í borginni er mjög stórt mál. Bjóða þarf fleirum sem metin eru í þörf búsetu á hjúkrunarheimilum. Þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimila er mest á höfuðborgarsvæðinu. Í maí síðastliðnum skrifuðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis við Mosaveg í Reykjavík fyrir allt að 144 íbúa. Samhliða undirritun samnings um hjúkrunarheimili við Mosaveg var staðfest viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir allt að 200 íbúa á svæði við Ártúnshöfða í Reykjavík. Unnið er að vinnu við skipulagningu svæðisins og er stefnt að því að hægt verði að hefja verklegar framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili árið 2023. Ártúnshöfðaverkefnið er komið á framkæmdaáætlun um nauðsynlega uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2025 og verður fjármögnun þess tekin upp við gerð næstu fjármálaáætlunar. Mikilvægt er að efla þá þjónustu sem fyrir er en bæta einnig þjónustu í heimahúsum og samþættingu þjónustu með áherslu á þverfaglegt samstarf. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, leggja áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Þannig sköpum við aldursvænt samfélag, fyrir okkur öll. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Elín Oddný Sigurðardóttir Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum stækkandi hóps. Það er auðvitað fagnaðarefni að við lifum lengur og sífellt fleiri lifa við góða heilsu lengur en það er á sama tíma mikilvægt að leggjast á eitt um að auka þjónustuframboð við aldraða. Við þurfum að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu, tryggja að þjónustan sé fjölbreytt og standist gæðaviðmið. Samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar hefur gengið afar vel á síðustu árum, auk þess sem samþætting heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og bættri þjónustu. Margt jákvætt hefur áunnist en helst ber að nefna tvo þætti í tengslum við samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar á síðustu árum. Fyrir það fyrsta hefur náðst að efla samning um samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu sem undirritaður var í desember síðastliðnum. Í honum er lögð áhersla á að efla getu heimahjúkrunar Reykjavíkur til að nýta velferðartækni í auknum mæli, samhliða því að fjölga vitjunum, auka sérhæfingu og þverfaglega teymisvinnu t.d. með sérstöku endurhæfingarteymi í heimahúsum og hjartabilunarteymi. Mikil tækifæri liggja í velferðartækni og hefur Reykjavíkurborg sett á laggirnar sérstaka velferðartæknismiðju þar sem þróa má og prófa ýmsar lausnir sem nýta má í þjónustu við aldraða, bæði heimavið og á hjúkrunarheimilum. Árlegur kostnaður við samninginn nemur um tveimur milljörðum króna. Svo er það í öðru lagi stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar SELMU, en sú þjónusta miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka gæði þjónustunnar. Starfsemin er tvíþætt og felst í vitjunum í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Uppbygging hjúkrunarheimila í borginni er mjög stórt mál. Bjóða þarf fleirum sem metin eru í þörf búsetu á hjúkrunarheimilum. Þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimila er mest á höfuðborgarsvæðinu. Í maí síðastliðnum skrifuðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis við Mosaveg í Reykjavík fyrir allt að 144 íbúa. Samhliða undirritun samnings um hjúkrunarheimili við Mosaveg var staðfest viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir allt að 200 íbúa á svæði við Ártúnshöfða í Reykjavík. Unnið er að vinnu við skipulagningu svæðisins og er stefnt að því að hægt verði að hefja verklegar framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili árið 2023. Ártúnshöfðaverkefnið er komið á framkæmdaáætlun um nauðsynlega uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2025 og verður fjármögnun þess tekin upp við gerð næstu fjármálaáætlunar. Mikilvægt er að efla þá þjónustu sem fyrir er en bæta einnig þjónustu í heimahúsum og samþættingu þjónustu með áherslu á þverfaglegt samstarf. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, leggja áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Þannig sköpum við aldursvænt samfélag, fyrir okkur öll. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar