Markaðsvirði Coca Cola hríðlækkar daginn eftir uppátæki Ronaldos Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 07:53 Cristiano Ronaldo fjarlægir kókið á fréttamannafundinum í Búdapest. Hann hvatti jafnframt fólk til að drekka vatn. Markaðsvirði Coca Cola lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadali í gær, daginn eftir að portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo fjarlægði tvær kókflöskur af borðinu á fréttamannafundi portúgalska landsliðsins í tengslum við EM í fótbolta sem nú stendur yfir. Guardian segir frá því að hlutabréf hafi lækkað um 1,6 prósent, nær samstundis eftir uppátæki Portúgalans. Það samsvarar því að markaðsvirði hafi lækkað um fjóra milljarða dala, eða um 490 milljaðar íslenskra króna. Á fréttamannafundinum fjarlægði Ronaldo kókflöskurnar sem hafði verið komið fyrir þar í auglýsingaskyni og hvatti hann á sama tíma fólk til að drekka vatn. Í yfirlýsingu frá Coca Cola, sem er opinber styrktaraðili Evrópumótsins, til Guardian segir að „allir hafi rétt á að hafa mismunandi smekk og þarfir“. Talsmaður Evrópumótsins segir sömuleiðis í samtali við breska blaðið að einnig sé boðið upp á vatn og kók án sykurs á fréttamannafundunum sem tengjast mótinu. Ronaldo er sannkölluð ofurstjarna og er með nærri 300 milljónir fylgjenda á Instagram. Auglýsinga- og markaðsmál EM 2020 í fótbolta Bandaríkin Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Guardian segir frá því að hlutabréf hafi lækkað um 1,6 prósent, nær samstundis eftir uppátæki Portúgalans. Það samsvarar því að markaðsvirði hafi lækkað um fjóra milljarða dala, eða um 490 milljaðar íslenskra króna. Á fréttamannafundinum fjarlægði Ronaldo kókflöskurnar sem hafði verið komið fyrir þar í auglýsingaskyni og hvatti hann á sama tíma fólk til að drekka vatn. Í yfirlýsingu frá Coca Cola, sem er opinber styrktaraðili Evrópumótsins, til Guardian segir að „allir hafi rétt á að hafa mismunandi smekk og þarfir“. Talsmaður Evrópumótsins segir sömuleiðis í samtali við breska blaðið að einnig sé boðið upp á vatn og kók án sykurs á fréttamannafundunum sem tengjast mótinu. Ronaldo er sannkölluð ofurstjarna og er með nærri 300 milljónir fylgjenda á Instagram.
Auglýsinga- og markaðsmál EM 2020 í fótbolta Bandaríkin Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira