Sjötíu ára ráðgáta leyst um endanlegan hvíldarstað Tojo Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júní 2021 08:01 Tojo í fullum skrúða fyrir utan japanska þingið. AP/Charles Gorry Japanskur prófessor hefur fundið lausnina við 70 ára ráðgátu; hvíldarstað jarðneskra leifa Hideki Tojo, forsætisráðherra Japans í seinni heimstyrjöldinni. Samkvæmt gögnum í bandaríska þjóðskjalasafninu var ösku hans dreift á Kyrrahafinu að lokinni aftöku. Tojo var hengdur fyrir stríðsglæpi í desember 1948 en á meðan hann var við völd létust milljónir almennra borgara og stríðsfanga sökum næringarskorts, þrælkunarvinnu og hryllilegra tilrauna. Eftir að Japanir lýstu sig sigraða í kjölfar kjarnorkusprengjuárásanna á Hiroshima og Nagasaki gerði Tojo tilraun til að svipta sig lífi á heimli sínu í Tókýó en var fangaður skömmu síðar og færður undir hendur bandarískra heilbrigisstarfsmanna. Í umræddum skjölum er að finna ítarlegar upplýsingar um það hvernig gengið var frá líkamsleifum Tojo og annarra sem voru teknir af lífi á sama tíma. Eitt skjalanna sem Takazawa fann í þjóðskjalasafninu. Kennsl voru borin á líkin og fingraför tekin og líkamsleifunum svo komið fyrir í trékistum sem voru fluttar með flutningabíl til Yokohama, suður af Tókýó. Þar voru þær brenndar. Í einu skjalinu, sem er undirritað af hershöfðingjanum Luther Frierson, segir: „Ég votta að ég hef tekið við líkamsleifunum, haft umsjón með brennslu þeirra og persónulega dreift ösku eftirfarandi stríðsglæpamanna á sjó, úr flugvél áttunda hersins.“ Tojo bar ábyrgð á árás Japana á Pearl Harbor. Hér sést herskipið USS Arizona sökkva.AP Brennsla líkamsleifana og leyndin yfir endanlegum hvíldarstað Tojo var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að japanskir þjóðernissinnar gætu nálgast líkamsleifar forsætisráðherrans og notað þær í áróðursherferð til að gera hann að píslarvotti. Að sögn eins afabarna Tojo hafði hann heyrt að hár hans og neglur hefðu verið grafnar í fjölskyldugrafreit í norðvesturhluta Tókýó. Annars vissi hann ekki um örlög langafa síns. Hann segist nú ánægður að hann sé aftur hluti af náttúrunni. Prófessorinn Hiroaki Takazawa sagðist hins vegar hafa heyrt orðróm þess efnis að ösku Tojo og hinna stríðsglæpamannanna hefði verið dreift á sjó. Hann komst fyrst yfir gögnin í þjóðskjalasafninu bandaríska árið 2018 en hefur unnið að því að staðfesta uppruna þeirra. Frá réttarhöldunum í Tókýó 13. nóvember 1948.AP Takazawa segist hafa fengið sterk viðbrögð við uppgötvun sinni; sumir hafi lýst yfir samúð með Tojo en aðrir virða það við Bandaríkjamenn að hafa varðveitt gögn um örlög hans. David L. Howell, prófessor í japanskri sögu við Harvard-háskóla, segir að Bandaríkjamenn hafi líklega brotið gegn eigin lögum þegar þeir dreifðu öskunni. Samkvæmt tilmælum sem gefin voru út árið 1947 átti að grafa líkamsleifar stríðsglæpamanna að lokinni aftöku eða afhenda þær fjölskyldu viðkomandi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Japan Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Tojo var hengdur fyrir stríðsglæpi í desember 1948 en á meðan hann var við völd létust milljónir almennra borgara og stríðsfanga sökum næringarskorts, þrælkunarvinnu og hryllilegra tilrauna. Eftir að Japanir lýstu sig sigraða í kjölfar kjarnorkusprengjuárásanna á Hiroshima og Nagasaki gerði Tojo tilraun til að svipta sig lífi á heimli sínu í Tókýó en var fangaður skömmu síðar og færður undir hendur bandarískra heilbrigisstarfsmanna. Í umræddum skjölum er að finna ítarlegar upplýsingar um það hvernig gengið var frá líkamsleifum Tojo og annarra sem voru teknir af lífi á sama tíma. Eitt skjalanna sem Takazawa fann í þjóðskjalasafninu. Kennsl voru borin á líkin og fingraför tekin og líkamsleifunum svo komið fyrir í trékistum sem voru fluttar með flutningabíl til Yokohama, suður af Tókýó. Þar voru þær brenndar. Í einu skjalinu, sem er undirritað af hershöfðingjanum Luther Frierson, segir: „Ég votta að ég hef tekið við líkamsleifunum, haft umsjón með brennslu þeirra og persónulega dreift ösku eftirfarandi stríðsglæpamanna á sjó, úr flugvél áttunda hersins.“ Tojo bar ábyrgð á árás Japana á Pearl Harbor. Hér sést herskipið USS Arizona sökkva.AP Brennsla líkamsleifana og leyndin yfir endanlegum hvíldarstað Tojo var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að japanskir þjóðernissinnar gætu nálgast líkamsleifar forsætisráðherrans og notað þær í áróðursherferð til að gera hann að píslarvotti. Að sögn eins afabarna Tojo hafði hann heyrt að hár hans og neglur hefðu verið grafnar í fjölskyldugrafreit í norðvesturhluta Tókýó. Annars vissi hann ekki um örlög langafa síns. Hann segist nú ánægður að hann sé aftur hluti af náttúrunni. Prófessorinn Hiroaki Takazawa sagðist hins vegar hafa heyrt orðróm þess efnis að ösku Tojo og hinna stríðsglæpamannanna hefði verið dreift á sjó. Hann komst fyrst yfir gögnin í þjóðskjalasafninu bandaríska árið 2018 en hefur unnið að því að staðfesta uppruna þeirra. Frá réttarhöldunum í Tókýó 13. nóvember 1948.AP Takazawa segist hafa fengið sterk viðbrögð við uppgötvun sinni; sumir hafi lýst yfir samúð með Tojo en aðrir virða það við Bandaríkjamenn að hafa varðveitt gögn um örlög hans. David L. Howell, prófessor í japanskri sögu við Harvard-háskóla, segir að Bandaríkjamenn hafi líklega brotið gegn eigin lögum þegar þeir dreifðu öskunni. Samkvæmt tilmælum sem gefin voru út árið 1947 átti að grafa líkamsleifar stríðsglæpamanna að lokinni aftöku eða afhenda þær fjölskyldu viðkomandi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Japan Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira